Beint á efnisyfirlit síðunnar

Höfum hátt #metoo

Aga- og siðareglur SSÍ - uppfærðar 26. febrúar 2018 

Þolendur kynferðisofbeldis mega hafa samband við BJARKARHLÍÐ – miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á netfangið bjarkarhlid@bjarkarhlid.is .

Þar er hægt að óska eftir viðtali. Við komu þangað er ferlið skýrt nánar. Í viðtali er m.a. skimað eftir áfallastreituröskun. Eftir það er framhaldið metið. ÍSÍ hefur heitið því að aðstoða við ferlið, því kostnaður við sálfræðiviðtöl og áfallameðferð er gífurlegur.

ATH!!! Öll þjónusta í Bjarkarhlíð er frí.

Flest stéttarfélög niðurgreiða sálfræðimeðferð. Ef um einstaklinga yngri en 18 ára er að ræða þá eru starfandi sálfræðingar á öllum heilsugæslustöðvum.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sú mikla umræða og upplýsing sem hefur orðið í tengslum við kynferðislegt ofbeldi og áreiti. Auðvitað viljum við ekki sjá ofbeldi og áreiti innan sundhreyfingarinnar eða annarsstaðar, hvort sem um er að ræða kynferðislegt eða annarskonar ofbeldi.

Þess vegna er rétt að allir hafi eftirfarandi í huga, hvort sem viðkomandi er iðkandi/keppandi, þjálfari, stjórnarmeðlimur, aðstandandi, áhorfandi eða eitthvað annað:

  • Ef ég sé eitthvað sem mér finnst skrýtið eða ekki eðlilegt þá læt ég vita af því
  • Ef ég heyri um eitthvað sem mér finnst skrýtið eða ekki eðlilegt þá læt ég vita af því
  • Ef ég tek eftir breytingum í hegðun iðkanda/keppanda þá læt ég vita af því
  • Ef ég veit af einhverjum sem ætti ekki að koma að þjálfun eða vinnu með íþróttafólki þá læt ég vita af því

Það er eðlilegt að spyrja hvert á eigi að snúa sér með ofangreint. Þess vegna er gott að hafa eftirfarandi viðmið:

  • Ef um augljóst lögbrot er að ræða ber að hringja á lögreglu í síma 112
  • Ef um er að ræða barn ber að tilkynna það til Barnaverndar í síma 112
  • Ef um einhvern vafa er að ræða best að hringja í 112 og fá leiðbeiningar
  • Þolendur eiga kost á því að leita sér stuðnings og aðstoðar hjá Bjarkarhlíð – miðstöð fyrir þolendur ofbeldis í síma 5533000

Sundsamband Íslands vinnur að því að koma upp fastmótuðu ferli og beinum tengslum fyrir þolendur, inn til fagaðila

Sundsamband Íslands vinnur að því að endurskoða Aga- og siðareglur sambandsins en gildandi reglur fylgja í tengli her fyrir ofan ásamt meiri upplýsingum til hliðar.