Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samantekt frá öðrum degi Smáþjóðaleikanna 2015

03.06.2015

Þá er öðrum degi lokið hér í Laugardalslaug á Smáþjóðaleikunum 2015.

Hæst ber að nefna árangur Hrafnhildar Lúthersdóttur í 200m bringusundi. Hún bætti eigið Íslandsmet um rúma sekúndu, bætti mótsmetið um tæpar 6 sekúndur og var vel undir A lágmarki á Ólympíuleikana. 12 verðlaun komu í hús til íslenska liðsins í dag og eru komin 21 í heildina; 7 gull, 8 silfur og 6 brons.

Öllum mótshlutum sundkeppni Smáþjóðaleika er streymt beint á heimasíðu sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar

Hér eru útlistun á árangri okkar fólks í dag:

200m bringusund kvenna
1 .sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir - 2:25,39mín.
3. sæti Karen Mist Arngeirsdóttir - 2:41,91mín.

200m bringusund karla
2. sæti Anton Sveinn Mckee 2:12,66mín.
6. sæti Viktor Máni Vilbergsson 2:22,48mín.

100m. baksund kvenna
1. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir 1:01,20mín. nýtt mótsmet. (Aðeins 0,31sek frá ÍSL. meti)
2. sæti Ingibjörg Kristín Jónsdóttir 1:03,84mín. 

100m baksund karla
1. sæti Kolbeinn Hrafnkelsson 0:57,66mín.
Kolbeinn var einungis 1/100 á undan Schneiders frá Luxemborg.
3. sæti Kristinn Þórarinsson 0:58,21mín.

400m. skriðsund kvenna
3 . sæti Inga Elín Cryer 4:24,07mín.
4 . sæti Sunneva Dögg Friðriksdóttir 4:27,17mín.

400m. skrisund karla
5 . sæti Kristófer Sigurðsson 4:05,93mín.
8. sæti Birkir Snær Helgason 4:13,15mín

100m. flugsund kvenna
1. sæti Jóhanna Gerða Gústafsdóttir - 1:00,91min - Nýtt mótsmet 
2 . sæti Bryndís Rún Hansen - 1:01,10min

100m. flugsund karla
5 . sæti Ágúst Júlíusson - 56,22sek
7. sæti Daníel Hannes Pálsson - 56,80sek

4x200m. skriðsund kvenna
Sveit Íslands varð í 1. sæti á 8:20,96mín. sem er Landssveitarmet, nýtt mótsmet og bæting á gamla metinu frá síðustu Smáþjóðaleikum um 4,28sek.

Sveitina skipuðu:
Bryndís Rún Hansen 2:03,84mín.
Inga Elín Cryer 2:06,43mín.
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir 2:06,32mín.
Jóhanna Gerða Gústafsdóttir 2:04,41mín.

4x200m skriðsund karla
Sveit Íslands varð í 2. sæti á 7:41,54 mín. aðeins 0,42sek frá Landssveitarmetinu sem er frá Smáþjóðaleikum 2007

Sveitina skipuðu:
Kristófer Sigurðsson 1:56,02mín.
Daníel Hannes Pálsson 1:55,34mín.
Kristinn Þórarinsson 1:55,23mín.
Anton Sveinn Mckee 1:54,95mín.

 Mjög góður árangur íslenska sundfólksins í dag og við hlökkum til morgundagsins.

Undanrásir hefjast kl. 10 og verður keppt í 50m skriðsundi kvenna og 200m skriðsundi karla og kvenna í fyrramálið. 

50m. skriðsund kvenna
Bryndís Rún Hansen
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir

200m. skriðsund kvenna
Eygló Ósk Gústafsdóttir
Inga Elín Cryer

200m. skriðsund karla
Kristófer Sigurðsson
Daníel Hannes Pálsson

http://www.sundsamband.is/gsse-2015/

Myndir með frétt

Til baka