Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslandsmet í 4x50m skriðsundi í blönduðum flokki

16.11.2014

Fimmta og næstsíðasta hluta á ÍM25 var að ljúka í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Eitt met var slegið en það var í 4x50m skriðsundsboðsundi í blönduðum flokki. Þar var að verki A sveit Íþróttabandalags Reykjavíkur sem synti á 1:38,63 og bættu þau þar með gamalt með A sveitar SH frá því í fyrra, 1:39,78. Sveit SH synti að vísu undir metinu líka, 1:38,63 en þar sem sveit ÍBR var þegar komin í mark dugði það skammt.

Sveit ÍBR skipuðu þau Alexander Jóhannesson, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Kristinn Þórarinsson og Inga Elín Cryer.

Sjötti og síðasti hluti hefst svo kl. 16 og miðað við hvernig mótið hefur gengið megum við alveg búast við fleiri íslenskum metum. 

Sýnt verður beint frá úrslitunum á SportTV.

Til baka