Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

09.08.2015

Hrafnhildur Lúthersdóttir sjöunda best í 50m bringusundi í Heiminum í dag.

Hrafnhildur hefur átt frábært heimsmeistaramót ! Hún er sjöunda best í heimi í 50 m bringusundi í dag! Hún synti sína síðustu grein á mótinu í úrslitum rétt í þessu og endaði í 7. sæti á tímanum 31:12. Sigurvegarinn var Jennie Johannson frá Svíþjóð. Þá hefur Íslenska sundfólkið lokið keppni á Heimsmeistaramótinu í Kazan og allir staðið sig með miklum sóma. Það verður virkilega gaman að fylgjast með þeim áfram á komandi Ólympíuári þar sem við erum nú þegar komin með 3 sundmenn til Rio.
Nánar ...
09.08.2015

Nýtt Íslandsmet hjá stelpunum í Kazan í 4x100m fjórsundi

Nýtt Íslandsmet í 4x100m fjórsundi hjá stelpunum í Kazan ! Íslensku stelpurnar syntu í morgun 4x100m fjórsund á tímanum 4.04.43 á nýju Íslandsmeti. Gamla metið var 4.06.64 sett í Debrecen 27.05.2012. Sveitin lenti í 18 sæti af 25 sveitum. Sveitin var skipuð Eygló Ósk Gústafsdóttur, Hrafnhildi Lúthersdóttur, Jóhönnu Gerðu Gústafsdóttur og Bryndísi Rún Hansen. Seinnpartinn í dag er það svo úrslitasundið 50m bringusund hjá Hrafnhildi Lúthersdóttur.
Nánar ...
08.08.2015

Bryndís Rún Hansen 50m skriðsund á HM50

Bryndís Rún var rétt í þessu að synda 50m skriðsund á HM50 í Kazan hún synti á 00.26.33 og varð í 50 sæti af 113 keppendum. íslandsmetið á Sarah Blake Bateman 00.25.24. A- lágmarkið á ÓL 2016 er 00.25.28. Bryndís eftir að keppa í 4x100m fjórsundi á morgun sem verður afar spennandi.
Nánar ...
07.08.2015

Eygló Ósk sjöunda inn í úrslit á morgun- nýtt Íslands- og Norðurlandamet

Eygló Ósk synti rétt í þessu 200m baksund í undanúrslitum á HM50 í Kazan á tímanum 2.09.04, sem er nýtt íslands og norðurlandamet, bæting síðan í morgun! Þá synti hún á 2.09.16. Eygló er sjöunda inn í úrslit sem verða seinnipartinn á morgun. Frábær árangur hjá Eygló sem er önnur íslenska sundkonan sem kemst í úrslit á Heimsmeistraramóti. Spennan heldur áfram!
Nánar ...
07.08.2015

Nýtt íslandsmet hjá Bryndísi Rún í 50m flugsundi.

Bryndís Rún synti nú í morgun á HM50 í Kazan 50m flugsund á tímanum 26.79 á nýju íslandsmeti. Gamla metið átti hún sjálf 26.92 sem hún setti á Íslandsmeistaramótinu í apríl. Bryndís varð númer 21 af 64 keppendum, það munaði ekki miklu að hún kæmist í undanúrslit en 16 sætið synti á tímanum 26.49, flottur árangur hjá Bryndísi. Bryndís syndir aftur á morgun 50m skriðsund.
Nánar ...
06.08.2015

Umsund Hrafnhildar í 200m bringusundi

Hrafnhildur synti á 2.25.11 í umsundinu á móti Jinglin Shi frá Kína og beið lægri hlut og komst því ekki í úrslita sundið á morgun. Jinglin synti á 2.23.75 Engu að síður glæsilegur árangur hjá Hrafnhildi sem á eftir að synda 50m bringusund á laugardaginn og 4x100m fjórsund á sunnudaginn.
Nánar ...
06.08.2015

Hrafnhildur setti nýtt íslandsmet 2.23.06, varð jöfn Jinglin Shi frá Kína, syndir aftur á eftir ca kl 16.38

Hrafnhildur synti nú rétt í þessu 200m bringusund í undanúrslitum á HM50 í Kazan. Hún synti á nýju íslandsmeti 2.23.06. Það urðu tvær jafnar í 7 sæti og þarf því Hrafnhildur að synda aftur eftir síðustu grein í kvöld ca kl 16.38 á ísl tíma, til að skera úr um hver fær áttunda sætið inn í úrslit. Hún syndir á móti Jinglin Shi frá Kína.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum