Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

29.09.2017

Fræðslunefnd SSÍ auglýsir þjálfaranámskeið SSÍ

Þjálfaranámskeið SSÍ 1 er grunnnámskeið í þjálfun og er fyrir þá einstaklinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í þjálfun sunds. Einnig hugsað fyrir þá sem hafa þjálfað um hríð en hafa ekki sótt sér fræðslu um sundþjálfun.
Nánar ...
22.09.2017

Bikar 2017 - Tímaáætlun komin

Bikarkeppni SSÍ fer fram í Reykjanesbæ í samvinnu við Íþróttabandalag Reykjanesbæjar dagana 29-30. september. Tímaáætlun og staðfest greinaröðun hefur verið birt og má sjá hana á bikarsíðunni.
Nánar ...
04.09.2017

Formannafundur 9. september

Formannafundur verður haldinn næstkomandi laugardag 9. september í sal D í húsakynnum ÍSÍ. Fundur hefst kl 10:00 og stefnt er að ljúka honum eigi seinna en kl 13:00.
Nánar ...
04.09.2017

ÍSÍ: Sýnum Karakter verkefnið

Tilkynning frá ÍSÍ: Nú er að verða ár síðan að verkefninu Sýnum karakter var hleypt af stokkunum og af því tilefni ætlum við að boða til vinnufundar þriðjudaginn 12. september í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal. Fundurinn hefst kl.10 og stendur til 12:30.
Nánar ...
23.08.2017

Fjögur garpamet í Búdapest

Garparnir okkar þrír sem kepptu á Heimsmeistaramóti garpa í Búdapest dagana 14-20. ágúst stóðu sig vel og settu samtals fjögur garpamet í 50m laug. Guðmunda Ólöf Jónasdóttir, UMSB setti met í flokki 65-69 ára í 50m skriðsundi en hún synti á 43,40 sek og bætti þar eigið met um tæplega sekúndu en hún synti á 44,24 í London í maí í fyrra. Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, ÍA setti met í flokki 45-49 ára í 100m skriðsundi en hún synti á 1:16,72. Gamla metið var 1:21,86 og sett á Norðurlandameistaramóti garpa í Reykjavík árið 2013.
Nánar ...
28.07.2017

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa Sundsambandsins verður lokuð frá og með föstudeginum 28. júlí til og með fimmtudeginum 17. ágúst. Tölvupóstum verður svarað eftir getu.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum