Inga Elín 800m skriðsund
Inga Elín synti rétt í þessu 800m skriðsund á tímanum : 8.52.22
Íslandsmetið er 8.38.79 sem Inga Elín setti í Doha í desember 2014.
Inga Elín synti rétt í þessu 800m skriðsund á tímanum : 8.52.22
Íslandsmetið er 8.38.79 sem Inga Elín setti í Doha í desember 2014.
Eygló Ósk áttunda inn í undan- úrslit í dag á EM25 í Ísrael. Eygló synti rétt í þessu 100m baksund á 58.82 en íslandsmet hennar er 58.40 sett í nóv 2015. Undanúrslitin fara fram kl 16.16 í dag.
Nú bíðum við spennt eftir Ingu Elínu en hún syndir núna kl 9.11 800m skriðsund.
Sundfélag Hafnarfjarðar varð í gær tvöfaldur bikarmeistari í sundi þegar bæði karla- og kvennalið þeirra sigruðu í Bikarkeppni SSÍ.
Synt var í tveimur deildum og þremur mótshlutum fyrir hvora deild. Hvert lið má senda 2 sundmenn í hverja grein og má hver sundmaður keppa í
Bikarkeppni SSÍ hófst í gær. Keppt er í tveimur deildum bæði í kvenna- og karladeildum.
Þriðja og síðasta degi Íslandsmeistaramótsins í 25m laug lauk nú síðdegis í Ásvallalaug. Við fengum áframhaldandi metaregn en 3 Íslandsmet voru slegið, 1 jafnað og 3 aldursflokkamet í dag.
Í morgun setti blönduð sveit Breiðabliks
Brynjólfur Óli Karlsson úr Breiðabliki setti tvö drengjamet í 50m baksundi í gær, fyrst í undanrásum þegar hann synti á 27,38sek og bætti þar eigið met sem hann setti á Extramóti SH fyrir 3 vikum um 22 hundraðshluta úr sekúndu. Í úrslitum bætti hann sig svo enn frekar og synti á 27,21sek og er það nú gildandi drengjamet í greininni.
Mínútuþögn var í upphafi fyrri mótshluta dagsins á ÍM til að minnast þeirra sem létust og hinna sem eiga um sárt að binda.
Öðrum hluta Íslandsmeistaramótsins í 25m laug var rétt í þessu að ljúka. 4 Íslandsmet voru sett í dag og fengum við að sjá mörg hörkuspennandi úrslitasund.
Í morgunhlutanum var synt
M25 fór af stað í morgun kl. 10 í Ásvallalaug. 136 keppendur eru skráðir til leiks í ár. Úrslitin voru rétt í þessu að klárast og er rétt að segja frá því að Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH er búin að bæta 2 Íslandsmet í dag. Það fyrra
Á vormánuðum var planað að SSÍ ásamt sundfólki færi austur á land til að halda fræðslu og skemmtihelgi. Veðurguðirnir voru okkur ekki hliðhollir þá og skelltu í ágætt óveður þegar planað var að fara. Í framhaldi var ákveðið að bíða fram á haustið með förina. Í byrjun október var svo blásið til farar. Að þessu sinni fóru Ingi Þór Ágústson og Ingibjörg Kristinsdóttir fyrir hönd fræðslunefndar, Ólafur Baldursson fyrir hönd dómaranefndar og sundmennirnir Karen Sif Vilhjálmsdóttir og Kristinn Þórarinsson. Verkefnið var unnið í samvinnu við skrifstofu ÚÍA og félög á Austurlandi. Dagurinn var í alla staði frábær, Kristinn og Karen Sif voru með landæfingu og spjall við sundmennina á meðan Ingibjörg og Ingi Þór fóru með þjálfara og aðra fullorðna í smá spjall um uppbyggingu sundárs, hvað það þýðir að vera sundforeldri og annað sem nauðsynlegt er að vita þegar starfað er innan sundhreyfingarinnar. Ingi Þór var svo með létta sundæfingu með krökkunum og fór yfir nokkur tækniatriði. Eftir hádegi var svo skellt í sundmót þar sem allir fengu að keppa og hafa gaman. Krakkarnir stóðu sig með stakri prýði og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni. Það er alveg ljóst að mikil gróska er í sundi á Austurlandi því 9 manns tóku þátt í dómaranámskeiði sem haldið var i tengslum við ferðina auk allra þeirra sem komu og tóku þátt sem foreldrar, þjálfarar og sundmenn. Ólafur Baldursson sá um dómaranámskeiðið og fengu dómaranemar verklega kennslu á mótinu.
Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir hafa verið valdar í úrvalslið Evrópu í sundi.