4 Íslandsmet og 3 telpnamet á fyrsta degi ÍM25
Uppfært - ÍM25 hófst með hvelli í morgun þegar Karen Mist Arngeirsdóttir úr ÍRB bætti eigið telpnamet í 100m bringusundi en hún synti á 1:12.88. Gamla metið var 1:13,01 frá því í júní á þessu ári. Karen Mist var ekki hætt því hún synti enn hraðar í úrslitum og bætti nokkurra klukkustunda gamalt met um tæpa sekúndu, 1:11,91.






