Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

07.12.2014

Lokadagur HM, Íslandsmet hjá Hrafnhildi og landsmet í boðsundi

Hrafn­hild­ur Lúth­ers­dótt­ir setti nýtt Íslands­met í morgun þegar hún synti 200 metra bringusund á HeM25 í Doha. Hún synti á tím­an­um 2.22,69 mín­út­um og bætti eigið Íslands­met um 1,01 sek­úndu en það var frá því í lok ág­úst á þessu ári þegar hún keppti á sama stað í WorldCup. Hún varð í 17. sæti af 42 kepp­end­um. Daní­el Hann­es Páls­son synti 200 metra flugsund á tím­an­um 2.02,94 mínútum og bætti sig um 0,92­ sekúndur og varð í 41. sæti af 52 kepp­end­um. Davíð Hildi­berg Aðal­steins­son fór svo 200 metra baksund á 2.00,07 mínútum og bætti sig um 2,34­ sekúndur og varð í 33. sæti. Krist­inn Þór­ar­ins­son varð í 40. sæti af 59 kepp­end­um í sama sundi en hann synti á 2.03,17 mín­út­um. Karla­sveit Íslands lauk svo keppni fyrir Ísland á mótinu með því að setja lands­met í 4 x 100 metra fjór­sundi. Sveit­in synti á tím­an­um 3.43,16 mín­út­um og varð í 18. sæti af 23 þjóðum. Sveit­ina skipuðu þeir Davíð Hildi­berg Aðal­steins­son sem fór fyrsta sprett á 54,63 sekúndum (baksund), Krist­inn Þór­ar­ins­son fór annan sprett á 1:03,13 mínútum (bring­u­sund), Daní­el Hann­es Páls­son fór þriðja sprett á 55,03 sekúndum (flugsund) og Kristó­fer Sig­urðsson synti síðasta sprettinn á 50,37 sekúndum (skriðsund). Eins og áður segir var þetta lokagrein íslenska liðsins á Heimsmeistararmótinu í 25 metra laug sem lýkur í dag í Qatar. Árangur okkar fólks var mjög góður ef tekið er mið af Íslandsmetum og bætingum einstaklinga, en ljóst er að við þurfum að taka okkur á ef við ætlum að halda í við þróunina á heimsvísu. Þeir Jacky Pellerin landsliðsþjálfari og Klaus Jürgen-Ohk þjálfari hafa farið fyrir liðinu úti´i Qatar og staðið sig vel.
Nánar ...
06.12.2014

Yfirlit eftir 4. mótsdag á HM25 í Doha

Eygló Ósk Gúst­afs­dótt­ir varð í 27. sæti af 71 sundkonu sem skráðar voru til keppni í 50 metra baksundi. Eygló synti á tím­an­um 27,82 sek­únd­um. Eygló var tæp­um 4/​100 frá Íslands­meti sínu og hálfri sek­únd­u frá því að kom­ast í undanúr­slit­in. Kristó­fer Sig­urðsson keppti í und­an­rás­um í 100 metra skriðsundi þar sem hann endaði í 64. sæti af 162 á tím­an­um 50,93 sek­únd­um. Krist­inn Þór­ar­ins­son keppti í 100 metra fjórsundi og varð í 50. sæti á tím­an­um 56,95 sek­únd­um og Kol­beinn Hrafn­kels­son varð í 53. sæt­inu á 57,26 sek­únd­um og bætti sinn besta ár­ang­ur um 0,71 sek­úndu. 92 keppendur voru skráðir til keppni í 100 fjór. Blönduð sveit Íslands varð í 13. sæti í 4x50 metra skriðsundi. Í ís­lensku sveit­inni, sem synti á tím­an­um á 1.39,24 mín­út­um, voru þau Davíð Hildi­berg Aðal­steins­son, Inga Elín Cryer, Kristó­fer Sig­urðsson og Eygló Ósk Gúst­afs­dótt­ir. 26 sveitir voru skráðar til keppni.
Nánar ...
05.12.2014

Samantekt eftir þriðja dag í Doha

Segja má að stúlkurnar hafi verið í aðalhlutverki á þriðja degi HM-25 í Doha. Hrafnhildur Lúthersdóttir stórbætti Íslandsmetið í 100m. bringusundi synti á 1:06,26mín., varð í 22. sæti af 56 keppendum. Gamla metið var sett í Doha 27. ágúst og var 1:06,78mín. Hrafnhildi vantaði einungis
Nánar ...
05.12.2014

Inga Elín setti Íslandsmet í 400m skriðsundi

Nú rétt í þessu synti Inga Elín Cryer á nýju Íslandsmeti í 400m skriðsundi á HM25 í Doha. Hún fór á tímanum 4:11,61 og er það bæting um tæpar 2 sekúndur á gamla metinu sem hún setti á ÍM25 í nóvember, 4:13,23. Tíminn skilaði henni í 27. sæti af 53 keppendum. Þá syntu þeir Kristófer Sigurðsson og Daníel Hannes Pálsson í 400m skriðsundi. Kristófer synti á 3:53,43 og hafnaði í 52. sæti. í 53. sæti á eftir honum kom svo Daníel á tímanum 3:57,71.
Nánar ...
05.12.2014

Hrafnhildur setti Íslandsmet og Eygló Ósk varð tíunda í morgun.

Eygló Ósk Gústafsdóttir varð 10. í 200m baksundi á HM-25 í sundi, synti á sínum næstbesta tíma 2:04,97mín. (19/100 úr sek frá Íslandsmetinu). Eygló Ósk komst ekki í úrslit þar sem einungis 8 fyrstu komast í úrslit. Árangurinn hinsvegar einn besti árangur Íslendings á stórmótum í 25m. laug. Það þurfti 2:03,95mín til að komast í úrslit þannig að þetta er enn ein greininn sem er gríðar sterk á mótinu. Hrafnhildur Lúthersdóttir stórbætti Íslandsmetið í 100m. bringusundi synti á 1:06,26mín., varð í 22. sæti af 56 keppendum. Gamla metið var sett í Doha 27. ágúst og var 1:06,78mín. Hrafnhildi vantaði einungis 14/100 úr sek. til að komast inn í undanúrslit. Keppnin er greinilega mjög hörð því 3 stúlkur þurfa að synda umsund (swim off) til að ákvarða hver þeirra verði 16. konan í undanúrslitunum. Stúlkurnar syntu allar á 1:06,13mín.
Nánar ...
04.12.2014

Landssveitarmet í 4x50m fjórsundi blönduðum liðum

Íslenska sundfólkið setti landssveitarmet í undanrásum 4x50m. fjórsunds blandaðra liða í morgun. Tíminn var 1:46.56mín., 16. sæti af 26 liðum. Þessir sundmenn syntu: Eyglo Osk GUSTAFSDOTTIR 28.19- Baksund Hrafnhildur LUTHERSDOTTIR 30.28 Bringusund
Nánar ...
04.12.2014

Inga Elín Cryer með Íslandsmet í 800m skriðsundi

Annað Íslandsmetið í Doha þennan morguninn er fallið. Inga Elín Cryer var að setja nýtt Íslandsmet í 800m skriðsundi. Inga Elín synti á 8:38,79mín. og bætti þar með met sitt frá því 2011 (8:41,79mín.) um heilar þrjár sekúndur.
Nánar ...
04.12.2014

Nýtt Íslandsmet hjá Eygló í undanrásum HM25

Eygló Ósk Gústafsdóttir var rétt í þessu að setja nýtt Íslandsmet í 100 metra fjórsundi á HM25 í Doha. Hún synti í undanrásum á tímanum 1.01,55 en gamla metið átti hún sjálf frá Íslandsmeistaramótinu í nóvember sl. en það var 1.01,59.
Nánar ...
03.12.2014

Nýtt Íslandsmet hjá Karlasveit Íslands í 4x100m skriðsundi

Karlasveit Íslands setti í morgun nýtt Landssveitarmet í 4x100m. skriðsundi. Sveitin synti á 3:22,48mín. Sveitin varð í 16 sæti 16 Iceland 3:22.48 Kristofer SIGURDSSON 0.67 24.38 51.21 51.21 Kristinn THORARINSSON 0.22 23.87 50.11 Kolbeinn HRAFNKELSSON 0.03 24.00 51.48 David Hildiberg ADALSTEINSSON 0.16 23.66 49.68
Nánar ...
03.12.2014

Dagur 1 HM25 í Doha

Hrafn­hild­ur Lúth­ers­dótt­ir náði best­um ár­angri ís­lensku sund­mann­anna á fyrsta keppn­is­degi heims­meist­ara­móts­ins í 25 m laug sem hófst í Doha í Kat­ar í morg­un. Hrafn­hild­ur hafnaði í 19. sæti af 68 kepp­end­um í 50 m bring­u­sundi en sex­tán þeir bestu komust áfram í undanúr­slit. Hrafn­hild­ur synti á 30,79 sek­únd­um og var aðeins 12/​100 úr sek­únd­um frá eig­in Íslands­meti sem hún setti í ág­ústlok á móti í Doha.
Nánar ...
02.12.2014

Íslenska sundfólkið komið til Doha

Á morgun hefst keppni á Heimsmeistaramótinu í 25m laug í Doha í Qatar. Við Íslendingar eigum þetta árið 8 keppendur á mótinu ásamt þjálfurunum Klaus Jurgen Ohk og Jacky Pellerin. Mótið stendur yfir í 5 daga og hefjast morgunhlutar (undanrásir) kl. 6:30 að íslenskum tíma og kvöldhlutar (undanúrslit og úrslit) kl. 15. FINA bauð einnig tveimur
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum