Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

15.06.2014

Staðan fyrir lokadaginn á AMÍ - Telpnamet í gærkvöldi

Nú er að hefjast fimmti og næstsíðasti hluti á AMÍ 2014. Krakkarnir fengu litla hvíld milli hluta í gær en stóðu sig engu að síður ótrúlega vel á lengstu hlutum mótsins. Helst ber að nefna telpnamet sveitar ÍRB er þær bættu fjögurra ára gamalt met í 4x50m fjórsundi. Gamla metið, sem einnig var í eigu ÍRB, var 2.06,89 en þær Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Gunnhildur Björg Baldursdóttir og Stefanía Sigurþórsdóttir syntu á 2.06,59.
Nánar ...
14.06.2014

Telpnamet og stigastaða eftir 3. hluta AMÍ

Nú rétt í þessu lauk þriðja hluta AMÍ 2014 og er mótið því hálfnað. Eitt met féll í morgun en telpnasveit ÍRB bætti eigið met frá því í fyrra og syntu á tímanum 4.30,42. Gamla metið var frá því á ÍM25 í nóvember í fyrra og var 4.35,61. Sveitina í dag skipuðu þær Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Gunnhildur Björg Baldursdóttir og Stefanía Sigurþórsdóttir.
Nánar ...
14.06.2014

AMÍ: Stigastaðan eftir dag eitt

Þriðji hluti Aldursflokkameistaramótsins í sundi hófst nú rétt í þessu hér í Reykjanesbæ. Í gær voru syntar fyrstu 20 greinarnar en hér að neðan má sjá stigastöðu eftir gærdaginn. ÍRB 410 Ægir 187
Nánar ...
13.06.2014

Hrafnhildur með Íslandsmet - Leiðrétt

Nú rétt í þessu setti Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH Íslandsmet í 100m bringusundi þegar hún bætti eigið met þegar hún synti á tímanum 1.08,57 á 51. "Seven Hill" mótinu í Róm. Leiðrétt: Gamla metið var 1.08,62 sem hún setti á ÍM50 í apríl. Vel gert hjá Hrafnhildi sem á eftir að synda 50m og 200m bringusund á næstu dögum og verður spennandi að fylgjast með hvort hún bæti sig enn frekar.
Nánar ...
11.06.2014

AMÍ 2014 - Skrúðganga kl. 20 á fimmtudag

Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi, AMÍ, hefst næsta föstudagsmorgun í Vatnaveröld í Reykjanesbæ og eru sundmenn yngri kynslóðarinnar nú að leggja lokahönd á æfingar fyrir mótið. AMÍ 2014 er stigamót félagsliða og þegar mótinu lýkur á sunnudaginn verður stigahæsta liðið krýnt Aldursflokkameistari Íslands á lokahófi í Stapanum í Reykjanesbæ. Einnig verða veitt verðlaun fyrir stigahæstu keppendur í flokkum piltna, stúlkna, drengja, telpna, sveina og meyja.
Nánar ...
28.05.2014

Örítil breyting á UMÍ

Stjórn SSÍ samþykkti á fundi sínum 21. maí sl að drengir og telpur (13-14 ára) sem keppa á AMÍ hafi jafnframt keppnisrétt á UMÍ.
Nánar ...
24.05.2014

Lillan Madsen virtur fyrirlesari í Danmörku

Hér á landi er kona frá Kaupmannahafnarháskóla, sem hefur sérhæft sig í kennslu og þjálfun sundfólks og þjálfara unanfarin 30 ár og er með miklar hugmyndir um bætta kennslu og kennsluaðferðir. Hún verður með smá sýnikennslu á börnum og kannski fullorðnum líka (megið taka sundföt með)og spjalla létt um þessi hugarefni sín sem fjalla mest um jafnvægi í vatni, öndun og mikilvægi réttrar öndunarkennslu ofl. Ofl. Þetta er áætlað í Breiðagerði laug og skóla þriðjudaginn 27. Maí nk. kl. 14:00 – 15:30 ca. Kíkið á auglýsinguna í viðhenginu. Þetta verður örugglega áhugaverður tími.
Nánar ...
18.05.2014

Ægirngar Íslandsmeistarar 2014

Ægiringar unnu í dag síðasta leikinn í úrslitum Íslandsmótsins í Sundknattleik. Liðið hafði unnið fyrri leikina tvo einnig og hafði því tryggt sér titilinn strax í gær. Þorleifur Gunnlaugsson varaborgarfulltrúi og fyrsti maður á lista Dögunnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar afhenti liðinu sigurlaunin.
Nánar ...
17.05.2014

Sundknattleikur, úrslitakeppni og kennsla

Í dag fór fram annar leikur í úrslitakeppninni Íslandsmótsins í sundknattleik. Liðin tvö sem æfa og keppa á Íslandi, Ægir og SH hafa spilað nokkra leiki í vetur og SH varð bikarmeistari fyrr á tímabilinu. Leikurinn í dag fór 8-7 fyrir Ægi í spennandi og jöfnum leik. Fyrsti leikurinn í gærkvöldi fór 6-3 fyrir Ægi. Þriðji leikurinn verður síðan spilaður á morgun kl. 14:30. Allir leikirnir fara fram í Laugardalslaug. Þá var í dag strax að loknum leik fræðsla fyrir þá sem hafa áhuga á sundknattleik. Til landsins komu þrír verulega reyndir dómarar frá Bretlandi og þau stóðu fyrir þéttum og góðum fræðslufundi.
Nánar ...
16.05.2014

Íslandsmót í Sundknattleik og dómaranámskeið 16.- 18 maí Íslandsmeistarmót í Sundknattleik fer fram um helgina í Laugardalslaug.

Íslandsmeistarmót í Sundknattleik fer fram um helgina í Laugardalslaug. Fyrsti leikur fer fram föstudagskvöldið 16.maí kl 20.30. Á laugardag og sunnudag hefjast leikirnir kl 14.30. KL 16.00 á laugardaginn verða tveir erlendir dómarar með dómarnámskeið í Sundknattleik í Pálsstofu í Laugardalslaug. Sýnt verður beint á sport tv.
Nánar ...
10.05.2014

Ísland tekur við forsæti í Norræna sundsambandinu (NSF)

Hörður J. Oddfríðarson, formaður SSÍ, tók í dag við forsæti í Norræna sundsambandinu. Embættið fylgir formennsku í SSÍ og Ísland mun vera í forsæti til ársins 2018. Hörður hefur verið í stjórn NSF frá árinu 2005. Megin markmið NSF er að styrkja og byggja upp sundíþróttir meðal þátttökuríkjanna, auka samvinnu þeirra og vera í forystu gagnvart örðu alþjóðlegu starfi í sundíþróttum.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum