Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

30.07.2015

Fréttir frá Kazan

Þá er liðið okkar orðið fullskipað, Hrafnhildur kom á þriðjudaginn frá Eistlandi þar sem hún var í æfingabúðum með skólanum sínum. Það sem meira er þá kom taskan mín líka Það verður að segjast eins og er að Rússarnir hafa hingað til staðið sig með mikilli prýði í kringum þetta heimsmeistaramót, maturinn er til fyrirmyndar, við höfum um 4 mismunandi laugar að velja til að æfa í, keppnislaugin er mjög flott en hún er reyndar lítið opin núna þar sem synchronized swimming er enn í gangi. Allir sjálfboðaliðarnir eru tilbúnir að hjálpa þó þeir tali misjafnlega góða ensku - en það er viðleitnin sem skiptir máli. Svo við erum hamingjusöm í þorpinu okkar! Fyrir utan þetta þá er veðrið dásamlegt - sólin og hitinn fara vel í okkur 😎 Nú eru 3 daga í fyrsta keppnisdag, svo spennan magnast! Kveðja, Unnur Sædís sjúkraþjálfari
Nánar ...
29.07.2015

Íslandsmótinu í Víðavatnssundi 2015 lokið

Íslandsmótið í Víðavatnssundi fór fram í Nauthólfsvík í dag en mótið er samstarfsverkefni Sundsambands Íslands, Securitas og Hins Íslenska Kaldavatnsfélags. Rúmlega 50 keppendur tóku þátt í ár en þetta er í sjöunda skiptið sem mótið er haldið.
Nánar ...
29.07.2015

Dagur 3 í Tbilisi

Þá hefur íslenska sundfólkið lokið 3. keppnisdeginum. Stefanía synti 800 m. skriðsund og var töluvert frá sínum best árangri. Undirbúningur hefur gengið vel hjá henni og upphituninn lofaði góðu. Hún synti sundið mjög jafnt en það var töluvert hægar en hún ætlaði sér. Allt þetta fer í reynslubankann hjá þessu unga og efnilega sundfólki okkar. Ólafur synti 400 m. skriðsund í dag og var 2 sek. frá sínum besta árangri. Þetta sund var betra en fyrra sundið hans og hann hlakkar til að takast á við 1500 m. á föstudaginn. Ólafur hvílir á morgun en Stefanía tekst á við 400 m. skriðsund. Við sendum sólríkar og sjóðandi kveðjur héðan frá Georgiu
Nánar ...
28.07.2015

Annar keppnisdagur í Tbilisi

Þá hefur íslenska sundfólkið lokið 3. keppnisdeginum. Stefanía synti 800 m. skriðsund og var töluvert frá sínum best árangri. Undirbúningur hefur gengið vel hjá henni og upphituninn lofaði góðu. Hún synti sundið mjög jafnt en það var töluvert hægar en hún ætlaði sér. Allt þetta fer í reynslubankann hjá þessu unga og efnilega sundfólki okkar. Ólafur synti 400 m. skriðsund í dag og var 2 sek. frá sínum besta árangri. Þetta sund var betra en fyrra sundið hans og hann hlakkar til að takast á við 1500 m. á föstudaginn. Ólafur hvílir á morgun en Stefanía tekst á við 400 m. skriðsund. Við sendum sólríkar og sjóðandi kveðjur héðan frá Georgiu
Nánar ...
27.07.2015

Fréttir af sundhópnum í Kazan sem tekur þátt í HM50

Þá eru fyrstu íslensku keppendurnir mættir til Kazan í Rússlandi, þar sem þau munu stunda æfingar þar til Heimsmeistaramótið í 50m laug hefst þ. 2.ágúst nk. Keppnin mun standa til 9.ágúst og þeir sundmenn sem taka þátt eru: Anton Sveinn Mckee, Bryndís Rún Hansen, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir. Hér má lesa fyrstu fréttir sem bárust frá Unni sjúkraþjálfara í dag eftir komuna til Kazan. Þá erum við mætt til Kazan, eftir nokkuð þægilegt ferðalag. Lögðum af stað til Köben í gær, fimm saman – Eygló, Jóhanna og Bryndís ásamt Jacky þjálfara og undirritaðri. Við gistum í Köben og héldum svo áfram til Moskvu í morgun. Þar tók reyndar við smá hlaup þar sem stutt var í flugið til Kazan og miklir og langir gangar sem við þurftum að ganga/hlaupa til að komast að vélinni. En þetta hafðist og lentum við í Kazan uppúr 17 að staðartíma. Í Moskvu hittum við fyrir Anton þá vantar einungis Hrafnhildi sem kemur til okkar á morgun. Reyndar skilaði taskan mín sér ekki á áfangastað svo ég vona að hún komi líka á morgun – ávallt bjartsýn Rússarnir hafa skapað flotta umgjörð um Heimsmeistaramótið og er aðstaða íþróttamannana nokkuð góð, þó hægt sé að segja að umbúðirnar séu betri en innihaldið. Herbergin eru komin til ára sinna, en það sem við erum búin að sjá af aðstöðunni hérna í kring, er frábært. Við erum samt ekki búin að fara á æfingu svo það er spennandi að sjá hvernig laugin er Bestu kveðjur heim, Unnur Sædís sjúkraþjálfari!
Nánar ...
27.07.2015

