Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fræðslu- og kynninganefnd SSÍ

Eftirfarandi aðilar skipa nefndina:

 • Ingibjörg Kristinsdóttir, formaður
 • Magnús Már Jakobsson
 • Dýrleif Skjóldal
 • Finnbjörn Aðalheiðarson
 • Salóme Rut Harðardóttir
 • Bjarney Guðbjörnsdóttir fulltrúi stjórnar

Netfang: fraedslunefndssi@gmail.com

FRÆÐSLUNEFND SSÍ

Almennt um störf og starfshætti nefnda SSÍ

Allar nefndir eru skipaðar af stjórn SSÍ og þær starfa á ábyrgð stjórnar og stjórn skipar einnig formann nefndar sérstaklega, nema Íþróttamannanefndin er kosin sérstaklega af sundfólki. A.m.k. einn stjórnarmaður eða starfsmaður SSÍ er í hverri nefnd sem fulltrúi stjórnar. Fulltrúi stjórnar getur fylgt málum frá nefnd eftir á stjórnarfundi og einnig að bera upplýsingar frá stjórn til nefndar eftir því sem við á. Fulltrúar stjórnar geta verið fleiri en einn, ef t.a.m. málefni skarast eða eru mjög viðamikil. Hlutverk nefnda er að halda utan um afmarkaða þætti í starfssemi SSÍ og hafa faglega umsjón með þeim þáttum fyrir hönd stjórnar. Ákvarðanir nefnda eru tillögur til stjórnar sem þarf að samþykkja þar til þess að þær öðlist gildi. Það er í flestum tilfellum gert með staðfestingu á fundargerð nefndarinnar, en stundum með sérstakri samþykkt í stjórn. Nefndir SSÍ hafa ekki sjálfstæðan fjárhag og öll útgjöld verður að bera undir framkvæmdastjóra SSÍ áður en til þeirra er stofnað. Allar nefndir eiga að skila fundargerð til stjórnar SSÍ.

Leiðbeiningar um færslu fundargerða nefnda SSÍ.

a) Bóka efni máls

b) Bóka niðurstöðu máls

c) Bóka ef einhver nefndarmaður fær verkefni til að leysa

d) Umræður alla jafnan ekki bókaðar

e) Ef nefnd þarf af einhverjum ástæðum að koma frekari upplýsingum til stjórnar SSÍ, er hægt að senda fylgiblað með sem ekki verður birt, eða fulltrúi stjórnar í nefndinni fylgir málinu eftir á stjórnarfundi.

Stjórn SSÍ skipar nýja fulltrúa í nefndir í stað þeirra sem forfallast eða hætta störfum á starfstímabilinu. Stjórn SSÍ skilgreinir hlutverk, starfssvið og umboð starfsnefnda með sérstakri samþykkt stjórnar SSÍ á hverjum tíma. Nefndir SSÍ vinna á ábyrgð stjórnar á hverjum tíma og eru skipaðar af stjórn SSÍ á fyrsta reglulega fundi hennar eftir sundþing.

 

Hlutverk og verkefni Fræðslunefndar

 

er annast fræðslu starfsmanna, iðkenda og aðstandenda þeirra varðandi þjálfun, árangur og uppbyggingu. Nefndinni er heimilt að semja við aðra aðila um framkvæmd þessara verkefna með samþykki stjórnar SSÍ. Þá er hlutverk nefndarinnar að vera stjórn SSÍ og þeim sem eru að byggja eða endurbæta sundíþróttasvæði til ráðuneytis og aðstoðar. Einnig á nefndin að hafa frumkvæði að athugun á laugum sem þegar eru í notkun til æfinga og keppni í sundíþróttum og kanna hvernig búnaður og umgjörð lauganna er. Nefndin fylgist með kröfum LEN og FINA um útbúnað keppnislauga og kemur þeim upplýsingum á framfæri við stjórn SSÍ og rekstraraðila sundlauga.

Einnig er hlutverk Fræðslu- og kynningarnefndar SSÍ er að afla fjár í tengslum við markaðssetningu sundíþróttarinnar í samvinnu við stjórn SSÍ. Einnig að efla umfjöllun um sund og þekkingu almennings á sundi. Nefndin skal hlúa að samskiptum SSÍ og samstarfsaðila, efla innra starf sundhreyfingarinnar og fyrirbyggja brottfall. Jafnframt skal nefndin skipuleggja atburði sem fanga athygli almennings og fjölmiðla.

Verkefni nefndarinnar eru í hnotskurn:

 • að hafa forgöngu um skipulagningu námskeiða fyrir sundþjálfara.
 • að taka saman fræðslu- og kynningarefni fyrir sundfólk, þjálfara, stjórnir/starfsmenn sundfélaga og foreldra yngri sundmanna.
 • að koma fræðsluefni á framfæri við sundfólk m.a. með því að gefa sundfólki upp tilvísanir í annað efni innlent og erlent t.d. í gagnabönkum eða á vefnum.
 • að safna og miðla upplýsingum um kröfur LEN og FINA um útbúnað lauga.
 • að kanna og reglubundið og gefa SSÍ skýrslu um ástand og notkun æfinga- og keppnislauga á Íslandi.
 • að halda „Sunddaginn mikla“ í samvinnu við Almennings- og skólasundnefnd.
 • að standa að fjáröflun s.s. með sunddegi, útgáfumálum, útsendingum.
 • að útbúa kynningarefni og hafa umsjón með birtingu auglýsinga og kynningarefnis samstarfsaðila.
 • að afla nýrra samstarfsaðila til fjáröflunar.
 • að virkja afreksfólk úr sundhreyfingunni til að lágmarka brottfall yngri sundmanna.

Nefndin skal koma reglulega saman. Nefndin sendir stjórn SSÍ fundargerðir um fundi sína og í lok árs skilar nefndin skýrslu um starf sitt til stjórnar SSÍ.