Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

05.08.2015

Eygló Ósk synti á 28.75 í 50m baksundi

Eygló Ósk synti nú í morgun 50m baksund á tímanum 28.75, íslandsmetið á hún sjálf 28.61. Eygló varð í 23 sæti. Fínt sund hjá Eygló, en þess má geta að sú sem náði 16 sætinu sem er síðasta sætið inn í undanúrslit synti á 28.52.
Nánar ...
03.08.2015

Hrafnhildur með nýtt íslandsmet og sjötta inn í undanúrslit í dag.

Hrafnhildur var rétt í þessu að setja íslandsmet í 100m bringusundi og er sjötta inn í undanúrslit í dag. Hrafnhildur synti á 1.06.87 en gamla metið var 1.08.07, mikil bæting. Hrafnhildur syndir eins og Eygló Ósk í undanúrslitum í dag. Það verður gaman að fylgjast með þeim! Frábær árangur hjá þeim stúlkum í dag.
Nánar ...
02.08.2015

Anton með lágmark til Ríó 2016 og íslandmet í morgun

Anton Sveinn Mckee setti íslandsmet á HM50 í Kazan á tímanum 1.00.53, gamla metið átti Jakob Jóhann Sveinsson 1.01.32. Með sundinu náði Anton A-lágmarki á Ólympíuleikana í Ríó 2016! Þar með hafa þrír sundmenn náð A-lágmarki á Ólympíuleikana. Jóhanna Gerða synti einnig í morgun 100m flugsund á tímanum 1.02.43 og endaði í 43 sæti. Hrafnhildur Lúthersdóttir synti 200m fjórsund á tímanum 2.14.12, og endaði í 20 sæti. Keppni heldur áfram á morgun.
Nánar ...
01.08.2015

Fréttir frá Kazan, keppni hefst á morgun.

Lífið leikur við okkur hérna í Kazan, æfingar ganga vel og allir eru nokkuð góðir, fyrir utan kannski einstaka moskítóbit. Fyrsti keppnisdagurinn er á morgun og ég er ekki frá því að það séu komin fiðrildi í magann á keppendum og þjálfurum! Á morgun keppa Jóhanna Gerða í 100m flugsundi, Hrafnhildur í 200m fjórsundi og Anton í 100m bringusundi - svo morgundagurinn ætti að verða góður Bestu kveðjur, Unnur Sædís
Nánar ...
30.07.2015

Fréttir frá Kazan

Þá er liðið okkar orðið fullskipað, Hrafnhildur kom á þriðjudaginn frá Eistlandi þar sem hún var í æfingabúðum með skólanum sínum. Það sem meira er þá kom taskan mín líka Það verður að segjast eins og er að Rússarnir hafa hingað til staðið sig með mikilli prýði í kringum þetta heimsmeistaramót, maturinn er til fyrirmyndar, við höfum um 4 mismunandi laugar að velja til að æfa í, keppnislaugin er mjög flott en hún er reyndar lítið opin núna þar sem synchronized swimming er enn í gangi. Allir sjálfboðaliðarnir eru tilbúnir að hjálpa þó þeir tali misjafnlega góða ensku - en það er viðleitnin sem skiptir máli. Svo við erum hamingjusöm í þorpinu okkar! Fyrir utan þetta þá er veðrið dásamlegt - sólin og hitinn fara vel í okkur 😎 Nú eru 3 daga í fyrsta keppnisdag, svo spennan magnast! Kveðja, Unnur Sædís sjúkraþjálfari
Nánar ...
29.07.2015

Íslandsmótinu í Víðavatnssundi 2015 lokið

Íslandsmótið í Víðavatnssundi fór fram í Nauthólfsvík í dag en mótið er samstarfsverkefni Sundsambands Íslands, Securitas og Hins Íslenska Kaldavatnsfélags. Rúmlega 50 keppendur tóku þátt í ár en þetta er í sjöunda skiptið sem mótið er haldið.
Nánar ...
29.07.2015

Dagur 3 í Tbilisi

Þá hefur íslenska sundfólkið lokið 3. keppnisdeginum. Stefanía synti 800 m. skriðsund og var töluvert frá sínum best árangri. Undirbúningur hefur gengið vel hjá henni og upphituninn lofaði góðu. Hún synti sundið mjög jafnt en það var töluvert hægar en hún ætlaði sér. Allt þetta fer í reynslubankann hjá þessu unga og efnilega sundfólki okkar. Ólafur synti 400 m. skriðsund í dag og var 2 sek. frá sínum besta árangri. Þetta sund var betra en fyrra sundið hans og hann hlakkar til að takast á við 1500 m. á föstudaginn. Ólafur hvílir á morgun en Stefanía tekst á við 400 m. skriðsund. Við sendum sólríkar og sjóðandi kveðjur héðan frá Georgiu
Nánar ...
28.07.2015

Annar keppnisdagur í Tbilisi

Þá hefur íslenska sundfólkið lokið 3. keppnisdeginum. Stefanía synti 800 m. skriðsund og var töluvert frá sínum best árangri. Undirbúningur hefur gengið vel hjá henni og upphituninn lofaði góðu. Hún synti sundið mjög jafnt en það var töluvert hægar en hún ætlaði sér. Allt þetta fer í reynslubankann hjá þessu unga og efnilega sundfólki okkar. Ólafur synti 400 m. skriðsund í dag og var 2 sek. frá sínum besta árangri. Þetta sund var betra en fyrra sundið hans og hann hlakkar til að takast á við 1500 m. á föstudaginn. Ólafur hvílir á morgun en Stefanía tekst á við 400 m. skriðsund. Við sendum sólríkar og sjóðandi kveðjur héðan frá Georgiu
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum