Eygló Ósk áttunda best í heiminum í dag í 200m baksundi
Eygló synti nú rétt í þessu til úrslita í 200m baksundi á tímanum 2.09.53 og endaði í 8 sæti .
Frábær árangur hjá Eygló Ósk.
Hún mun synda í boðsundi á morgun í 4x 100m fjórsundi.
Eygló synti nú rétt í þessu til úrslita í 200m baksundi á tímanum 2.09.53 og endaði í 8 sæti .
Frábær árangur hjá Eygló Ósk.
Hún mun synda í boðsundi á morgun í 4x 100m fjórsundi.
Hrafnhildur heldur áfram að gera frábæra hluti á HM50!
Hrafnhildur var rétt í þessu að synda 50m bringusund á tímanum 30.90 nýtt Íslandsmet og er 12 inn í undanúrslit í dag. Spennandi dagur framundan , Eygló í úrslitum í 200m baksundi og Hrafnhildur í undanúrslitum í 50m bringusundi.
Bryndís Rún var rétt í þessu að synda 50m skriðsund á HM50 í Kazan hún synti á 00.26.33 og varð í 50 sæti af 113 keppendum. íslandsmetið á Sarah Blake Bateman 00.25.24.
A- lágmarkið á ÓL 2016 er 00.25.28.
Bryndís eftir að keppa í 4x100m fjórsundi á morgun sem verður afar spennandi.
Eygló Ósk synti rétt í þessu 200m baksund í undanúrslitum á HM50 í Kazan á tímanum 2.09.04, sem er nýtt íslands og norðurlandamet, bæting síðan í morgun! Þá synti hún á 2.09.16. Eygló er sjöunda inn í úrslit sem verða seinnipartinn á morgun. Frábær árangur hjá Eygló sem er önnur íslenska sundkonan sem kemst í úrslit á Heimsmeistraramóti. Spennan heldur áfram!
Eygló Ósk synti nú rétt í þessu 200m baksund á nýju íslands og norðurlandameti 2.09.16 gamla metið setti hún á Íslandsmeistaramótinu í apríl, 2.09.36. Eygló er fjórða inn í undanúrslit ásamt Dariu K Ustinova frá Rússlandi en þær syntu á nákvæmlega sama tíma. Undanúrslitin fara fram kl 14.49 í dag.
Enn einn spennandi dagur framundan í Kazan
Bryndís Rún synti nú í morgun á HM50 í Kazan 50m flugsund á tímanum 26.79 á nýju íslandsmeti. Gamla metið átti hún sjálf 26.92 sem hún setti á Íslandsmeistaramótinu í apríl. Bryndís varð númer 21 af 64 keppendum, það munaði ekki miklu að hún kæmist í undanúrslit en 16 sætið synti á tímanum 26.49, flottur árangur hjá Bryndísi. Bryndís syndir aftur á morgun 50m skriðsund.
Hrafnhildur synti á 2.25.11 í umsundinu á móti Jinglin Shi frá Kína og beið lægri hlut og komst því ekki í úrslita sundið á morgun. Jinglin synti á 2.23.75
Engu að síður glæsilegur árangur hjá Hrafnhildi sem á eftir að synda 50m bringusund á laugardaginn og 4x100m fjórsund á sunnudaginn.
Anton Sveinn Mckee synti nú í undanúrslitum 200m bringusund á tímanum 2.10.79 og varð númer 13, fyrstu átta komast í úrslit. Flottur árangur hjá Antoni.
Hann sett Íslandsmet í morgun 2.10.21. Anton er nú þegar komin með A-lágmörk fyrir ÓL 2016 í 100m og 200m bringusundi.
Hrafnhildur synti nú rétt í þessu 200m bringusund í undanúrslitum á HM50 í Kazan.
Hún synti á nýju íslandsmeti 2.23.06. Það urðu tvær jafnar í 7 sæti og þarf því Hrafnhildur að synda aftur eftir síðustu grein í kvöld ca kl 16.38 á ísl tíma, til að skera úr um hver fær áttunda sætið inn í úrslit. Hún syndir á móti Jinglin Shi frá Kína.
Anton Sveinn Mckee var rétt í þessu að synda 200m bringusund á nýju íslandsmeti á tímanum 2.10.21. Hann átti sjálfur gamla metið 2.10.72. Anton er númer 10 inn í undanúrslit í dag.
A- Ól lágmarkið er 2.11.66, Anton er því komin með A-lágmark í 100m og 200m bringusundi.
Spennandi dagur framundan hjá íslenska liðinu, tveir í undanúrslitum í dag.
Hrafnhildur var rétt í þessu að setja íslandsmet enn og aftur, hún synti 200m bringusund á tímanum 2.23.54 og er þriðja inn í undanúrslit í dag ! Hún átti sjálf íslandsmetið 2.25.39 sett á Smáþjóðaleikunum í júní. Hún hefur þegar náð A- lágmarki fyrir ÓL2016
Bryndís Rún Hansen var rétt í þessu að ljúka við sína fyrstu grein á Heimsmeistaramóti í sundi, hún synti á 56.87 og endaði í 45 sæti af 90 keppendum, besti tími hennar er 55.98 sem hún synti á Smáþjóðaleikunum í júní.
Íslandsmetið í greininni er 55.66 og það á Ragnheiður Ragnarsdóttir.