Íslandsmótið í Víðavatnssundi 2013
Securitasmótið, sem er jafnframt Íslandsmót í víðavatnssundi verður haldið fimmtudaginn 18. júlí nk. klukkan 17:00. Hið íslenska kaldavatnsfélag er framkvæmdaraðili mótsins fyrir hönd Sundsambands Íslands.
Securitasmótið, sem er jafnframt Íslandsmót í víðavatnssundi verður haldið fimmtudaginn 18. júlí nk. klukkan 17:00. Hið íslenska kaldavatnsfélag er framkvæmdaraðili mótsins fyrir hönd Sundsambands Íslands.
Á morgun verður sameiginleg landsliðsæfing fyrir alla sem taka þátt í NÆM á Íslandi, EMU í Póllandi, EYOF í Hollandi og HM50 á Spáni.
Æfingin fer fram í Laugardalslaug og hefst kl. 09:00.
Hér fyrir innan er að finna mánaðarlega skýrslu frá Paolo Barelli forseta LEN.
Útför Ólafs E. Rafnssonar forseta ÍSÍ fór fram í dag. Athöfnin var látlaus og falleg og Hallgrímskirkja var fullsetin. Fulltrúar sérsambanda ÍSÍ stóðu heiðursvörð fyrir utan kirkjuna þegar kista Ólafs var borin út, en á Ásvöllum þar sem erfidrykkjan var haldin stóðu karla- og kvennalið Hauka í körfubolta heiðursvörð þegar gestir komu að. Það var vel viðeigandi svo stórt var framlag Ólafs í gegnum tíðina.
Ólafur Rafnsson var mikill leiðtogi, lét sig skipta gengi íþróttahreyfingarinnar, fylgdist með íþróttafólki í keppni og setti sig vel inn í aðstæður keppenda. Hann lét sig varða aðbúnað og aðstöðu þess fólks sem starfar að íþróttamálum á Íslandi, hvort sem um var að ræða dómara og annað starfsfólk í keppni, þjálfara, stjórnarfólks eða sjálfboðaliða í hinum ýmsum störfum fyrir félög, deildir og íþróttagreinar. Hann var hreinskiptinn og fastur fyrir í samskiptum, sanngjarn og rökvís í samræðum og heill samvinnu sinni á hinum ýmsu sviðum íþróttahreyfingarinnar.
Það er því með söknuði og virðingu sem við kveðjum okkar góða leiðtoga Ólaf Eðvarð Rafnsson, sem reyndist sundíþróttinni góður haukur í horni og frábær fulltrúi Íslands út á við. Sundhreyfingin sendir fjölskyldu Ólafs samúðarkveðjur.
Þá er AMÍ 2013 á Akureyri lokið. ÍRB vann stórsigur í keppninni og fékk 1016 stig. Hér fyrir innan er að finna ýmsar upplýsingar um úrslit og niðurstöður mótsins. Myndin er tekin af heimasíðu yfirþjálfara ÍRB Anthony Kattan.
Þá er næstsíðasta mótshluta AMÍ á Akureyri lokið. ÍRB leiðir ennþá með töluverðum mun. Stigastöðu eftir 44 grein má sjá hér fyrir innan.
Nú er þriðja mótshluta lokið á AMÍ og staða efstu liða nokkuð óbreytt. Í upphafi fjórða mótshluta verður öllum þátttakendum á mótinu 12 ára og yngri veitt sérstök þátttöku verðlaun.
Stigastaða félaga eftir 30 greinar var eftirfarandi:
1. sæti ÍRB 552 stig
2. sæti Sf Ægir 316 stig
3. sæti SH 207 stig
4. sæti Sf Óðinn 200 stig
5. sæti Sd Breiðabliks 144 stig
6. sæti Sd Fjölnis 110 stig
7. sæti Sd KR 107 stig
8. sæti Sf Akraness 81 stig
9. sæti Afturelding 57 stig
10 sæti Sd Ármanns 17 stig
11. sæti ÍBV 16 stig
12. sæti Sd Stjörnunnar 14 stig
13. sæti Sf Rán 5 stig
14. sæti Sd UMFB 2 stig
15 sæti Sd Hamars 1 stig
Önnur félög hafa ekki hlotið stig.
Þá er fyrsta degi á AMÍ á Akureyri lokið. 20 greinar hafa verið syntar í aldursflokkunum stúlkur og piltar 15 ára, telpur og drengir 13-14 ára, meyjar og sveinar 11-12 ára og hnátur og hnokkar 10 ára og yngri.
Því verður ekki á móti mælt að Íþróttabandalag Reykjanesbæjar leiði stigakeppni félaga á afgerandi hátt. Liðið hefur áunnið sér 380 stig eftir 20 greinar, 189 stigum fleiri en Sundfélagið Ægir sem er í öðru sæti með 191 stig. Það má segja að mesta spennan sé um þriðja sætið en þar berjast Sundfélag Hafnarfjarðar og Sundfélagið Óðinn um sætið. Í lok dagsins var SH með 158 stig í þriðja sæti en Óðinn með 156 stig í fjórða. Liðin höfðu skipst á sætum nokkrum sinnum yfir daginn.
Veðrið á Akureyri var ágætt í síðari keppnishlutanum en það rigndi töluvert á okkur í morgun.
Aldursflokkameistaramót Íslands, AMÍ, var sett á Akureyri í kvöld af formanni SSÍ Herði J. Oddfríðarsyni. Setningin fór fram í Sundlaug Akureyrar eftir að liðin höfðu gengið fylktu liði frá Brekkuskóla yfir í laug. Hörður bað þátttakendur að minnast með sér Ólafs Rafnssonar forseta ÍSÍ sem lést 19. júní sl., með einnar mínútu þögn. Eftir það upphófust venjubundin köll keppenda í upphafi AMÍ, hvar sólin er ákölluð en ský rekin á brott. Keppni hefst svo í fyrramálið, en mótið er í sex hlutum, tveir á dag fram á sunnudagskvöld. Við munum reyna að setja hér inn fréttir af mótinu jafnóðum.
Hér fyrir innan er hægt að komast að dagskrá AMÍ 2013