Beint á efnisyfirlit síðunnar

Swim Safe Europe – Learn to Swim.

01.10.2025

 

Sundsamband Íslands, í samstarfi við European Aquatics (EA) býður upp á alþjóðlegt námskeið undir yfirskriftinni Swim Safe Europe – Learn to Swim.

 

Námskeiðið er ætlað sundkennurum, sundþjálfurum og leiðbeinendum sem starfa við sundkennslu og vatnsleikni barna á aldrinum 3–12 ára.

 

Markmið námskeiðsins er að efla faglega hæfni þjálfara, sundkennara og leiðbeinenda og tryggja samræmd gæði í sundkennslu barna, auk þess að stuðla að auknu öryggi barna. Námið er hluti af menntunarkerfi EA og veitir viðurkennd réttindi á Evrópskum vettvangi.

 

 

Skráningarlinkur er hér : Course Swim Safe Europe | Course for Coaches - Icelandic SA & Faroe IAF

Fri 10 Oct - Sun 12 Oct 2025 link:

Courses - European Aquatics - Official Learning Center

 

Online hluti námskeiðsins fer fram 10.október, frá kl :10:00- 14:00 en hægt verður að horfa á hann eftir kl 14:00 líka og þá á einnig að vera hægt að gera prófið.

 

Vinsamlega sendið þetta áfram til allra ykkar félaga, allra þjálfara og íþróttakennara í ykkar nærumhverfi  til að efla færni þjálfara og kennara í sundi.

 

Nánari upplýsingar eru í meðfylgjandi skjölum

 

SSE Training Course-Program dagskrá 10. - 12. október.docx 

 

Swim Safe Europe Training Course Development & Comunication Plan_v2.pdf

Til baka