Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

27.06.2013

AMÍ sett í kvöld - keppni hefst í fyrramálið.

Aldursflokkameistaramót Íslands, AMÍ, var sett á Akureyri í kvöld af formanni SSÍ Herði J. Oddfríðarsyni. Setningin fór fram í Sundlaug Akureyrar eftir að liðin höfðu gengið fylktu liði frá Brekkuskóla yfir í laug. Hörður bað þátttakendur að minnast með sér Ólafs Rafnssonar forseta ÍSÍ sem lést 19. júní sl., með einnar mínútu þögn. Eftir það upphófust venjubundin köll keppenda í upphafi AMÍ, hvar sólin er ákölluð en ský rekin á brott. Keppni hefst svo í fyrramálið, en mótið er í sex hlutum, tveir á dag fram á sunnudagskvöld. Við munum reyna að setja hér inn fréttir af mótinu jafnóðum.
Nánar ...
26.06.2013

Sækýrnar náðu markmiði sínu.

Sækýrnar náðu yfir til Frakklands í gærkvöldi. Gott hjá þessum dugmiklu konum sem eru: Kristbjörg Rán Valgarðsdóttir,Kristín Helgadóttir Komplett, Anna Guðrún Jónsdóttir,Birna Hrönn, Ragnheiður Valgarðsdóttir og Sigrún Þ Geirsdóttir.
Nánar ...
25.06.2013

Sækýrnar lagaðr af stað yfir Ermarsund

Sækýrnar lögðu af stað yfir Ermarsund fyrir um það bil klukkustund í blíðskaparveðri og lygnum sjó. Með því að fara hér innfyrir er hægt að finna tengil á Facebooksíðu þeirra sjá fleiri myndir og fylgjast með hvernig þeim gengur sundið
Nánar ...
19.06.2013

Ólafur E Rafnsson forseti ÍSÍ er látinn.

Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og forseti FIBA Europe, Ólafur Eðvarð Rafnsson, er látinn, fimmtugur að aldri. Ólafur varð bráðkvaddur í Sviss nú fyrr í dag þar sem hann sótti fund í miðstjórn FIBA World , Alþjóða Körfuknattleikssambandsins. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Ólafur starfaði sem lögmaður og rak eigin lögmannsstofu í Hafnarfirði. Ólafur Eðvarð Rafnsson var formaður Körfuknattleikssambands Íslands frá árinu 1996 til 2006 en það ár var hann kosinn forseti ÍSÍ. Ólafur var kjörinn forseti FIBA Europe árið 2010. Hann tók í lok síðasta mánaðar við stöðu forseta framkvæmdastjórnar Smáþjóðaleikanna. Ólafur stundaði sjálfur körfuknattleik um árabil með Haukum og lék m.a. með landsliði Íslands. Íþróttahreyfingin harmar fráfall góðs félaga og öflugs foringja og vottar fjölskyldu Ólafs sína dýpstu samúð.
Nánar ...
16.06.2013

UMÍ lokið

Unglingameistaramóti Íslands er lokið. Úrslit er að finna undir UMÍ hér til hliðar á síðunni. Í lok mótsins voru krýndir Unglingameistarar í hvorum aldursflokki fyrir sig.
Nánar ...
14.06.2013

Tilkynning um lágmarkamót á UMÍ

Borist hefur beiðni um lágmarkamót í 400m fjórsundi kvenna seinni partinn á sunnudaginn. Beiðnin hefur verið samþykkt og fer sundið fram eftir hádegi sunnudaginn 16. júní. Nánari tímasetning verður sett inn og auglýst síðar.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum