Beint á efnisyfirlit síðunnar

Yfirmaður landsliðsmála

Eyleifur Ísak Jóhannesson - yfirmaður landsliðsmála SSÍ.
leifi@iceswim.is

Eyleifur býr yfir mikilli reynslu og hefur náð frábærum árangri á sínum ferli.  Hann er fæddur og uppalinn á Akranesi en þar æfði hann sjálfur sund. Hann hóf þjálfaraferil sinn 1994 sem þjálfari yngri hópa hjá KR.

Frá 1996-2007 var hann yfirþjálfari hjá KR, ÍA, Breiðablik og gerði Sf. Ægi að bikarmeisturnum 3. ár í röð, 2004 – 2006. Árið 2007 fluttist hann til Álaborgar í Danmörku þar sem hann hefur verið síðastliðin 13 ár. Þar gengdi hann yfirþjálfarastöðu hjá Aalborg Svømmeklub. Leifi flutti heim sumarið 2020 og gekk til liðs við Sundsambandið.

Hann hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir góðan árangur. Sundfólkið hans, þá aðallega Mie Ö. Nielsen og Viktor Bromer hafa náð fjölmörgum verðlaunum á Heimsmeistara- og Evrópumeistaramótum en Mie náði einnig í brons á ÓL 2016 með boðsundssveit Danmerkur í 4x100m fjórsundi, þar sem sveitin setti einnig Evrópumet. Í Danmörku hefur Álaborg verið eitt af topp þremur liðum síðustu 7 árin og bikarmeistarar árin 2014, 2015 og 2017. Þá hefur Eyleifur sjálfur verið valinn afreksþjálfari og unglingaþjálfari ársins í Danmörku á árunum 2010 – 2016. 



Þjálfara ferill Eyleifs:


1994-1996 Þjálfari yngri hópa - KR (ISL)

1996-1997 Yfirþjálfari - Breiðablik (ISL)

1997-2000 Yfirþjálfari - KR (ISL)

2000-2004 Yfirþjálfari - ÍA (ISL)

2004-2007 Yfirþjálfari - Ægir (ISL)

2007-2020 Yfirþjálfari - Aalborg (DK)

 

Þjálfari á alþjóðlegum stórmótum:

EMU: 2004, 2006, 2011, 2012, 2013

EM25: 2001, 2002, 2007, 2011, 2013, 2017

EM50: 2002, 2014, 2016

HM25: 2012, 2014

HM50: 2003, 2005, 2007, 2011, 2015

ÓL: 2016