Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

06.08.2015

Bryndís Rún synti 100m skriðsund í morgun

Bryndís Rún Hansen var rétt í þessu að ljúka við sína fyrstu grein á Heimsmeistaramóti í sundi, hún synti á 56.87 og endaði í 45 sæti af 90 keppendum, besti tími hennar er 55.98 sem hún synti á Smáþjóðaleikunum í júní. Íslandsmetið í greininni er 55.66 og það á Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Nánar ...
05.08.2015

Eygló Ósk synti á 28.75 í 50m baksundi

Eygló Ósk synti nú í morgun 50m baksund á tímanum 28.75, íslandsmetið á hún sjálf 28.61. Eygló varð í 23 sæti. Fínt sund hjá Eygló, en þess má geta að sú sem náði 16 sætinu sem er síðasta sætið inn í undanúrslit synti á 28.52.
Nánar ...
03.08.2015

Hrafnhildur með nýtt íslandsmet og sjötta inn í undanúrslit í dag.

Hrafnhildur var rétt í þessu að setja íslandsmet í 100m bringusundi og er sjötta inn í undanúrslit í dag. Hrafnhildur synti á 1.06.87 en gamla metið var 1.08.07, mikil bæting. Hrafnhildur syndir eins og Eygló Ósk í undanúrslitum í dag. Það verður gaman að fylgjast með þeim! Frábær árangur hjá þeim stúlkum í dag.
Nánar ...
02.08.2015

Anton með lágmark til Ríó 2016 og íslandmet í morgun

Anton Sveinn Mckee setti íslandsmet á HM50 í Kazan á tímanum 1.00.53, gamla metið átti Jakob Jóhann Sveinsson 1.01.32. Með sundinu náði Anton A-lágmarki á Ólympíuleikana í Ríó 2016! Þar með hafa þrír sundmenn náð A-lágmarki á Ólympíuleikana. Jóhanna Gerða synti einnig í morgun 100m flugsund á tímanum 1.02.43 og endaði í 43 sæti. Hrafnhildur Lúthersdóttir synti 200m fjórsund á tímanum 2.14.12, og endaði í 20 sæti. Keppni heldur áfram á morgun.
Nánar ...
01.08.2015

Fréttir frá Kazan, keppni hefst á morgun.

Lífið leikur við okkur hérna í Kazan, æfingar ganga vel og allir eru nokkuð góðir, fyrir utan kannski einstaka moskítóbit. Fyrsti keppnisdagurinn er á morgun og ég er ekki frá því að það séu komin fiðrildi í magann á keppendum og þjálfurum! Á morgun keppa Jóhanna Gerða í 100m flugsundi, Hrafnhildur í 200m fjórsundi og Anton í 100m bringusundi - svo morgundagurinn ætti að verða góður Bestu kveðjur, Unnur Sædís
Nánar ...
30.07.2015

Fréttir frá Kazan

Þá er liðið okkar orðið fullskipað, Hrafnhildur kom á þriðjudaginn frá Eistlandi þar sem hún var í æfingabúðum með skólanum sínum. Það sem meira er þá kom taskan mín líka Það verður að segjast eins og er að Rússarnir hafa hingað til staðið sig með mikilli prýði í kringum þetta heimsmeistaramót, maturinn er til fyrirmyndar, við höfum um 4 mismunandi laugar að velja til að æfa í, keppnislaugin er mjög flott en hún er reyndar lítið opin núna þar sem synchronized swimming er enn í gangi. Allir sjálfboðaliðarnir eru tilbúnir að hjálpa þó þeir tali misjafnlega góða ensku - en það er viðleitnin sem skiptir máli. Svo við erum hamingjusöm í þorpinu okkar! Fyrir utan þetta þá er veðrið dásamlegt - sólin og hitinn fara vel í okkur 😎 Nú eru 3 daga í fyrsta keppnisdag, svo spennan magnast! Kveðja, Unnur Sædís sjúkraþjálfari
Nánar ...
29.07.2015

Íslandsmótinu í Víðavatnssundi 2015 lokið

Íslandsmótið í Víðavatnssundi fór fram í Nauthólfsvík í dag en mótið er samstarfsverkefni Sundsambands Íslands, Securitas og Hins Íslenska Kaldavatnsfélags. Rúmlega 50 keppendur tóku þátt í ár en þetta er í sjöunda skiptið sem mótið er haldið.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum