Mættar til London.
Mumma Lóa og Hildur Karen mættar til London. Finni og Kári synda í dag.
Mumma Lóa og Hildur Karen mættar til London. Finni og Kári synda í dag.
Finni Aðalheiðarson og Ragna María Ragnarsdóttir hafa nú dýft sér í laugina hér í London. Þau syntu bæði 50 metra bringusund. Finni setti nýtt garpamet í greininni í aldursflokknum 45-49 ára á tímanum 0:35,46. Gamla metið var frá 2014 0:35,70. Ragna synti á tímanum 1:10,33 í aldursflokkinum 65-69 ára sem er eitthvað frá hennar eigin meti sem er 1:06,89.
Þórunn Kristín Guðmundsdóttir gerði vel í 200 metra skriðsundi og synti á tímanum 2:56,94 sem er nýtt islenskt garpamet í hennar aldursflokki 45-49 ára. Gamla metið átti Hrund Baldursdóttir frá Selfossi 3:04,76 sem sett var árið 2013. Myndirnar sýna Þórunni fyrir sundið í lok sundsins og þegar hún uppgötvaði að hún hefði náð metinu.
Rémi Spilliart úr Ægi var rétt í þessu að setja nýtt garpamet í sínum aldursflokki á EM garpa í London. Tíminn hans er 2:41,04.
Kári Geirlaugsson ÍA synti í gær 800 metra skriðsund á Evrópumeistaramóti garpa sem fram fer í London. Kári synti á tímanum 13:05,07 og setti íslenskt garpamet í sínum aldursflokki sem er 65-69 ára.
Þórunn Kristín Guðmundsdóttir var að ljúka sundi í 800 metra skriðsundi á tímanum 12:42,32. Tíminn hennar er garpamet í hennar aldursflokki 45 - 49 ára. Myndin er af Þórunni í lokaundirbúningi fyrir sundið.
Nokkrir Íslendingar synda á EM garpa. Þar á meðal er hinn góðkunni Rémi Spilliaert, en hann synti í fyrstu grein í morgun 200metra fjórsund og bætti sig, fór á tímanum 3:16,47 sem er nýtt garpamet í hans aldursflokki 55-59 ára.
Tveir íslenskir dómarar dæma á Evrópumeistaramóti garpa sem fram fer í London í kjölfar á Evrópumeistaramótinu í sundíþróttum. Þetta eru þeir Sigurður Óli Guðmundsson sem er einn af fjórum yfirdómurum mótsins og Gunnar Eiríksson.
Kvennasveit Íslands í 4x100m fjórsundi náði sjötta sætinu á EM50 á tímanum 4.05.06. Þær bættu tímann sinn síðan í morgun, þessi sveit á íslandsmetið í greininni en þær settu það í Kazan í ágúst 2015, 4.04.43.
Sveitina skipa Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Bryndís Rún Hansen og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir.
Þá hefur íslenska sundfólkið lokið keppni með sögulegum árangri á EM50 í London, frábær vika að baki.
Hrafnhildur tryggði sér önnur silfurverðlaun á EM50 í London rétt í þessu á tímanum 30.91.
Hrafnhildur er búin að eiga stórkostlegt mót í London og er svo sannarlega búin að skrifa sig í sögubækurnar í þessari viku.
Boðsundsveitin í 4x100m fjórsundi synti rétt í þessu í undanrásum á tímanum 4.06.37 og náði áttunda sætinu inn í úrslit kvöldsins.
Sveitina skipa Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Jóhanna Gerða G'ustafsdóttir og Bryndís Rún Hansen.
Íslandsmetið í greininni er 4.04.43
Hrafnhildur synti á nýju íslandmeti í 50m bringusundi rétt í þessu og er þriðja inn í úrslit á morgun.
Tími Hrafnhildar er 30.83. Við eigum von á enn einu spennandi sundi hjá Hrafnhildi á morgun.