Fréttir frá fyrsta keppnisdegi í Tbilisi

Fyrsti keppnisdagurinn gekk ekki alveg eins og planað var. Ólafur synti 200 metra skriðsund á 2.01.83. Hann synti um 2 sek. frá sínum besta tíma. Mikill hiti er og keppendurnir fá lítið skjól en við erum undir tjöldum hjá svíum og finnum. Undirbúningur fyrir næstu daga heldur áfram og gengur hann eins og í sögu, og munum við taka æfingu seinnipartinn. Við sendum sólríkar kveðjur héðan sundhópurinn í Tbilisi
Nánar ...
22.07.2015

Ólympíuhátíð Æskunnar í Tbilisi

Í morgun lögðu sundmennirnir Stefanía Sigurþórsdóttir úr ÍRB, Ólafur Sigurðsson úr SH og Ragnheiður Runólfsdóttir leið sína til Stokkhólms ásamt ungum og efnilegum íþróttamönnum úr öðrum íþróttagreinum. Á laugardaginn halda þau ferð sinni áfram til Tbilisi þar sem þau taka þátt í Ólympíuhátíð Æskunnar sem hefst 26. júlí Fréttir frá fyrsta degi: Fyrsti dagurinn á þessu spennandi ferðalagi gekk vel hjá sundhópnum okkar. Liðið mætti snemma í flugstöðina og gekk allt eins og í sögu. Krakkarnir vel stemmdir og gaman að hitta krakkana úr hinum greinunum. Eftir að allir voru búnir að næra sig og hvíla sig aðeins hófst flugferð til Stokkhólmar. Við lentum um hádegi þar og var þá rúta tilbúin til að rúnta með okkur til Bosön sem er um klukkutíma akstur frá Arlanda. Staðurinn sem við gistum á er uppbyggður af sænska íþróttasambandinu og hér er hægt að æfa margar íþróttir. Ekki eru nóg og góðar aðstæður fyrir sundhópinn svo við sóttum æfinguna okkar í dag niður í miðbæ Stokkhólmar. Eriksdalbadet heitir laugin og er glæsileg. Tvær 50 m. innilaugar og allskyns útilaugar og dýfingartankar. Við æfum í henni næstu tvo daga. Krakkarnir okkar tóku góða æfingu í dag eftir að við komum. Á morgun æfum við tvisvar. Matur og gisting er mjög góð og það fer vel um okkur hérna í svíaveldi. Við tökum nokkrar myndir á morgun til að sýna ykkur heima hvað við erum að gera. Sendum heitar sumarkveðjur frá sundliðinu á leið til Tiblisis.
Nánar ...
15.07.2015

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa Sundsambands Íslands verður lokuð frá miðvikudegi 15. júlí til og með þriðjudegi 4. ágúst vegna sumarleyfa. Erindum verður svarað við fyrsta mögulega tækifæri. Ef erindi þarfnast flýtiúrlausnar er hægt að ná í Hörð, formann SSÍ í síma 770-6067 eða með rafpósti formadur@sundsamband.is
Nánar ...
08.07.2015

UMFS óskar eftir sundþjálfara

Starfið felst í þjálfun barna og unglinga ásamt öðrum verkefnum sem falla undir starfssvið þjálfara s.s. rafrænar skráningar iðkenda, skráningar á mót og skráning á árangri iðkenda. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af sundþjálfun og/eða menntun á sviði íþróttafræða. Þekking á forritum frá Hy-tek og Splash er æskileg. Viðkomandi verður að geta unnið með börnum og unglingum og verið þeim góð fyrirmynd. Nánari upplýsingar gefa Sigríður Runólfsdóttir formaður sunddeildar í síma 895-9716 og Gissur Jónsson framkvæmdastjóri Umf. Selfoss í síma 894-5070. Umsóknir skulu sendast á sigrid@husa.is.
Nánar ...
29.06.2015

ÍRB aldursflokkameistari félaga 2015

Mikið var um dýrðir á Akureyri um síðustu helgi þegar AMÍ fór fram á Akureyri. ÍRB sigraði með yfirburðum og Breiðablik skaut SH og Ægi ref fyrir rass og náði 2. sætinu.
Nánar ...
25.06.2015

AMÍ 2015 á Akureyri hafið

Aldursflokkameistaramótið í sundi hófst í morgun í sól og blíðu hér í Sundlaug Akureyrar þegar fyrsti riðill í 1500m skriðsundi karla stakk sér til sunds. Mótið er stórt í sniðum í ár en keppt er til verðlauna og stiga í öllum árgöngum alveg frá 10 ára og yngri upp til 18 ára og eldri. 20 lið eru skráð
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum