Tvö met hjá Hrafnhildi í dag
Uppfærð frétt - Tvö met í dag. Hrafnhildur Lúthersdóttir slær ekkert af en nú rétt í þessu synti hún undir Íslandsmetinu í 50m bringusundi í 25m laug þegar hún kom þriðja í mark á tímanum 30,67 í úrslitum í greininni á Heimsbikarnum í Doha í Qatar. Hún synti undanrásir í morgun og fór þar á 31,27 sem skilaði henni í fjórða sætið í úrslitin.
Gamla metið átti hún sjálf frá því 2010 í Dubai, 30,82.
Hún syndir svo 200m bringusund í beinum úrslitum eftir stutta stund og lýkur þar með keppni á mótinu.
.jpg?proc=100x100)



