Dagskrá AMÍ
Hér fyrir innan er hægt að komast að dagskrá AMÍ 2013
Hér fyrir innan er hægt að komast að dagskrá AMÍ 2013
Sækýrnar náðu yfir til Frakklands í gærkvöldi. Gott hjá þessum dugmiklu konum sem eru:
Kristbjörg Rán Valgarðsdóttir,Kristín Helgadóttir Komplett, Anna Guðrún Jónsdóttir,Birna Hrönn, Ragnheiður Valgarðsdóttir og Sigrún Þ Geirsdóttir.
Sækýrnar lögðu af stað yfir Ermarsund fyrir um það bil klukkustund í blíðskaparveðri og lygnum sjó. Með því að fara hér innfyrir er hægt að finna tengil á Facebooksíðu þeirra sjá fleiri myndir og fylgjast með hvernig þeim gengur sundið
Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og forseti FIBA Europe, Ólafur Eðvarð Rafnsson, er látinn, fimmtugur að aldri. Ólafur varð bráðkvaddur í Sviss nú fyrr í dag þar sem hann sótti fund í miðstjórn FIBA World , Alþjóða Körfuknattleikssambandsins. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Ólafur starfaði sem lögmaður og rak eigin lögmannsstofu í Hafnarfirði.
Ólafur Eðvarð Rafnsson var formaður Körfuknattleikssambands Íslands frá árinu 1996 til 2006 en það ár var hann kosinn forseti ÍSÍ. Ólafur var kjörinn forseti FIBA Europe árið 2010. Hann tók í lok síðasta mánaðar við stöðu forseta framkvæmdastjórnar Smáþjóðaleikanna. Ólafur stundaði sjálfur körfuknattleik um árabil með Haukum og lék m.a. með landsliði Íslands.
Íþróttahreyfingin harmar fráfall góðs félaga og öflugs foringja og vottar fjölskyldu Ólafs sína dýpstu samúð.
Unglingameistaramóti Íslands er lokið. Úrslit er að finna undir UMÍ hér til hliðar á síðunni. Í lok mótsins voru krýndir Unglingameistarar í hvorum aldursflokki fyrir sig.