Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

30.03.2015

Eygló Ósk fyrst íslendinga til að tryggja sér farseðil á ÓL 2016

Eygló Ósk Gústafsdóttir sundkona úr Sundfélaginu Ægi synti 200 metra baksund, fyrr í dag undir lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Brasilíu 2016. Um leið setti hún Norðurlandamet og Íslandsmet í greininni. Tími Eyglóar Óskar er 2:09,86, lágmarkið inn á ÓL er 2:10,60 og gamla Íslandsmetið átti Eygló Ósk sjálf en það var 2:10,34 sett fyrir ári síðan í Danmörku. Gamla Norðurlandametið var 2:10,27. Með þessum árangri er Egló Ósk þriðja hraðasta evrópukonan og 5 hraðasta konan í heiminum í 200 metra baksundi. Eygló Ósk er að keppa á Opna danska meistaramótinu og er í feikna stuði. Við hlökkum til að sjá hana keppa á ÍM50 sem verður í Laugardalslaug 10.-12. apríl 2015.
Nánar ...
29.03.2015

Fleiri fréttir af Antoni

Ant­on Sveinn McKee synti í A úr­slit­um í 200 jarda bringu á NCAA mót­inu í gær­kvöldi. Þar keppti hann við hröðustu sund­menn USA, hafnaði í sjötta sæti á tím­an­um 1.52,97 mín­út­um en tími hans í und­ar­rás­um var 1.51,97 mín. Hann hlaut silf­ur­verðlaun í 200 jarda fjór­sundi deg­in­um áður er boðsundsveit Ala­bama náði þeim glæsi­lega ár­angri að hafna í öðru sæti og bættu þeir tím­an sinn frá und­an­rás­um um eina sek­úndu og settu nýtt skóla­met. Sveit Ala­bama endaði í tí­unda sæti og bættu sig um tvo sæti frá fyrra ári.
Nánar ...
28.03.2015

Anton á pall á NCAA

Anton Sveinn og félagar hans í boðsundsveit Alabama höfnuðu í þriðja sæti í 4x100 yarda fjórsundi á NCAA sem fram fór á fimmtudaginn. NCAA er lokamót háskólanna í Bandaríkjunum sem fer fram í Iowa City dagana 26. – 28. mars. Anton synti bringusundið í boðsundinu á 52.37. Anton er annar Íslendingurinn sem kemst á pall á NCAA mótinu, en Ragnheiður Runólfsdóttir náði því einnig þegar hún var við nám í Alabama. Anton Sveinn synti einnig 500 jarda skriðsund á tímanum 4.16,47 og endaði í 17. sæti einu sæti frá B úrslitum. Á föstudag syndir hann 100 jarda bringusund og laugardag 200 jarda bringusund
Nánar ...
16.03.2015

Hrafnhildur með Íslandsmet

Hrafnhildur Lúthersdóttir sigraði á föstudagskvöld í 100 metra bringu á Speedo sectionals í Florida. http://www.teamunify.com/TabGeneric.jsp?_tabid_=105809&team=fgcspst). Hún synti á 1.08.15 sem er nýtt íslandsmet. Metið átti hún sjálf 1.08.19 frá Berlín 2014 http://www.teamunify.com/fgcspst/UserFiles/Image/sectionals%20friday%20finals%20results.pdf Þetta telst góður tími snemma árs og er sá 16 besti í heiminum sem af er á þessu sundári sjá heimslista FINA http://www.fina.org/H2O/index.php?option=com_wrapper&view=wrapper&Itemid=805
Nánar ...
10.03.2015

Dómaranámskeið

Dómaranámskeið verður haldið 19. mars í Pálsstofu í laugardalslaug kl 18.00. Verkleg kennsla verður á Actavis móti SH, 21. – 22. Mars í Ásvallalaug. Endilega sendið skráningar á : jon.hjaltason@vegagerdin.is
Nánar ...
07.03.2015

61. ársþingi Sundsambands Íslands lokið

61. sundþingi var slitið í dag. Þingið var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fyrir þinginu lágu mál sem varða innra starf sundhreyfingarinnar og útbreiðslu. Þingið var starfsamt, ný stefna og afreksstefna var samþykkt, uppfærðar fjárhagsáætlanir fyrir árin 2015 og 2016 og ákvörðun um þáttöku- og þjónustugjöld og fleiri mál voru til umræðu á þinginu og ýmist samþykkt eða send til stjórnar SSÍ til frekari vinnslu. Velta SSÍ síðastliðin tvö ár var 49 milljónir 2013 og 43 milljónir 2014.
Nánar ...
02.03.2015

Góður árangur hjá Antoni

Anton Sveinn McKee úr Sundfélaginu Ægi tók þátt í SEC, Southeastern Conference háskóladeildinni í USA sem jafnframt er sterkasta deildin, mótið fór fram dagana 17 til 21 febrúar. Anton synti 500 jarda skriðsund á tímanum 4.14.98 (B- lágmark á NCAA) varð þriðji og bætti sig um rúmar þrjár sek. Hann synti einnig100 jarda bringusund á tímanum 52,67 og hafnaði í fimmta sæti. Í 200 jarda bringu fór hann á tímanum 1.52,92 ( A lámark á NCAA) varð þriðji. Boðsundsveit Alabama í 400 fjór jarda sundi varð SEC meistari á tímanum 3.11,16 nýtt SEC met og skólamet og A lámark fyrir NCAA. Þessi tími er sá hraðasti í Bandaríkjunum í dag. Anton Sveinn synti bringusund í sveitinni og fór á tímanum 51,95. Lokamót NCAA háskólana verður haldið í lok mars
Nánar ...
22.02.2015

Jóhanna Gerða í góðum gír

Jóhanna Gerða Gústafsdóttir sundkona úr Sundfélaginu Ægi var að keppa á sínu síðasta deildarmóti í Bandaríkjunum C-USA Conference um helgina og stóð sig vel. Hér er hún ásamt þjálfurunum sínum en fyrir innan er lengri texti með frekari upplýsingum.
Nánar ...
20.02.2015

Uppfærsla á tölvukerfi - tölvupóstur virkar ekki

Eftir uppfærslu á tölvukerfi hér innanhúss í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal er tölvupóstur ótengdur. Þetta eru póstföngin sundsamband@sundsamband.is , motamal@sundsamband.is og formadur@sundsamband.is Ef mikið liggur við er hægt að ná í formann SSÍ í síma 7706067
Nánar ...
10.02.2015

Lágmörk fyrir Evrópuleikana 2015

Lágmörk hafa verið gefin út fyrir Evrópuleikana sem haldnir eru í Baku í Azerbaijan í júní. Sundið fer fram 23. - 27. júní. Mótið er nýtt á nálinni og hefur LEN ákveðið að fella Evrópumeistaramót Unglinga saman við leikana en þeir eru haldnir á vegum Alþjóða ólympíunefndarinnar.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum