Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íþróttabandalag Reykjanesbæjar Aldursflokkameistarar 2016

27.06.2016

ÍRB varð Aldursflokkameistari liða á AMÍ 2016, sem haldið var á Akranesi 24.-26. júní. ÍRB náði 576 stigum en í öðru sæti varð Sundfélag Hafnarfjarðar með 418 stig.  Í þriðja sæti varð svo Sunddeild Breiðablik með 381 stig.

Alls tóku 16 félög þátt í mótinu og þau röðuðust í sæti með eftirfarandi hætti:

4. sæti   Sundfélagið Ægir        319 stig

5. sæti   Sundfélag Akraness   162 stig

6. sæti   Sunddeild Ármanns   136 stig

7. sæti   Sunddeild KR              118 stig

8. sæti   Sunddeild Óðins           97 stig

9. sæti   Sunddeild Fjölnis         58 stig

10.sæti Sundfélagið Rán           11 stig

11.sæti Afturelding                         9 stig

12.sæti Sunddeild Stjörnunnar   4 stig

13.-16.sæti Vestri, UMFB, Austri og HSÞ án stiga.

Í upphafi lokahófsins ávarpaði formaður SSÍ hópinn og þakkaði keppendum, þjálfurum, fararstjórum og starfsfólki Sundfélags Akraness fyrir góða keppnishelgi.  Hann færði formanni SA lítinn platta sem þakklætisvott SSÍ fyrir frábært samstarf í aðdraganda og á AMÍ 2016.  Hann fór einnig að venju yfir tölfræði mótsins.

Þá var komið að því að veita Ólafsbikarinn, en sá bikar er farandbikar og gefinn af fjölskyldu Ólafs Þór Gunnlaugssonar til minningar um hann.  Sú sem hlaut Ólafsbikarinn í ár er Adele Alexandra Pálsson úr SH, fyrir 800 metra skriðsund.  Bikarinn afhentu þau Ólafur Páll og Ingunn María börn Óla Þórs, en þau komu einnig með eignarbikar fyrir Adele.  Þá fylgdi 10.000 kr. úthlutun úr Minningarsjóði Ólafs Þórs auk þess sem Már Gunnarsson úr ÍRB var úthlutað kr. 10.000 úr sjóðunum.

Aldursflokkaverðlaun einstaklinga eru veitt þeim keppendum sem ná bestum samanlögðum árangri í sínum stigahæstu greinum í samræmi við stigatöflu FINA í flokki pilta og stúlkna og í flokkum drengja og telpna.  Í flokkum sveina og meyja er reiknaður árangur úr 200 metra fjórsundi, 400 metra skriðsundi og svo stigahæstu grein þar fyrir utan.

Fyrir utan minningarplatta fá piltar og stúlkur veigamikil heyrnartól af Pioneer gerð, drengur og telpa fá bluetooth hátalara af gerðinni Muse og sveinn og meyja fá heyrnartól af Pioneer gerð.

Í flokki sveina með samtals 939 stig fyrir 400m skriðsund, 200 metra fjórsund og 100 metra, skriðsund, varð Teitur Þór Ólafsson úr Sundfélaginu Ægi Aldursflokkameistari

Í flokki meyja með samtals 1235 stig fyrir 400m skriðsund, 200 metra fjórsund og 100 metra, skriðsund, varð Krístín Helga Hákonardóttir úr Breiðabliki Aldursflokkameistari

Í flokki drengja með samtals 1285 stig fyrir 800m skriðsund, 200 metra fjórsund og 100 metra, flugsund, varð Halldór Björn Kristinsson úr Sf Ægi Aldursflokkameistari

Í flokki telpna með samtals 1561 stig fyrir 800m skriðsund, 200 metra skriðsund og 100 metra, flugsund, varð Regína Lilja Gunnlaugsdóttir úr Breiðabliki Aldursflokkameistari

Í flokki pilta með samtals 1165 stig fyrir 400m skriðsund og 100 metra skriðsund, varð Brynjólfur Óli Karlsson úr Breiðabliki Aldursflokkameistari

Í flokki stúlkna með samtals 1379 stig fyrir 400m skriðsund og 100 metra skriðsund, varð Sunnea Dögg Friðriksdóttir úr ÍRB Aldursflokkameistari.

Um leið og Hörður sleit AMÍ 2016, tilkynnti hann um þá ákvörðun stjórnar SSÍ að veita Sundfélaginu Ægi AMÍ árið 2017, þannig að AMÍ verður í Reykjavík á næsta ári.

 

Lokastigastaða AMÍ 2016

Til baka