Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

09.06.2015

Kynning á sundknattleik

Kynning á sundknattleik verður haldin Laugardaginn 13.6.2015 Kl. 12.00 í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Fyrir stráka og stelpur 10 ára og eldri Kynning á sundknattleik/ stuttar tækni æfingar/ leikur Dagmar Gudmundsson – USA sundknattleikslandslið Sundknattleikslið SH og Ármanns Ókeypis aðgangur fyrir nemendur og iþróttakennara
Nánar ...
08.06.2015

Þakkir til ykkar allra

Fyrir hönd Sundsambands Íslands þakka ég öllum þeim sem á einhvern hátt komu að sundkeppninni á Smáþjóðaleikunum, fyrir þeirra framlag. Þið öll sem buðu fram vinnu ykkar sem sjálfboðaliðar, til dómgæslu, tæknivinnu, verðlaunaveitinga, umferðarstýringar, veitingasölu og fleiri starfa, bæði í aðdranda og á leikunum sjálfum. Takk kærlega fyrir ykkar ómetanlega starf. Án ykkar hefði sundkeppnin verið svipur hjá sjón. Þið öll sem tókuð þátt í að undirbúa sundlið Íslands á leikunum beint og óbeint. Takk kærlega fyrir ykkar vinnu, sem gerði okkur kleift að senda til keppni sterkt og samhent lið á leikunum. Þjálfarar, sjúkraþjálfari, flokkstjóri sundliðsins og sundliðið allt. Takk kærlega fyrir skemmtunina og árangurinn. Sundhreyfingin fylgdist stolt með ykkar undirbúningi og árangri. Þið sem komuð til að horfa á sundkeppnina og hvetja íslenska keppendur. Takk kærlega fyrir stuðninginn á heimavelli, hann skilaði sér og við búum að honum áfram. Starfsfólk Laugardalslaugar. Takk kærlega fyrir frábæra samvinnu og útsjónarsemi, ykkar starf er góður bakhjarl sundhreyfingarinnar. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Reykjavíkurborg. Takk kærlega fyrir samstarfið, áhugann og metnaðinn sem smitaði út til okkar hinna. Mannauðurinn sem hreyfingin býr að og blómstraði á leikunum er ómetanlegur. Það er því von mín og vissa að starf ykkar allra á Smáþjóðaleikunum 2015, skili okkur fram á við í uppbyggingu sundíþróttarinnar á Íslandi. Fyrir hönd Sundsambands Íslands Hörður J. Oddfríðarson Formaður SSÍ
Nánar ...
06.06.2015

Svipmyndir frá síðasta keppnisdegi í sundi

Sundkeppninni lauk á Smáþjóðaleikunum í gær. Hér fyrir innan er hlekkur á svipmyndir af síðasta keppnisdegi keppninnar. Við þökkum sjónvarpsstöðinni Hringbraut kærlega fyrir samstarfið að þessu sinni.
Nánar ...
05.06.2015

Sundinu lokið á Smáþjóðaleikunum 2015 - Íslandsmet hjá Hrafnhildi

Sundinu er nú lokið á Smáþjóðaleikunum hér í Reykjavík 2015. Enn á ný stal Hrafnhildur Lúthersdóttir sviðsljósinu en hún setti Íslands- og mótsmet í 400m fjórsundi í kvöld. Hún sigraðiþá greinina á tímanum 4:46,70min. en gamla metið var 4:53,24 og var í eigu Jóhönnu Gerðu Gústafsdóttur, sem varð önnur á tímanum 4:53,56min. Mótsmetið var einnig í eigu Jóhönnu en það var 4:54,57min. Sveit Íslands í 4x100m skriðsundi kvenna bætti einnig landsmetið þegar þær syntu á 3:47,27 sem er bæting um 12/100 úr sekúndu á gamla metinu og var það einnig nýtt mótsmet. Gamla mótsmetið var 3:49,75min. Samantekt af úrslitum dagsins:
Nánar ...
04.06.2015

