Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

07.03.2015

61. ársþingi Sundsambands Íslands lokið

61. sundþingi var slitið í dag. Þingið var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fyrir þinginu lágu mál sem varða innra starf sundhreyfingarinnar og útbreiðslu. Þingið var starfsamt, ný stefna og afreksstefna var samþykkt, uppfærðar fjárhagsáætlanir fyrir árin 2015 og 2016 og ákvörðun um þáttöku- og þjónustugjöld og fleiri mál voru til umræðu á þinginu og ýmist samþykkt eða send til stjórnar SSÍ til frekari vinnslu. Velta SSÍ síðastliðin tvö ár var 49 milljónir 2013 og 43 milljónir 2014.
Nánar ...
02.03.2015

Góður árangur hjá Antoni

Anton Sveinn McKee úr Sundfélaginu Ægi tók þátt í SEC, Southeastern Conference háskóladeildinni í USA sem jafnframt er sterkasta deildin, mótið fór fram dagana 17 til 21 febrúar. Anton synti 500 jarda skriðsund á tímanum 4.14.98 (B- lágmark á NCAA) varð þriðji og bætti sig um rúmar þrjár sek. Hann synti einnig100 jarda bringusund á tímanum 52,67 og hafnaði í fimmta sæti. Í 200 jarda bringu fór hann á tímanum 1.52,92 ( A lámark á NCAA) varð þriðji. Boðsundsveit Alabama í 400 fjór jarda sundi varð SEC meistari á tímanum 3.11,16 nýtt SEC met og skólamet og A lámark fyrir NCAA. Þessi tími er sá hraðasti í Bandaríkjunum í dag. Anton Sveinn synti bringusund í sveitinni og fór á tímanum 51,95. Lokamót NCAA háskólana verður haldið í lok mars
Nánar ...
22.02.2015

Jóhanna Gerða í góðum gír

Jóhanna Gerða Gústafsdóttir sundkona úr Sundfélaginu Ægi var að keppa á sínu síðasta deildarmóti í Bandaríkjunum C-USA Conference um helgina og stóð sig vel. Hér er hún ásamt þjálfurunum sínum en fyrir innan er lengri texti með frekari upplýsingum.
Nánar ...
20.02.2015

Uppfærsla á tölvukerfi - tölvupóstur virkar ekki

Eftir uppfærslu á tölvukerfi hér innanhúss í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal er tölvupóstur ótengdur. Þetta eru póstföngin sundsamband@sundsamband.is , motamal@sundsamband.is og formadur@sundsamband.is Ef mikið liggur við er hægt að ná í formann SSÍ í síma 7706067
Nánar ...
10.02.2015

Lágmörk fyrir Evrópuleikana 2015

Lágmörk hafa verið gefin út fyrir Evrópuleikana sem haldnir eru í Baku í Azerbaijan í júní. Sundið fer fram 23. - 27. júní. Mótið er nýtt á nálinni og hefur LEN ákveðið að fella Evrópumeistaramót Unglinga saman við leikana en þeir eru haldnir á vegum Alþjóða ólympíunefndarinnar.
Nánar ...
05.02.2015

Lágmörk fyrir komandi sundmót

Íslandsmeistaramótið í 50m laug verður haldið helgina 10.-12. apríl í Laugardalslaug. Mótið verður notað sem æfingamót fyrir Smáþjóðaleikana en þeir verða haldnir í Laugardalnum fyrstu vikuna í júní á þessu ári. Aldursflokka- og Unglingameistaramót Íslands verður haldið á Akure
Nánar ...
22.01.2015

Framkvæmdir á skrifstofunni

Vegna framkvæmda á skrifstofunni verður lokað hjá okkur fram yfir helgi. Við opnum aftur mánudaginn 26. janúar. Við verðum þó með símana uppi og svörum tölvupóstum eins fljótt og við getum. Ingibjörg (770-6066) og Emil (659-1300)
Nánar ...
19.01.2015

Fleiri fréttir af Antoni og Hrafnhildi.

Hrafnhildur og Anton syntu til úrslita á Arena Pro móti bandaríska sundsambandsins Í Austin Texas nú um helgina. Hrafnhildur hafnaði í 3. sæti í 200 metra fjórsundi tíminn hennar var 2.15.12 sem er hennar besti tími í fjórsundi. Íslandsmetið á Eygló Ósk en það er 2.14.87.
Nánar ...
18.01.2015

RIG 2015 lokið - 3 mótsmet í dag

Sundkeppnin á Reykjavík International Games (RIG) kláraðist nú seinnipartinn í dag. Sindri Þór Jakobsson, BS/Delfana bætti 6 ára gamalt mótsmet Norðmannsins Alexanders Skeltved í 200m fjórsundi þegar hann kom í bakkann á 2.07,87. Gamla metið var 2.10,40.
Nánar ...
17.01.2015

Tvö mótsmet í dag á RIG

Nú rétt í þessu var þriðja hluta RIG að ljúka og voru þar sett tvö mótsmet. Í 200m baksundi synti Kristinn Þórarinsson á tímanum 2.08,15 og bætti þar sitt eigið met frá því 2012 en það var 2.10,83.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum