Eygló Ósk Íþróttamaður ársins
Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi var í kvöld valin Íþróttamaður ársins 2015. Önnur sundkona, Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH varð í þriðja sæti í valinu. Þetta er söguleg niðurstaða úr kjöri íþróttafréttamanna.
Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi var í kvöld valin Íþróttamaður ársins 2015. Önnur sundkona, Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH varð í þriðja sæti í valinu. Þetta er söguleg niðurstaða úr kjöri íþróttafréttamanna.
Í kvöld halda ÍSÍ og Samtök íþróttafréttamanna hóf í Hörpu þar sem Íþróttamaður ársins 2015 verður útnefndur. Tvær sundkonur eru á topp tíu lista Samtaka íþróttafréttamanna í ár, en það eru þær Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi og Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH.
Á hófinu í kvöld verða íþróttamenn sérsambanda innan ÍSÍ einnig heiðruð en sundfólk ársins eru þau Anton Sveinn Mckee og Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Íþróttafólk Ungmennafélags Njarðvíkur 2015 var valið í í gær og það voru þau Logi Gunnarsson og Sunneva Dögg Friðriksdóttir sem voru valin. Athöfnin fór fram í sal félagsins í Íþróttamiðstöð Njarðvikur í gær.
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH var í kvöld valin Íþróttakona Hafnarfjarðar árið 2015. Við sama tækifæri var Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili valinn Íþróttakarl Hafnarfjarðar
Í gær voru Stefanía Sigurþórsdóttir og Kristófer Sigurðsson útnefnt sundfólk Keflavíkur. Kristófer var síðan útnefndur íþróttakarl Keflavíkur og Ástrós Brynjarsdóttir úr taekwondodeildinni varð íþróttakona Keflavíkur.
Stjórn og starfsfólk Sundsambands Íslands óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla
Ólympíuleikar, Ermarsund, Íslandsmeistarar, Evrópa, sjósund, sundknattleikur og 200 metra sund íslensku þjóðarinnar.
Eygló Ósk Gústafsdóttir var í kvöld útnefnd Íþróttakona Reykjavíkur og Júlían Jóhann Karl Jóhannsson var við sama tækifæri útnefndur Íþróttakarl Reykjavíkur. Hér fyrir innan er frétt sem birtist á vef Reykjavíkur.
Í samræmi við samþykkt stjórnar SSÍ 9. desember 2015 og fyrri samþykktir SSÍ um val á sundfólki ársins er ljóst að Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sundfélaginu Ægi, er sundkona ársins 2015 og Anton Sveinn Mckee, Sundfélaginu Ægi, er sundmaður ársins 2015.
Eftirfarandi viðmið gilda fyrir valið:
FINA stig úr bestu grein sundfólksins úr báðum brautarlengdum voru vegin saman
Árangur sundfólksins á Íslandsmeistaramótum í báðum brautarlengdum var metinn miðað við úrslit greina
Íslandsmet og Norðurlandamet í báðum brautarlengdum voru metin
Staðsetning á heimslista í 13. desember 2015 í báðum brautarlengdum var vegin saman
Þátttaka í landsliðsverkefnum var metinn
Árangur í landsliðsverkefnum var metinn
Ólympíulágmörk sundfólksins
Ástundun sundfólksins var metin
Íþróttamannsleg framganga sundfólksins var metin
Langa brautin gildir 67% og stutta brautin 33% í mati á sundfólkinu
Sundkona ársins 2015 er Eygló Ósk Gústafsdóttir
Eygló Ósk Gústafsdóttir er 20 ára í Sundfélaginu Ægi. Hún hefur stundað nám í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og nýtur A-styrks Afrekssjóðs ÍSÍ.
Eygló Ósk hefur sýnt framfarir það sem af er ári, hún hefur 3x sett Íslands- og 3x Norðurlandamet á síðustu 6 mánuðum.
Hún komst í úrslit á HM50 í Kazan 2015, en árangur Íslendinga á því móti var einn sá besti í sögunni. Eygló Ósk setti Íslandsmet í sínum greinum í báðum brautarlengdum, Norðurlandamet í löngu brautinni og vann til tveggja bronsverðlauna á EM25 nú í desember.
Eygló Ósk hefur þegar tryggt sér A- lágmark á ÓL 2016 í 100 og 200m baksundi.
Eygló Ósk æfir hér á Íslandi undir stjórn Jacky Pellerin og er reglusöm og dugleg þegar kemur að æfingum, fylgir leiðsögn og mætir vel. Hún er kappsöm og lætur sjaldan utanaðkomandi truflun hafa áhrif á sig. Hún hefur þroskast mjög mikið sem afreksíþróttakona á síðustu fjórum eða frá því hún bjó sig undir þátttöku á ÓL 2012 og gætir vel að sér í samskiptum við aðra, hvort sem er samherja eða móherja.
Valið milli þeirra Eyglóar Óskar og Hrafnhildar Lúthersdóttur úr SH var erfitt að þessu sinni því báðar sundkonurnar stóðu sig afburðavel á árinu 2015. Það sem stendur uppúr og réð úrslitum eru Norðurlandamet Eyglóar á fyrri hluta ársins þegar hún fyrst sundfólksins náði Ólympíulágmarkinu og svo verðlaunin sem hún vann á EM25 í desember. Að öðru leyti stóðu þessar sundkonur nokkuð jafnfætis í valinu að þessu sinni. Þær tóku til að mynda báðar þátt í HM50 í Kazan, bættu þar árangur sinn og íslenskra sundkvenna, komust í úrslitariðla og sýndu að þær eru komnar í fremstu röð sundkvenna í heiminum.
Sundmaður ársins 2015 er Anton Sveinn Mckee
Anton Sveinn Mckee er 22 ára sundmaður í Sundfélaginu Ægi. Hann stundar nú nám í The University of Alabama í Bandaríkjunum og er á styrk þar vegna sundiðkunnar. Hann nýtur A- styrks Afrekssjóðs ÍSÍ. Hann lagði áherslu á langsund, svo sem 800 og 1500 metra skriðsund og svo 400 metra fjórsund áður en hann hóf nám í Bandaríkjunum. Þar breytti hann örlítið til og hóf að búa sig undir keppni í bringusundi og tók þar við keflinu af Jakobi Jóhanni Sveinssyni.
Anton Sveinn stóð sig vel á HM50 og komst í undanúrslit, setti 2 Íslandsmet í 100m og 200m bringusundi og komst 1 sinni í undanúrslit og endaði í 13.sæti í 200m. bringusundi.
Hann er sem stendur númer 24 á Heimslista í 200m bringusundi og númer 35 í 100m bringusundi.
Anton Sveinn er búinn að tryggja sér A- lágmark á ÓL 2016 í 100m og 200m bringusundi.
Anton Sveinn tók þátt í Smáþjóðaleikum á Íslandi 2015 og stóð sig afarvel. Hann er duglegur og metnaðarfullur, hvort sem er á æfingum eða í keppni og er mjög annt um að ná árangri í íþrótt sinni.
Boðsundsveit Íslands í 4x100m fjórsundi
Boðsundssveitin okkar stendur vel að vígi fyrir komandi ár og bindum við miklar vonir við sundkonurnar sem þar eiga möguleika á sæti.
Sem stendur er kvennasveitin í 12. sæti á Evrópulista og í 18. sæti á Heimslista.
Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildi Lúthersdóttir eiga öruggt sæti í sveitinni en að auki koma þrjár sundkonur til greina í sveitina. Þær eru Bryndís Rún Hansen Sundfélaginu Óðni, en hún er við æfingar í Tyrklandi og í góðu samstarfi við Jacky Pellerin landsliðsþjálfara, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir úr Ægi og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH. Tvær síðarnefndu æfa sem stendur í Bandaríkjunum. Þær koma heim til Íslands til að taka þátt í Íslandsmeistarmótinu í 50m laug í apríl 2016. Síðasta tækifæri sveitarinnar til að ná sæti á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 er á Evrópumeistaramótinu í London sem verður í maí næstkomandi. Við vonumst auðvitað eftir því að þær nái sætinu þar.
Í kvöld lauk Norðurlandameistarmótinu í sundi sem haldið var í Bergen. Fjórir sundmenn syntu til úrslita í síðasta hlutanum.
Kristinn Þórarinsson Fjölni varð 6. í 200m baksundi í eldriflokki, synti á 2:02,54mín.
Sunneva Dögg Friðriksdóttir ÍRB varð 6. í 400m. skriðsundi í unglinaflokki, synti á 4:19,96mín.
Brynjólfur Óli Karlsson Breiðabliki varð 8. í 200m. baksundi í yngriflokki, synti á 2:06,88mín.
Katarína Róbertsdóttir SH varð 8. í 200m. baksundii á 2:20,25mín.
Hrafnhildur Lúthersdóttir var rétt í þessu að synda á nýju íslandsmeti á Duel in the pool með Evrópuúrvalinu. Hrafnhildur synti á tímanum 1.05.92 en gamla metið átti hún sjálf 1.06.12, sem hún setti í nóvember s.l Hrafnhildur varð sjötta í sundinu.