Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

19.12.2014

Sundfólk ársins - Afhending silfurmerkja

Í samræmi við samþykktir SSÍ um val á sundfólki ársins er ljóst að Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sundfélaginu Ægi, er sundkona ársins 2014 og Anton Sveinn McKee, einnig Sundfélaginu Ægi, er sundmaður ársins 2014. Eftirfarandi viðmið gilda fyrir valið:
Nánar ...
14.12.2014

Harpa setti telpnamet í 400m skriðsundi

Harpa Ingþórsdóttir, SH, setti telpnamet þegar hún kom í mark í 400m skriðsundi á NMU nú seinni partinn. Gamla metið átti hún sjálf frá því á ÍM25 í nóvember síðastliðnum en það var 4:24,08. Harpa synti á 4:21,52 og bætti því metið um 2,56 sekúndur.
Nánar ...
14.12.2014

Baldvin náði í silfur í 200m flugsundi á NMU

Nú rétt í þessu lauk Norðurlandameistaramótinu í Vasby í Svíþjóð. Í úrslitahlutanum áttum við Íslendingar 6 sundmenn í einstaklingsgreinum og sveitir í öllum boðsundum. Íris Ósk Hilmarsdóttir hafnaði sjötta í 200m baksundi á tímanum 2:23,59. Karen Mist Arngeirsdóttir stakk sér næst í 200m bringusundi og endaði í sjöunda sæti á tímanum 2:42,12. Harpa Ingþórsdóttir náði fjórða sæti í 400m skriðsundi með tímann
Nánar ...
14.12.2014

Flottur morgun að baki á NMU.

6 Íslendingar synda ì úrslitum sem synd verða kl. 15:30 að íslenskum tíma. Harpa Ingþórsdóttir synti 400m. skriðsund á 4:26,08 mín. og er 3. inn í úrslit. Eydís Ósk Kolbeinsdóttir synti 400m. skriðund á 4:28,13mín. og er 5. inn í úrslit. Baldvin Sigmarsson synti 200m. flugsund 2:07,73mín. og er 4. inn í úrslit. Baldvin Sigmarsson synti 200m. bringusund 2:22,06mín. og varð 6. en syndir ekki í úrslitum. Íris Ósk Hilmarsdóttir synti 200m. baksund á 2:23,57min. og varð 7. inn í úrslit. Karen Mist Arngeirsdóttir synti 200m. bringusund á 2:45,72min. og varð 8. inn í úrslit. Hafþór Jón Sigurðsson synti 400m. skriðsund á 4:07,50min. og varð í 11. sæti, bæting 1,29sek. Hafþór Jón syndir í úrslitum í dag, þar sem einungis tveir sundmenn frá hverri þjóð synda í úrslitum. Bryndís Bolladóttir synti 50m. skriðsund á 27,18sek. og varð í 16. sæti í opnum flokki 14-18ára, en Bryndís er á yngsta ári. Katarína Róbertsdóttir synti 200m. baksund á 2:27,81min. og varð í 10. sæti. Þröstur Bjarnason synti 400m. skriðsund á 4:08,05min. og varð í 13. sæti. Arnór Stefánsson synti 400m. skriðsund á 4:09,57min. og varð í 14. sæti. Eftir hádegi verða líka synt boðsund 4*100m. fjórsund karla og kvenna og 8*50m. skriðsund blönduð sveit.
Nánar ...
13.12.2014

Eydís Ósk með brons í 400 fjór

4. hluta lauk nú síðdegis á NMU í Svíþjóð og eignuðumst við okkar fyrsta verðlaunahafa þetta árið. Eydís Ósk Kolbeinsdóttir synti 400m. fjórsund á 5:00,29 mín. og varð í 3. sæti og bætti sig um 0,88sek. Bryndís Bolladóttir synti 100m. skriðsund á 58,03sek. og varð í 6. sæti. Íris Ósk Hilmarsdóttir gerði ógilt í 400m. fjórsundi. Baldvin Sigmarsson synti 400m. fjórsund 4:36,73mín. og hafnaði í. 8. sæti.
Nánar ...
13.12.2014

3. hluta NMU lokið , úrslit í kvöld

Þriðji hluti NMU var í morgun og eigum við nokkra í úrslitum seinna í dag. Eydís Ósk Kolbeinsdóttir synti 400m.fjórsund á 5:05,14mín. og er 2. inn í úrslit. Bryndís Bolladóttir synti 100m skriðsund á 58,04sek. og varð 5. inn í úrslit. Íris Ósk Hilmarsdóttir synti 400m fjórsund á 5:13,85min. og varð 7. inn í úrslit. Baldvin Sigmarsson synti 400m fjórsund 4:35,00mín. og er 8. inn í úrslit. Harpa Ingþórsdóttir synti 100m skriðsund á 1:00,36mín. og varð í 13. sæti. Karen Mist Arngeirsdóttir synti 50m bringusund á 34,69sek.,varð í 13.sæti. Arnór Stefánsson synti 100m skriðsund á 54,66sek. og varð 15. Íris Ósk Hilmarsdóttir synti 50m baksund á 31,54sek. og varð í 15. sæti. Þröstur Bjarnason synti 400m fjórsund á 4:43,87min. og varð 12. Úrslit hefjast kl. 16:00 að íslenskum tíma.
Nánar ...
12.12.2014

2. hluta lokið á NMU

Fyrsti úrslitahluti af þremur á NMU í Svíþjóð fór fram nú síðdegis. Karen Mist Arngeirsdóttir stakk sér fyrst Íslendinga í úrslitasund í 100m bringusundi. Þar hafnaði hún í 7. sæti á tímanum 1:15,00. Baldvin Sigmarsson var næstur í 100m bringusundi og hafnaði í 8. sæti á tímanum 1:05,62.
Nánar ...
12.12.2014

NMU hófst í morgun

NMU hófst í morgun í Vasby í Svíþjóð. Undanrásir fóru fram í morgun og þessi komust í úrslit sem synt verða seinna í dag: Harpa Inþórsdóttir í 200m. skriðsundi 2:07,47mín. bæting 0,98sek. Karen Mist Arngeirsdóttir 100m.bringusund 1:15,23mín. Baldvin Sigmarsson 100m. bringusund 1:06,01mín. bæting 0,89sek.
Nánar ...
10.12.2014

NMU hefst á föstudaginn í Svíþjóð

Tíu keppendur halda í fyrramálið til Väsby í Svíþjóð til þátttöku á Norðurlandameistaramóti Unglinga ásamt Eðvarði Þór Eðvarðssyni og Magnúsi Tryggvasyni sem munu sjá um þjálfun og fararstjórn. Ferðalagið verður þægilegt þar sem dvalarstaður þeirra og sundlaugin
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum