Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

02.03.2015

Góður árangur hjá Antoni

Anton Sveinn McKee úr Sundfélaginu Ægi tók þátt í SEC, Southeastern Conference háskóladeildinni í USA sem jafnframt er sterkasta deildin, mótið fór fram dagana 17 til 21 febrúar. Anton synti 500 jarda skriðsund á tímanum 4.14.98 (B- lágmark á NCAA) varð þriðji og bætti sig um rúmar þrjár sek. Hann synti einnig100 jarda bringusund á tímanum 52,67 og hafnaði í fimmta sæti. Í 200 jarda bringu fór hann á tímanum 1.52,92 ( A lámark á NCAA) varð þriðji. Boðsundsveit Alabama í 400 fjór jarda sundi varð SEC meistari á tímanum 3.11,16 nýtt SEC met og skólamet og A lámark fyrir NCAA. Þessi tími er sá hraðasti í Bandaríkjunum í dag. Anton Sveinn synti bringusund í sveitinni og fór á tímanum 51,95. Lokamót NCAA háskólana verður haldið í lok mars
Nánar ...
22.02.2015

Jóhanna Gerða í góðum gír

Jóhanna Gerða Gústafsdóttir sundkona úr Sundfélaginu Ægi var að keppa á sínu síðasta deildarmóti í Bandaríkjunum C-USA Conference um helgina og stóð sig vel. Hér er hún ásamt þjálfurunum sínum en fyrir innan er lengri texti með frekari upplýsingum.
Nánar ...
20.02.2015

Uppfærsla á tölvukerfi - tölvupóstur virkar ekki

Eftir uppfærslu á tölvukerfi hér innanhúss í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal er tölvupóstur ótengdur. Þetta eru póstföngin sundsamband@sundsamband.is , motamal@sundsamband.is og formadur@sundsamband.is Ef mikið liggur við er hægt að ná í formann SSÍ í síma 7706067
Nánar ...
10.02.2015

Lágmörk fyrir Evrópuleikana 2015

Lágmörk hafa verið gefin út fyrir Evrópuleikana sem haldnir eru í Baku í Azerbaijan í júní. Sundið fer fram 23. - 27. júní. Mótið er nýtt á nálinni og hefur LEN ákveðið að fella Evrópumeistaramót Unglinga saman við leikana en þeir eru haldnir á vegum Alþjóða ólympíunefndarinnar.
Nánar ...
05.02.2015

Lágmörk fyrir komandi sundmót

Íslandsmeistaramótið í 50m laug verður haldið helgina 10.-12. apríl í Laugardalslaug. Mótið verður notað sem æfingamót fyrir Smáþjóðaleikana en þeir verða haldnir í Laugardalnum fyrstu vikuna í júní á þessu ári. Aldursflokka- og Unglingameistaramót Íslands verður haldið á Akure
Nánar ...
22.01.2015

Framkvæmdir á skrifstofunni

Vegna framkvæmda á skrifstofunni verður lokað hjá okkur fram yfir helgi. Við opnum aftur mánudaginn 26. janúar. Við verðum þó með símana uppi og svörum tölvupóstum eins fljótt og við getum. Ingibjörg (770-6066) og Emil (659-1300)
Nánar ...
19.01.2015

Fleiri fréttir af Antoni og Hrafnhildi.

Hrafnhildur og Anton syntu til úrslita á Arena Pro móti bandaríska sundsambandsins Í Austin Texas nú um helgina. Hrafnhildur hafnaði í 3. sæti í 200 metra fjórsundi tíminn hennar var 2.15.12 sem er hennar besti tími í fjórsundi. Íslandsmetið á Eygló Ósk en það er 2.14.87.
Nánar ...
18.01.2015

RIG 2015 lokið - 3 mótsmet í dag

Sundkeppnin á Reykjavík International Games (RIG) kláraðist nú seinnipartinn í dag. Sindri Þór Jakobsson, BS/Delfana bætti 6 ára gamalt mótsmet Norðmannsins Alexanders Skeltved í 200m fjórsundi þegar hann kom í bakkann á 2.07,87. Gamla metið var 2.10,40.
Nánar ...
17.01.2015

Tvö mótsmet í dag á RIG

Nú rétt í þessu var þriðja hluta RIG að ljúka og voru þar sett tvö mótsmet. Í 200m baksundi synti Kristinn Þórarinsson á tímanum 2.08,15 og bætti þar sitt eigið met frá því 2012 en það var 2.10,83.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum