Fréttalisti
Laugarvarðapróf
Sundfélagið Ægir auglýsir eftir þjálfara
Sundfélagið Ægir óskar eftir að ráða sundþjálfara til að starfa með yngri hópum félagsins. Um er að ræða hlutastarf ásamt þátttöku í mótum og hentar starfið einkar vel námsmönnum. Í boði er uppbyggjandi, starf, þjálfarnámskeið og sundvarðanámskeið. Laun eru samkomulagsatriði. Umsóknir sendist á aegir@aegir.is. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Valur Sveinsson, formaður Sundfélagsins Ægis í gegnum póstfangið gvsveinsson@gmail.com
Þjálfaranámskeið 6. september kl 9.
Þjálfaranámskeið á vegum SSÍ verður haldið 6. September n.k. frá kl 09.00- 17.00 í sal hjá ÍSÍ eða í Pálsstofu, fer eftir fjölda.
Þetta námskeið hentar þeim sem vilja mæta á námskeið þar sem farið verður í TIES námsefnið á íslensku, en er einnig í boði fyrir þá sem hafa hug á því að koma á TIES námskeiðið 31. okt – 1. nóv n.k.
Námskeiðið í september er bóklegt og farið yfir grunninn í sundþjálfun.
Námskeiðið í október er bæði bóklegt og verklegt (meira verklegt)þar verður einnig upprifjun úr grunninum og hvernig hægt er að nota fræðin í sundlauginni.
Kostnaður er 10.000kr fyrir námskeiðið í september.
Nánari upplýsingar má finna hér: http://www.sundsamband.is/utbreidsla/thjalfaramenntun-ssi/
Kennari verður Brian Marshalls.
Vinsamlegast sendið inn skráningar til sundsamband@sundsamband.is fyrir fimmtudaginn 4. September.
Tvö met hjá Hrafnhildi í dag
Uppfærð frétt - Tvö met í dag. Hrafnhildur Lúthersdóttir slær ekkert af en nú rétt í þessu synti hún undir Íslandsmetinu í 50m bringusundi í 25m laug þegar hún kom þriðja í mark á tímanum 30,67 í úrslitum í greininni á Heimsbikarnum í Doha í Qatar. Hún synti undanrásir í morgun og fór þar á 31,27 sem skilaði henni í fjórða sætið í úrslitin.
Gamla metið átti hún sjálf frá því 2010 í Dubai, 30,82.
Hún syndir svo 200m bringusund í beinum úrslitum eftir stutta stund og lýkur þar með keppni á mótinu.Marcus Röttger á fundi með stjórn SSÍ
Marcus Röttger frá Myrtha Pools kom á fund stjórnar SSí nú í kvöld og fór yfir mörg nauðsynleg atriði sem þarf að hafa í huga við uppbyggingu aðstöðu fyrir sundíþróttir. Á fundinum voru einnig umboðsmenn Myrtha Pools á Íslandi þeir Ágúst Óskarsson og Heiðar Ágústsson. Einnig voru á fundinum Hildur Karen Aðalsteinsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri SSÍ og Gústaf Adólf Hjaltason úr Mannvirkjanefnd SSÍ.
Það er von stjórnar SSÍ að þessi heimsókn Marcusar verði til setja áætlanir um uppbyggingu sundíþróttaaðstöðu á Íslandi í raunhæft far.Hrafnhildur með Íslandsmet í 100m bringusundi
Það er enginn tími til að taka því rólega hjá Hrafnhildi Lúthersdóttur, SH og Klaus Jurgen-Ohk þjálfara hennar því þau eru mætt til Doha í Qatar á Heimsbikarinn í 25m laug eftir að hafa eytt síðustu dögum í Berlín á EM50. Berlínarferðin heppnaðist gífurlega vel og svo virðist sem það breytist lítið þar sem Hrafnhildur stórbætti eigið Íslandsmet í 100m bringusundi í 25m laug þegar hún synti á tímanum 1:06,88 og hafnaði í þriðja sæti. Gamla metið var 1:07,26 og var sett í Dubai árið 2010.
Nánar um keppnina hérUppbygging sundlauga á Íslandi
Sundsamband Íslands hefur haft forgöngu um að einn af helstu yfimönnum Myrtha pools, Marcus Röttger, komi til Íslands og kynni framleiðslu fyrirtækisins fyrir því lykilfólki sem sér um sundlaugabyggingar á Íslandi. Þannig er hægt að koma umræðu um uppbyggingar á sundíþróttaaðstöðu í farveg, auk þess sem raunhæfur valkostur við uppsteyptar og flísalagðar laugar er kynntur. Við höfum boðað til fimm funda á fjórum stöðum á landinu af þessu tilefni.
1) Miðvikudaginn 27/8 kl. 14:00 Reykjavík (Efstaleiti 7) Allir áhugasamir eru velkomnir.
2) Miðvikudaginn 27/8 kl. 18:15 Reykjavík (Íþróttamiðstöðin í Laugardal) fundur með stjórn SSÍ og mannvirkjanefnd. Allir áhugasamir eru velkomnir.
3) Fimmtudaginn 28/8 kl 13:00 Ísafjörður
4) Föstudaginn 29/8 kl. 9:30 Akureyri (Hofsbót 4) fundað með gestum. Hönnuðum, arkitektum, sundfélagi, kjörnum fulltrúum og bæjarstarfsmönnum boðið á fundinn. Allir áhugasamir velkomnir.
5) Föstudaginn 29/8 kl. 15:00 Akranes
Hér er hlekkur á heimasíðu Myrtha pools.
Vinsamlega kynnið þeim sem áhuga og gagn kynnu að hafa af þessum fundum.
Kristinn og Sunneva luku keppni á YOG
Um helgina luku þau Kristinn Þórarinsson og Sunneva Dögg Friðriksdóttir keppni á Ólympíuleikum Ungmenna í Nanjing í Kína.
Síðasta grein Kristins var 200m baksund og synti hann á 2.07,53 en hann var 6,79 sekúndum á eftir sigurvegara riðilsins.
Sunneva Dögg synti 400m skriðsund og endaði þriðja í sínum riðli á tímanum 4:32,75 en komst ekki í úrslit.
Hrafnhildur kom í mark í áttunda sæti
Hrafnhildur synti rétt í þessu 50m bringusund í úrslitum á tímanum 31.53 og lenti í áttunda sæti.
Þá hafa Þær Ingibjörg Kristín og Hrafnhildur lokið keppni á EM50 2014.
Hrafnhildur mun taka þátt í Heimsbikarmóti í DOHA 27. - 28 ágúst n.k. Ingibjörg mun fara á næstu dögum aftur til Ameríku þar sem hún stundar æfingar og nám.
Hrafnhildur syndir í úrslitum á morgun í 50m bringusundi
Hrafnhildur áttunda inn í undanúrslit í kvöld
Hrafnhildur synti í morgun glæsilegt sund á nýju íslandsmeti 31.21 og varð 8 inn í undanúrslit. Hrafnhildur syndir kl 14.25 á íslenskum tíma.
Ingibjörg Kristín synti 50m skriðsund á tímanum 26.92 í morgun. - Fyrri síða
- 1
- ...
- 120
- 121
- 122
- ...
- 142