Fréttalisti
Hrafnhildur er önnur inn í undanúrslit dagsins.
Hrafnhildur synti rétt í þessu 50m bringusund á EM50 á tímanum 30.94 og er önnur inn í undanúrslit dagsins.
Íslandsmet Hrafnhildar er 30.90Bronsverðlaun hjá Hrafnhildi í 200m bringusundi á EM50
Sundveislan hélt áfram á EM50 í London en silfurverðlaunahafinn Hrafnhildur náði sér í brinsverðlaun rétt í þessu í 200m bringusundi á nýju íslandsmeti 2.22.96.
Frábær árangur hjá Hrafnhildi sem skrifaði sig aftur inn í sögubækurnar, komin með tvö verðlaun á EM50 og tvö íslandsmet.Anton synti 50m bringusund í morgun
Anton Sveinn synti rétt í þessu 50m bringusund á EM50 í London á tímanum 28.59 og endaði í 28.sæti.
Íslandsmet Jakobs Jóhanns er 28.03
Eygló Ósk synti 50m baksund í morgun
Eygló Ósk synti rétt í þessu 50m baksund á EM50 í London á tímanum 29.40 og endaði í 22.sæti.
Íslandsmet Eyglóar er 28.61 semhún sett í Kazan í ágúst í fyrra.
Næsta sund hjá Eygló er 4x100m fjórsund sem verður á sunnudaginnHrafnhildur fjórða inn í úrslit á morgun
Hrafnhildur synti rétt í þessu 200m bringusund á EM50 á tímanum 2.24.11 og er fjórða inn í úrslitin á morgun.
Íslandsmet Hrafnhildar er 2.23.06.
Það má búast við æsispennandi sundi annað kvöld hjá þessum átta sem eru komnar í úrslit.Eygló Ósk sjötta í 100m baksundi á EM50
Eygló Ósk synti rétt í þessu til úrslita í 100m baksundi á EM50 á tímanum 1.00.98 og endaði í sjötta sæti.
Íslandsmet hennar er 1.00.21 sem hún setti á HM50 í Kazan í ágúst í fyrra.Anton Sveinn áttundi í 200m bringusundi
Anton Sveinn synti rétt í þessu til úrslita í 200m bringusundi á EM50 á tímanum 2.11.73 og endaði í áttunda sæti.
Íslandsmet hans síðan í ágúst í fyrra er 2.10.21Bryndís Rún 23 í 100m flugsundi
Bryndís Rún synti rétt í þessu 100m flugsund á tímanum 1.00.33 sem er bæting hjá henni. Hún endaði í 23 sæti af 40 keppendum.
Það munaði ekki miklu að hún hefði náð inn í undanúrslit en þaði hún þurfti að synda á 59.83 til að ná því.
Hrafnhildur fjórða inn í undanúrslit í dag
Hrafnhildur hélt áfram keppni nú í morgun og synti 200m bringusund á tímanum 2.25.99 og er fjórða inn í undanúrslit kvöldsins
Íslandsmet Hrafnhildar er 2.23.06 sett á HM50 í ágúst 2015Hrafnhildur með silfur á EM50 í London á nýju íslandsmeti,besti
Hrafnhildur var rétt þessu að tryggja sér í silfur á EM50 í london á nýju íslandsmeti. Þvílíkt sund hjá Hrafnhildi, hún synti á 1.06.45 en gamla metið var 1.06.87
Þetta er frábær árangur hjá Hrafnhildi, þetta er besti árangur hjá Íslenskri sundkonu til þessa.Eygló Ósk fimmta inn í úrslitin á morgun
Eygló Ósk tryggði sér fimmta sætið inn í úrslit á morgun fimmtudag í 100m baksundi rétt í þessu, hún synti á tímanum 1.00.46
Íslandsmetið á hún sjálf 1.00.25
- Fyrri síða
- 1
- ...
- 98
- 99
- 100
- ...
- 141