ÍM50 2014 hefst á morgun
Í fyrramálið hefst Íslandsmeistaramótið í 50m laug í Laugardalslaug. Keppni í undanrásum hefst kl. 10 en úrslit kl. 17:30.
Mótið er í 6 hlutum og hefst keppni í undanrásum kl. 10 og úrlitum kl. 17:30. Undantekning er á þessu á sunnudeginum þegar úrslitin hefjast kl. 16:30. Í þetta sinn eru um 150 keppendur skráðir frá 12 félögum.
Við minnum á tæknifund fyrir þjálfara/fararstjóra sem haldinn verður föstudagsmorgun kl. 8:45 í Pálsstofu (2. hæð í Laugardalslaug). Ólafur Baldurson verður yfirdómari í fyrramálið og sér um fundinn.






