Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

12.12.2017

EM25 í Köben - 6 íslenskir keppendur

Evrópumeistaramótið í 25m laug hefst á morgun, miðvikudaginn 13. desember í Kaupmannahöfn. Mótið er haldið í Royal Arena tónleikahöllinni en sundlauginni er komið fyrir á uppbyggðum palli á miðju gólfinu. Danir hafa lagt mikið í umgjörð og skipulagningu mótsins og því von á að mótið verði allt hið glæsilegasta.​
Nánar ...
05.12.2017

Að loknu Norðurlandameistaramóti

Um síðustu helgi fór fram Norðurlandameistaramót í sundi. Mótið var að þessu sinni haldið á Íslandi í Laugardalslaug og tókst mjög vel. Keppt var í eldri flokki 18 ára og eldri karlar og 17 ára og eldri konur. Einnig var keppt í unglingaflokki. Mótið er sett upp sem stigakeppni milli landa. Ísland náði fjórða sæti í opnum flokki og sjötta sæti í unglingaflokki. Íslenska liðið stóð sig vel, allir einstaklingar þar lögðu sig fram um að ná sínu besta og liðsandinn var mjög góður.
Nánar ...
03.12.2017

Danir og Finnar Norðurlandameistarar

Norðurlandameistaramótinu í sundi lauk fyrr í kvöld. Mótið var haldið í Laugardalslaug með rúmlega 200 þátttakendum frá 9 löndum. Íslenska liðið átti nokkra einstaklinga í úrslitum í kvöld og fjórar boðsundssveitir en hér fyrir neðan má sjá hvernig þeim gekk.
Nánar ...
02.12.2017

Þrjú íslensk brons í úrslitum í dag

Öðrum úrslitahluta NM 2017 var rétt í þessu að ljúka. Íslendingar hlutu 3 bronsverðlaun til að bæta við gullið hans Davíðs í gær. Úrslit okkar fólks í kvöld: Bryndís Bolladóttir komst á pall í 100m skriðsundi þegar hún varð þriðja á tímanum 56,92. Inga Elín Cryer synti 100m flugsund á 1:03,60 og hafnaði í 5. sæti. Ágúst Júlíusson synti 100m flugsund 54,63 og endaði í 4. sæti.
Nánar ...
02.12.2017

Úrslit annars dags á NM - 7 íslendingar og boðsund

Innan skamms hefst annars úrslitahluti Norðurlandameistaramótsins í sundi í Laugardalslaug. Íslendingar eiga þar 7 keppendur auk boðsundssveita í 4x200m skriðsundi.​ Mikil og góð stemning myndaðist í úrslitunum í gær og heldur áfram í dag. Sundin sem íslenska sundfólkið syndir til úrslita eru eftirfarandi:​
Nánar ...
01.12.2017

Fyrsta hluta NM lokið

Fyrsta hluta Norðurlandameistaramótsins lokið Undanrásir fyrsta dags á NM 2017 fóru fram í morgun. Nú halda keppendur og fylgdarfólk upp í Café Easy þar sem mötuneyti mótsins er starfrækt.
Nánar ...
27.11.2017

NM 2017 1-3. desember

Norðurlandameistaramótið í sundi er haldið í Laugardalslaug dagana 1-3. desember nk. Sundsamband Íslands er framkvæmdaraðili mótsins en mótið fer á milli landa, milli ára, sem eru fullgildir meðlimir í Norræna Sundsambandinu, NSF. Mótið hefst eins og fyrr segir
Nánar ...
21.11.2017

Fréttir af Írisi og Þresti

Þröstur Bjarnason og Íris Ósk Hilmarsdóttir, sundmenn ÍRB, kepptu með háskólanum sínum McKendree University á sterku móti í Indianapolis helgina 17. – 19. nóvember.
Nánar ...
19.11.2017

Íslandsmet hjá Hrafnhildi - Aron og Kristinn á EM

Síðasti dagur ÍM25 í Laugardalslaug var virkilega viðburðaríkur og skemmtilegur. Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti eigið Íslandsmet í 50m bringusundi þegar hún sigraði í úrslitum á tímanum 30,42 sek sem var bæting um 5/100 úr sekúndu á gamla metinu, sem hún setti
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum