Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslenska sundfólkið komið til Doha

02.12.2014

Á morgun hefst keppni á Heimsmeistaramótinu í 25m laug í Doha í Qatar. Við Íslendingar eigum þetta árið 8 keppendur á mótinu ásamt þjálfurunum Klaus Jurgen Ohk og Jacky Pellerin. Mótið stendur yfir í 5 daga og hefjast morgunhlutar (undanrásir) kl. 6:30 að íslenskum tíma og kvöldhlutar (undanúrslit og úrslit) kl. 15. FINA bauð einnig tveimur ungum og efnilegum sundmönnum í ungliðaverkefni á meðan á mótinu stendur og koma þau til með að sitja fyrirlestra og vera viðstödd mótið. Þau Sunneva Dögg Friðriksdóttir, ÍRB og Ólafur Sigurðsson, SH fóru fyrir okkar hönd og með þeim Mladen Tepacevic, þjálfari.

Eftirfarandi keppendur synda fyrir Íslands hönd á mótinu:

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson - 100m og 200m baksund

Inga Elín Cryer - 400m og 800m skriðsund

Eygló Ósk Gústafsdóttir - 50m, 100m og 200m baksund, 100m og 200m fjórsund

Kolbeinn Hrafnkelsson - 50m baksund og 100m fjórsund

Hrafnhildur Lúthersdóttir - 50m, 100m, 200m bringusund og 200m fjórsund

Daníel Hannes Pálsson - 400m skriðsund og 200m flugsund

Kristófer Sigurðsson - 100m, 200m og 400m skriðsund

Kristinn Þórarinsson - 50m, 100, 200m baksund, 100m og 200m fjórsund

Heimasíða mótsins

Dagskrá mótshluta og greinar

Til baka