Beint á efnisyfirlit síðunnar

Brynjólfur með silfur á NM

30.11.2019

Öðrum degi Norðurlandameistaramótsins í Færeyjum er nú lokið. Brynjólfur Óli Karlsson vann til silfurverðlauna í 200m flugsundi og tíu íslenskir sundmenn syntu í úrslitum í kvöld.

Úrslit íslensku keppendanna í kvöld:

400m fjórsund senior: María Fanney Kristjánsdóttir 4. sæti - 4:55,86 og Gunnhildur Björg Baldursdóttir 5. sæti - 5:10,77.

1500m skriðsund junior: Patrik Viggó Vilbergsson 4. sæti - 15:37,19.

200m fjórsund senior: Hólmsteinn Skorri Hallgrímsson 5. sæti - 2:11,30.

100m baksund senior: Steingerður Hauksdóttir 4. sæti - 1:03,52 og Stefanía Sigurþórsdóttir 6. sæti 1:07,27.

50m flugsund open: Katarína Róbertsdóttir 5. sæti - 28,13.

100m bringusund senior: Ásdís Eva Ómarsdóttir bætti sig bæði í undanrásum og úrslitum, synti í kvöld á 1:10,43  og lenti í 4. sæti og Karen Mist Arngeirsdóttir í 6. sæti - 1:11,47.

200m flugsund senior: Brynjólfur Óli Karlsson hafnaði í öðru sæti á tímanum 2:05,42

Við vorum með boðsund í öllum flokkum.

4 x 100 fjór junior kv.
Þorgerður Ósk Jónsdóttir, Sigurjóna Ragnheiðardóttir, Kristín Helga Hákonardóttir og Eva Margrét Falsdóttir - 6. sæti á tímanum 4:24,19

4 x 100 fjór senior kvk.
Steingerður Hauksdóttir, Ásdís Eva Ómarsdóttir, Katarína Róbertsdóttir og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir - 6. sæti á tímanum 4:19,26.

4 x 100 fjór junior kk.
Tómas Magnússon, Daði Björnsson, Kristófer Atli Andersen og Patrik Viggó Vilbergson - 6. sæti á tímanum 3:59,88.

4 x 100 fjór senior kk.
Kristján Gylfi Þórisson, Aron Þór Jónsson, Brynjólfur Óli Karlsson og Hólmsteinn Skorri Hallgrímsson - 5. sæti á tímanum 3:54,53.

Á myndinni eru Brynjólfur Óli silfurverðlaunahafi og Anna Gunnlaugsdóttir, fararstjóri.

Síðasti dagur mótsins er svo á morgun en undanrásir hefjast kl. 9:30 og úrslit 17:30. Allt er þetta í beinni útsendingu á Youtube rás Færeyska Sundsambandsins en ráslista og úrslit má finna hér.

Til baka