Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur 1 HM25 í Doha

03.12.2014

Hrafn­hild­ur Lúth­ers­dótt­ir náði best­um ár­angri ís­lensku sund­mann­anna á fyrsta keppn­is­degi heims­meist­ara­móts­ins í 25 m laug sem hófst í Doha í Kat­ar í morg­un. Hrafn­hild­ur hafnaði í 19. sæti af 68 kepp­end­um í 50 m bring­u­sundi en sex­tán þeir bestu komust áfram í undanúr­slit.
Hrafn­hild­ur synti á 30,79 sek­únd­um og var aðeins 12/​100 úr sek­únd­um frá eig­in Íslands­meti sem hún setti í ág­ústlok á móti í Doha.

Eygló Ósk Gúst­afs­dótt­ir varð í 23. sæti af 74 kepp­end­um í 100 m baksundi á 59,06 sek­únd­um. Íslands­met henn­ar í grein­inni er 58,58 sek­únd­ur.

Davíð  Hildi­berg Aðal­steins­son varð í 39. sæti af 89 kepp­end­um í 100 m baksundi á 54,04 sek­únd­um sem er bæting. 

Krist­inn Þór­ar­ins­son kom 45. í mark í sömu grein á 54,68 sek­únd­um, (15/100 frá besta tíma sínum)

Kristó­fer Sig­urðsson kom í mark í 200 m skriðsundi á 1.50,04 mín­út­um og hafnaði í 53. sæti af 100 sund­mönn­um. 

Til baka