Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

26.05.2015

Muscat systkinin synda ekki um helgina

Leiðindafréttir bárust frá Sundsambandi Möltu á dögunum en ákveðið hefur verið að Nicola Muscat muni ekki synda á Smáþjóðaleikunum hér á Íslandi um helgina. Fram kemur á vef Morgunblaðsins að henni hafi verið vísað úr maltneska liðinu þar sem hún þótti sýna óviðunandi hugarfar á æfingum.
Nánar ...
28.04.2015

Landslið Íslands í sundi á Smáþjóðaleikunum

Landslið Íslands í sundi fyrir Smáþjóðaleikana sem verða hér á Íslandi 1. - 6 júní n.k hefur verið valið og er skipað á eftirfarandi hátt: Alexander Jóhannesson KR Anton Sveinn Mckee Ægi Ágúst Júlíusson ÍA Birkir Snær Helgason Ægi Daníel Hannes Pálsson Fjölni Kolbeinn Hrafnkelsson SH Kristinn Þórarinsson Fjölni Kristófer Sigurðsson ÍRB Sveinbjörn Pálmi Karlsson Breiðabliki Viktor Máni Vilbergsson SH Þröstur Bjarnason ÍRB Bryndis Rún Hansen Óðni Eygló Ósk Gústafsdóttir Ægi Hrafnhildur Lúthersdóttir SH Inga Elin Cryer Ægir Ingibjörg Kristín Jónsdóttir SH Jóhanna Gerða Gústafsdóttir Ægi Karen Mist Arngeirsdóttir ÍRB Sunneva Dögg Friðriksdóttir ÍRB
Nánar ...
25.04.2015

Sundfélag Hafnarfjarðar Íslandsmeistarar garpa 2015

Íslandsmeistaramóti Garpa lauk nú rétt í þessu í Vestmannaeyjum þegar 4x50m fjórsundi lauk. Sundfélag Hafnarfjarðar stóð uppi sem sigurvegari í stigakeppni félaganna og hlutu að launum farandbikar en þann bikar hafa SH-ingar nú unnið þrisvar í röð og fá hann því til eignar.
Nánar ...
25.04.2015

IMOC í fullum gangi í Vestmannaeyjum

IMOC, Íslandsmeistaramót garpa fer fram nú um helgina í Sundlaug Vestmannaeyja. Sundsamband Íslands heldur mótið í góðri samvinnu við ÍBV og Hamar. Fyrsti hluti fór fram í gær en annar hófst nú í morgun og er mikil og góð stemning í lauginni. Tæplega 70 keppendur eru skráðir til leiks frá 10 félögum.
Nánar ...
20.04.2015

Boðsundskeppni Grunnskólanna þriðjudaginn 21. apríl

Það hafa yfir 20 skólar skráð sig til keppni í Boðsundskeppni Grunnskólanna sem fer fram á morgun í Ásvallalaug, eða 40 sveitir en það eru 10 sveitum fleiri en í fyrra, sem er mikið gleðiefni. Við ætlum að hefja upphitun kl 12.45 en mótið sjálft hefst kl 13.15.
Nánar ...
17.04.2015

Fær Phelps keppnisheimild á HM í sumar?

Eins og áður hefur verið sagt frá hér á síðunni er Michael Phelps í keppnisbanni á alþjóðlegum mótum hjá bandaríska sundsambandinu vegna ítrekaðrar neyslu vímuefna. Hann hefur þó fengið heimild til að keppa í Bandaríkjunum. Samkvæmt mbl.is er FINA, Alþjóðasundsambandið, að íhuga að bjóða Phelps þátttöku á HM50 í Kazan í sumar. Hvernig FINA kemur því heim og saman meðan Phelps er undir keppnisbanni heimasambandsins er ekki vitað, en orðrómur um fundi framkvæmdastjóra FINA og forsvarsmanna bandaríska sundsambandsins ýtir undir þessar getgátur. Þess má geta að forseti FINA er frá Suður Ameríku og þarf að reiða sig á stuðning Bandaríkjanna á þingi FINA til að geta haldið stöðu sinni. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með því hvernig FINA og bandaríska sundsambandið leysa þenana hnút.
Nánar ...
16.04.2015

Erum við á réttri leið ?

Föstudaginn 17. apríl stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir ráðstefnu um íþróttir barna og unglinga og verður ráðstefnan haldin í Laugarásbíói, hefst kl.11 og stendur til kl.14:30. Á ráðstefnunni er ætlunin að skoða íþróttaiðkun barna og unglingum frá mörgum sjónarhornum. Fyrirlesarar verða reynslumiklir þjálfarar úr ólíkum greinum íþrótta og aðrir einstaklingar með margvíslega aðkomu að íþróttum barna og unglinga. 17.-18. apríl fer fram Íþróttaþing þar sem lögð er fram endurskoðuð tillaga um barna og unglingastefnu ÍSÍ og því tilvalið að veita þessum málaflokki sérstaka athygli. Skráning fer fram á skraning@isi.is og er aðgangur ókeypis. Mikilvægt er að skrá sig og þarf skráningin að hafa borist ekki síðar en miðvikudaginn 15. apríl. Ráðstefnan verður í beinni útsendingu á heimasíðu ÍSÍ. Ráðstefnustjóri verður Anna Guðrún Steinsen.
Nánar ...
12.04.2015

Eitt Íslandsmet í lokahluta ÍM50

Íslandsmeistaramótinu í 50m laug í Laugardalslaug er nú lokið. Við fengum heilan helling af flottum úrslitum og mega allir vera glaðir með helgina. Eitt Íslandsmet féll í þessum sjötta og síðasta hluta en Bryndís Rún Hansen stóð við sitt og varð fyrsta íslenska konan undir 27 sekúndur í 50m flugsundi þegar hún mætti Íslandsmetið sitt frá því í morgun um 11/100 úr sekúndu og fór á 26,92.
Nánar ...
12.04.2015

Íslandsmet hjá Bryndísi og í boðsundi

Nú voru undanrásir þriðja og síðasta dags ÍM50 í Laugardalslaug að klárast og þess ber hæst að geta að Bryndís Rún Hansen úr Óðni setti Íslandsmet í 50m flugsundi en hún synti á 27,03 en gamla metið átti Sarah Blake Bateman frá árinu 2012 og það var 27,32. Spennandi verður að sjá hvort Bryndís nái að verða fyrsta íslenska konan undir 27 sekúndur í úrslitunum í kvöld.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum