Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

07.12.2015

EM farar komnir heim

Þá eru EM fararnir komnir heim heilu og höldnu. Eygló Ósk fer á morgun til USA ásamt Jacky landsliðsþjálfara til að keppa með Evrópuúrvalinu í sundi á móti úrvali USA. Þar hittir Eygló Ósk fyrir Hrafnhildi Lúthersdóttur sem einnig var valin í Evrópuúrvalið. Til stóð að halda Evrópuförunum smámóttöku, en af því varð ekki vegna veðurs. Þess í stað stefnum við að því að hafa góða móttöku á Þorláksmessu þar sem við gerum upp árið 2015, útnefnum sundfólk ársins og farið yfir áætlanir næsta árs. Þá kynnum við Ólympíuhóp SSÍ.
Nánar ...
04.12.2015

Eygló Ósk með önnur bronsverðlaun á EM 25 og nýtt íslandsmet!

Eygló Ósk setti aftur íslandsmet í 200m baksundi, bætti tímann sinn síðan í morgun, hún synti á 2.03.53. Í morgun synti hún á 2.03.96. Hún náði sér aftur í bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Ísrael. Glæsiegur árangur hjá Eygló Ósk. http://www.dailymotion.com/video/x2rpnpu_european-short-course-swimming-championships-netanya-2015_sport
Nánar ...
03.12.2015

Eygló Ósk synti á tímanum 57.42 og varð þriðja !

Eygló Ósk synti til úrslita á EM25 rétt í þessu á tímanum 57.42 á nýju íslandsmeti og varð í þriðja sæti á Evrópumeistarmótinu, Glæsilegur árangur hjá Eygló. Þetta er besti árangur hjá Sundkonu á Evrópumeistaramóti til þessa.
Nánar ...
02.12.2015

Inga Elín 800m skriðsund

Inga Elín synti rétt í þessu 800m skriðsund á tímanum : 8.52.22 Íslandsmetið er 8.38.79 sem Inga Elín setti í Doha í desember 2014.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum