Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

10.12.2014

NMU hefst á föstudaginn í Svíþjóð

Tíu keppendur halda í fyrramálið til Väsby í Svíþjóð til þátttöku á Norðurlandameistaramóti Unglinga ásamt Eðvarði Þór Eðvarðssyni og Magnúsi Tryggvasyni sem munu sjá um þjálfun og fararstjórn. Ferðalagið verður þægilegt þar sem dvalarstaður þeirra og sundlaugin
Nánar ...
07.12.2014

Lokadagur HM, Íslandsmet hjá Hrafnhildi og landsmet í boðsundi

Hrafn­hild­ur Lúth­ers­dótt­ir setti nýtt Íslands­met í morgun þegar hún synti 200 metra bringusund á HeM25 í Doha. Hún synti á tím­an­um 2.22,69 mín­út­um og bætti eigið Íslands­met um 1,01 sek­úndu en það var frá því í lok ág­úst á þessu ári þegar hún keppti á sama stað í WorldCup. Hún varð í 17. sæti af 42 kepp­end­um. Daní­el Hann­es Páls­son synti 200 metra flugsund á tím­an­um 2.02,94 mínútum og bætti sig um 0,92­ sekúndur og varð í 41. sæti af 52 kepp­end­um. Davíð Hildi­berg Aðal­steins­son fór svo 200 metra baksund á 2.00,07 mínútum og bætti sig um 2,34­ sekúndur og varð í 33. sæti. Krist­inn Þór­ar­ins­son varð í 40. sæti af 59 kepp­end­um í sama sundi en hann synti á 2.03,17 mín­út­um. Karla­sveit Íslands lauk svo keppni fyrir Ísland á mótinu með því að setja lands­met í 4 x 100 metra fjór­sundi. Sveit­in synti á tím­an­um 3.43,16 mín­út­um og varð í 18. sæti af 23 þjóðum. Sveit­ina skipuðu þeir Davíð Hildi­berg Aðal­steins­son sem fór fyrsta sprett á 54,63 sekúndum (baksund), Krist­inn Þór­ar­ins­son fór annan sprett á 1:03,13 mínútum (bring­u­sund), Daní­el Hann­es Páls­son fór þriðja sprett á 55,03 sekúndum (flugsund) og Kristó­fer Sig­urðsson synti síðasta sprettinn á 50,37 sekúndum (skriðsund). Eins og áður segir var þetta lokagrein íslenska liðsins á Heimsmeistararmótinu í 25 metra laug sem lýkur í dag í Qatar. Árangur okkar fólks var mjög góður ef tekið er mið af Íslandsmetum og bætingum einstaklinga, en ljóst er að við þurfum að taka okkur á ef við ætlum að halda í við þróunina á heimsvísu. Þeir Jacky Pellerin landsliðsþjálfari og Klaus Jürgen-Ohk þjálfari hafa farið fyrir liðinu úti´i Qatar og staðið sig vel.
Nánar ...
06.12.2014

Yfirlit eftir 4. mótsdag á HM25 í Doha

Eygló Ósk Gúst­afs­dótt­ir varð í 27. sæti af 71 sundkonu sem skráðar voru til keppni í 50 metra baksundi. Eygló synti á tím­an­um 27,82 sek­únd­um. Eygló var tæp­um 4/​100 frá Íslands­meti sínu og hálfri sek­únd­u frá því að kom­ast í undanúr­slit­in. Kristó­fer Sig­urðsson keppti í und­an­rás­um í 100 metra skriðsundi þar sem hann endaði í 64. sæti af 162 á tím­an­um 50,93 sek­únd­um. Krist­inn Þór­ar­ins­son keppti í 100 metra fjórsundi og varð í 50. sæti á tím­an­um 56,95 sek­únd­um og Kol­beinn Hrafn­kels­son varð í 53. sæt­inu á 57,26 sek­únd­um og bætti sinn besta ár­ang­ur um 0,71 sek­úndu. 92 keppendur voru skráðir til keppni í 100 fjór. Blönduð sveit Íslands varð í 13. sæti í 4x50 metra skriðsundi. Í ís­lensku sveit­inni, sem synti á tím­an­um á 1.39,24 mín­út­um, voru þau Davíð Hildi­berg Aðal­steins­son, Inga Elín Cryer, Kristó­fer Sig­urðsson og Eygló Ósk Gúst­afs­dótt­ir. 26 sveitir voru skráðar til keppni.
Nánar ...
05.12.2014

Samantekt eftir þriðja dag í Doha

Segja má að stúlkurnar hafi verið í aðalhlutverki á þriðja degi HM-25 í Doha. Hrafnhildur Lúthersdóttir stórbætti Íslandsmetið í 100m. bringusundi synti á 1:06,26mín., varð í 22. sæti af 56 keppendum. Gamla metið var sett í Doha 27. ágúst og var 1:06,78mín. Hrafnhildi vantaði einungis
Nánar ...
05.12.2014

Inga Elín setti Íslandsmet í 400m skriðsundi

Nú rétt í þessu synti Inga Elín Cryer á nýju Íslandsmeti í 400m skriðsundi á HM25 í Doha. Hún fór á tímanum 4:11,61 og er það bæting um tæpar 2 sekúndur á gamla metinu sem hún setti á ÍM25 í nóvember, 4:13,23. Tíminn skilaði henni í 27. sæti af 53 keppendum. Þá syntu þeir Kristófer Sigurðsson og Daníel Hannes Pálsson í 400m skriðsundi. Kristófer synti á 3:53,43 og hafnaði í 52. sæti. í 53. sæti á eftir honum kom svo Daníel á tímanum 3:57,71.
Nánar ...
05.12.2014

Hrafnhildur setti Íslandsmet og Eygló Ósk varð tíunda í morgun.

Eygló Ósk Gústafsdóttir varð 10. í 200m baksundi á HM-25 í sundi, synti á sínum næstbesta tíma 2:04,97mín. (19/100 úr sek frá Íslandsmetinu). Eygló Ósk komst ekki í úrslit þar sem einungis 8 fyrstu komast í úrslit. Árangurinn hinsvegar einn besti árangur Íslendings á stórmótum í 25m. laug. Það þurfti 2:03,95mín til að komast í úrslit þannig að þetta er enn ein greininn sem er gríðar sterk á mótinu. Hrafnhildur Lúthersdóttir stórbætti Íslandsmetið í 100m. bringusundi synti á 1:06,26mín., varð í 22. sæti af 56 keppendum. Gamla metið var sett í Doha 27. ágúst og var 1:06,78mín. Hrafnhildi vantaði einungis 14/100 úr sek. til að komast inn í undanúrslit. Keppnin er greinilega mjög hörð því 3 stúlkur þurfa að synda umsund (swim off) til að ákvarða hver þeirra verði 16. konan í undanúrslitunum. Stúlkurnar syntu allar á 1:06,13mín.
Nánar ...
04.12.2014

Landssveitarmet í 4x50m fjórsundi blönduðum liðum

Íslenska sundfólkið setti landssveitarmet í undanrásum 4x50m. fjórsunds blandaðra liða í morgun. Tíminn var 1:46.56mín., 16. sæti af 26 liðum. Þessir sundmenn syntu: Eyglo Osk GUSTAFSDOTTIR 28.19- Baksund Hrafnhildur LUTHERSDOTTIR 30.28 Bringusund
Nánar ...
04.12.2014

Inga Elín Cryer með Íslandsmet í 800m skriðsundi

Annað Íslandsmetið í Doha þennan morguninn er fallið. Inga Elín Cryer var að setja nýtt Íslandsmet í 800m skriðsundi. Inga Elín synti á 8:38,79mín. og bætti þar með met sitt frá því 2011 (8:41,79mín.) um heilar þrjár sekúndur.
Nánar ...
04.12.2014

Nýtt Íslandsmet hjá Eygló í undanrásum HM25

Eygló Ósk Gústafsdóttir var rétt í þessu að setja nýtt Íslandsmet í 100 metra fjórsundi á HM25 í Doha. Hún synti í undanrásum á tímanum 1.01,55 en gamla metið átti hún sjálf frá Íslandsmeistaramótinu í nóvember sl. en það var 1.01,59.
Nánar ...
03.12.2014

Nýtt Íslandsmet hjá Karlasveit Íslands í 4x100m skriðsundi

Karlasveit Íslands setti í morgun nýtt Landssveitarmet í 4x100m. skriðsundi. Sveitin synti á 3:22,48mín. Sveitin varð í 16 sæti 16 Iceland 3:22.48 Kristofer SIGURDSSON 0.67 24.38 51.21 51.21 Kristinn THORARINSSON 0.22 23.87 50.11 Kolbeinn HRAFNKELSSON 0.03 24.00 51.48 David Hildiberg ADALSTEINSSON 0.16 23.66 49.68
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum