EM25 lokið - Eygló sjöunda
Eygló Ósk Gústafsdóttir synti 200m. baksund á 2:06,68 mín. aðeins 7/100 úr sek. frá þriggja vikna gömlu Íslandsmeti sìnu og varð í 7. sæti, mjög vel gert hjá Eygló Ósk sem var skráð inn á mótið með 10. besta tímann.
Eygló Ósk Gústafsdóttir synti 200m. baksund á 2:06,68 mín. aðeins 7/100 úr sek. frá þriggja vikna gömlu Íslandsmeti sìnu og varð í 7. sæti, mjög vel gert hjá Eygló Ósk sem var skráð inn á mótið með 10. besta tímann.
Undanrásir síðasta dags á EM25 í Herning fóru fram í morgun.
Eygló Ósk Gústafsdóttir synti 200m. baksund á 2:08,49mín. og varð 7. inn í úrslit og syndir hún í úrslitum kl. 16:43 (ísl. timi)
Daníel Hannes Pálsson synti fínt 200m. skriðsund, synti á 1:52,89mín. sem er einungis 24/100úr sek. frá besta tíma hans.
Kristinn Þórarinssson synti 200m. bringusund á 2:18,36 mìn. Kristinn byrjaði vel en hélt ekki nægilega vel út og náði ekki að bæta tíma sinn.
Landssveitin okkar á EM25 setti í dag Íslandsmet í 4x50m. skriðsundi blandaðra sveita 1:39,68mín.
Alexander Jóhannesson synti 1. sprett glæsilega á 22,79sek. (bæting um 24/100úr sek. frá fimmtudeginum)
Alexander er aðeins 1/2sek frá Íslandsmeti Árna Más Árnasonar frá 2009 (22,29sek.)
Eygló Ósk 25,98sek.
Kristinn 23,48sek.
Inga Elín 27,54sek.
1:39,78mín.
Inga Elín Cryer synti 400m. skriðsund á
Eygló Ósk synti frábært sund í 100m baksundi í úrslitunum í kvöld þegar hún endaði í 8. sæti á tímanum 59,39. Þetta er næst besti tíminn hennar frá upphafi í greininni. Eygló varð með þessu fyrsta íslenska konan til að synda í úrslitum á Evrópumeistaramóti.
Hér má líta árangur frá undanrásunum í morgun.
Kristinn synti 50m baksund á tímanum 25,64 og Kolbeinn
Evrópumeistaramótið í 25m laug hófst í Herning í Danmörku í morgun. Sex sundmenn keppa fyrir Íslands hönd á mótinu að þessu sinni sem er mjög sterkt í ár.
Keppt er í undanrásum, undanúrslitum og úrslitum. Undanrásir hófust í morgun og setti Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi meðal annars Íslandsmet í 100m baksundi þegar hún synti á 59,26 í undanúrslitum. Tíminn dugði henni 8. sætið inn í úrslit sem hefjast seinni partinn á morgun. Gamla metið hennar var 59,42 frá því á ÍM25 fyrir rúmum tveimur vikum. Fyrr um daginn hafði Eygló synt í undanrásum á tímanum 59,96.
Inga Elín Cryer, Ægi synti 200m flugsund í undanrásum á tímanum 2:19,47.
Kristinn Þórarinsson, Fjölni synti 200m baksund á 2:00,30 og Daníel Hannes Pálsson synti 400m skriðsund á 3:57,26.
Eygló synti einnig 200m fjórsund á tímanum 2:15,48.
Alexander Jóhannesson, KR synti svo 50m skriðsund á 23,04 og var það bæting á hans besta tíma.
Karlasveit Íslendinga synti svo í 4x50m fjórsunds boðsundi á tímanum 1:42,52. Sveitina skipuðu þeir Kolbeinn Hrafnkelsson SH, Kristinn, Daníel og Alexander.