Beint á efnisyfirlit síðunnar

TIES undirbúningsnámskeið


Undirbúningsnámskeið fyrir nýja þjálfara

Undirbúningsnámskeið verður haldið í lok ágúst /september fyrir nýja þjálfara. 

Tilgangur námskeiðsins er að aðstoða  þjálfara sem hafa litla reynslu að byrja tímabil á jákvæðan hátt.  Megináherslur námskeiðsins eru:

Gagnlegir punktar fyrir skipulagningu og stjórnun á sundhóp

Gagnlegir punktar fyrir samstarf við heimilin

Hugmyndir sem hægt er að nota til  að semja æfingar

Skilningur á undirstöðu atriðum hvað varðar tækni

Gagnlegar hugmyndir í því að skapa jákvætt og glaðvært umhverfi / hópefli

Um er að ræða eins dags námskeið  sem er ætlað til þess að aðstoða nýja þjálfara í því að eiga jákvæðar og uppbyggilegar fyrstu vikur tímabils (áður en þeir hafa tækifæri til að taka þátt í TIES námskeiðum). Það að byrja vel á tímabilinu er mikilvægt fyrir bæði sundmanninn sem og nýjan þjálfara og því er þetta námskeið kjörin leið til að öðlast öryggi í byrjun tímabilsins.