Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrsta degi ÍM25 lokið - 2 Íslandsmet

13.11.2015

ÍM25 fór af stað í morgun kl. 10 í Ásvallalaug. 136 keppendur eru skráðir til leiks í ár.

Úrslitin voru rétt í þessu að klárast og er rétt að segja frá því að Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH er búin að bæta 2 Íslandsmet í dag. Það fyrra setti hún í 100m bringusundi þegar hún synti til sigurs á tímanum 1:06,12mín en það er bæting um 14/100 úr sekúndu á meti sem hún á sjálf frá því í fyrra. Það seinna setti hún í 200m fjórsundi, 2:11,57mín., gamla metið var 2:13.10mín. sem Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi, setti á ÍM25 í fyrra.

Þá settu Sunneva Dögg Friðriksdóttir, ÍRB og Brynjólfur Óli Karlsson, Breiðabliki, bæði aldursflokkamet en Sunneva setti stúlknamet í 400m skriðsundi þar sem hún sigraði á tímanum 4:14,60min. en gamla metið var 4:15,57min. Brynjólfur bætti drengjametið í 200m baksundi þegar hann synti á 2:06,72min en það gamla var 2:07,60min.

Á morgun hefjast undanrásir kl. 10 og úrslit kl. 16. 

Facebook síða SSÍ

Bein úrslit

Myndir með frétt

Til baka