Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur 1 á ÍM50 lokið

22.04.2016

Fyrsta degi á ÍM50 er lokið.  Bryndís Rún Hansen úr Óðni tryggði sér keppnisrétt á EM50 í London í maí í 50m skriðsundi og 100m flugsundi, en hún varð Íslandsmeistari í báðum þessum greinum í dag.  Sunneva Dögg Friðriksdóttir úr ÍRB setti stúlknamet í 
400m skriðsundi á tímanum 4:20.66. Eldra metið átti Eygló Ósk úr Ægi og var það 4:23.24.  Brynjólfur Óli Karlsson úr Breiðabliki náði lágmarki á Norðurlandameistarmót æskunnar sem haldið verður í Finnlandi í sumar. Nú þegar hafa Eygló Ósk, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Anton Sveinn og Bryndís Rún tryggt sér keppnisrétt á EM50 sem hefst í London þ. 16.maí n.k.  Eygló Ósk synti mjög vel 200m baksund og var rétt við íslandsmet sitt.  Þess má geta að Eygló hefur ekkert hvílt sérstaklega fyrir þetta mót og það sama má segja um Hrafnhildi og Anton enda stefna þeirra allra að toppa á EM50 í maí.
Mótið hefst aftur í fyrramálið kl 10:00 og verða úrslitasundin kl 16:30 á morgun. 
Hægt er að fylgjast með beinum úrslitum á : http://www.swimrankings.net/services/CalendarFile/15409/live/index.html

Myndir með frétt

Til baka