Íslandsmet í boðsundi í fimmta hluta ÍM50
Fimmta og næstsíðasta hluta var að ljúka hér í Laugardalslauginni á Íslandsmeistaramótinu í 50m laug.
Fyrsta skráða Íslandsmetið í 4x100 skriðsundi í beinum úrslitum kom í dag en tveir riðlar voru í greininni. Sigurvegari fyrri riðilsins, C sveit SH setti því Íslandsmet á tímanum 3:42,86 en sveitina skipuðu þau Predrag Milos, Kolbeinn Hrafnkelsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Snjólaug Tinna Hansdóttir.