Íslandsmet hjá Hrafnhildi á þriðja degi - Samantekt

Þriðja og næstsíðasta úrslitahluta Smáþjóðaleikanna í sundi lauk nú rétt í þessu í Laugardalslaug. Árangur íslenska liðsins var góður í kvöld og mjög góð stemning í hópnum. Hrafnhildur Lúthersdóttir hélt áfram að slá metin en hún bætti eigið Íslandsmet í 100m bringusundi þegar hún sigraði greinina á 1:08,07 en gamla metið átti hún sjálf frá því í Berlín í fyrra - 1:08,18. Þá bætti hún einnig mótsmetið í greininni sem var líka í hennar eigu - 1:10,28. Samantekt frá úrslitahlutanum:
Nánar ...
04.06.2015

Þriðja undanúrslitahluta lokið - 11 í úrslitum í kvöld

Fimmta hluta Smáþjóðaleikanna í sundi var að ljúka hér í Laugardalslaug og náðu allir þeir Íslendingar sem syntu í morgun inn í úrslit. 50m skriðsund kvenna Bryndís Rún Hansen 0:26,39mín. er önnur inn í úrslit. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir 0:26,71mín. er 3. inn í úrslit.
Nánar ...
03.06.2015

Samantekt frá öðrum degi Smáþjóðaleikanna 2015

Þá er öðrum degi lokið hér í Laugardalslaug á Smáþjóðaleikunum 2015. Hæst ber að nefna árangur Hrafnhildar Lúthersdóttur í 200m bringusundi. Hún bætti eigið Íslandsmet um rúma sekúndu, bætti mótsmetið um tæpar 6 sekúndur og var vel undir A lágmarki á Ólympíuleikana. 12 verðlaun komu í hús til íslenska liðsins í dag og eru komin 21 í heildina; 7 gull, 8 silfur og 6 brons.
Nánar ...
03.06.2015

2 Íslendingar í öllum úrslitum í dag

Annar dagur á Smáþjóðaleikunum er nú hálfnaður hjá okkur í lauginni og undanrásirnar búnar. Fyrst er rétt að nefna það að Hrafnhildur Lúthersdóttir náði A-lágmarki á Ólympíuleikana í Rio 2016 í 200m fjórsundi í gær með tímann 2:13,83 en lágmarkið er 2:14,26. Til hamingju Hrafnhildur!! Samantekt eftir undanrásir í lauginni í morgun.
Nánar ...
02.06.2015

Samantekt á fyrsta degi Smáþjóðaleika 2015

Þá er fyrsta keppnisdegi í sundi á Smáþjóðaleikunum. Hér er samantekt af sundum Íslendinganna í kvöld. Eygló Ósk Gústafsdóttir sigraði 200m baksund á tímanum 2:12,59 min. sem er nýtt mótsmet. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, varð önnur á tímanum 2:19,11 mínútur.
Nánar ...
02.06.2015

Þrettán Íslendingar í úrslitum á eftir

Annar hluti af sjö á Smáþjóðaleikunum hefst eftir tæpan klukkutíma hér í Laugardalslaug. Keppt er í til úrslita í átta greinum. Íslendingar eiga þrettán fulltrúa í úrslitunum á eftir og því mikil spenna með mannskapsins. Mikið hefur verið í lagt til að gera laugina sem flottasta og má sjá myndir á Facebook síðu sambandsins af mannvirkinu sem og myndir með þessari frétt. Þessi synda fyrir Íslands hönd í dag kl. 17:30:
Nánar ...
02.06.2015

Fyrsti hluti leikana fór vel af stað

Sundlaugin var flott í morgun og allt skipulag og umgjörð til fyrirmyndar. Hvetjum alla til að mæta í laugina kl 17.30 og sjá úrslit dagsins. Þeir sem eiga ekki heimangengt geta séð beina lýsingu á sjónvarpstöðinni Hringbraut: http://www.hringbraut.is/sjonvarp/smathjodaleikarnir_2015 Hægt að sjá myndir á facebook síðu sundsambandsins:https://www.facebook.com/sundsamband/photos/pcb.1657025894530462/1657024497863935/?type=1&theater
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum