Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

21.10.2014

Elsie Einarsdóttir borin til grafar

Elsie Einarsdóttir sem lést 11. október sl var í dag borin til grafar frá Njarðvíkurkirkju, að viðstöddu miklu fjölmenni. Elsie sat í stjórn SSÍ í nokkur ár og hefur lagt mikið af mörkum fyrir sundhreyfinguna. Hér fyrir innan eru nokkur minningarorð um Elsie.
Nánar ...
20.10.2014

Æfinga- og fræðsludagur SSÍ

Laugardaginn 18. október fór fram fyrsti æfinga- og fræðsludagur tímabilsins á vegum SSÍ en öllum þeim sem tóku þátt í landsliðsverkefnum á síðasta tímabili var boðið.
Nánar ...
10.10.2014

Bikar 2014 hafinn

Bikar 2014 er hafinn en fyrstu sundin í 2. deild voru synt kl. 16:30. Stigastaðan eftir 1. hluta af þremur í hvorri deild er svohljóðandi:
Nánar ...
25.09.2014

Atburðadagatal 2014-2015

Í morgun gáfum við út atburðadagatal fyrir sundárið 2014-2015. Atburðadagatalið er virkt skjal og getur því verið uppfært hvenær sem þurfa þykir og því má búast við að eitthvað bætist við. Það verður þó alltaf auglýst skilmerkilega. Þau mót sem SSÍ heldur árinu eru:
Nánar ...
15.09.2014

Breiðablik óskar eftir þjálfara í sundskóla félagsins

Sunddeild Breiðabliks auglýsir eftir þjálfara til að kenna hjá félaginu veturinn 2014-2015. Starfssvið: Kennsla í Sundskóla deildarinnar sem ætlaður er fyrir 4-6 ára börn. Kennsla í Salalaug og Sundlaug Kópavogs frá kl. 16:00-19:00 2-4 daga vikunnar. Hæfniskröfur: Reynsla af sundi og þjálfun. Reynsla við að vinna með ungum börnum. Stúdentspróf er skilyrði en sérhæfing í sundþjálfun og menntun í íþróttafræði er kostur. Viðkomandi verður að geta unnið með börnum, vera þolinmóður, stundvís, heilsuhraustur og geta gefið af sér. Nánari upplýsingar veitir Arnar Felix Einarsson í síma 867-0759. Umsókn með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila á netfangið arnarfe@gmail.com fyrir 20. september næstkomandi. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Sunddeild Breiðabliks er eitt af fyrirmyndarfélögum ÍSÍ og fylgir stöðlum þar að lútandi. Þjálfun og kennsla fer fram á tveimur stöðum, í Salalaug og Sundlaug Kópavogs á Kársnesi. Nánar upplýsingar um sunddeildina er að finna á www.breidablik.is/sund.
Nánar ...
15.09.2014

Sunddeild Tindastólls óskar eftir þjálfara

Sunddeild Tindastóls á Sauðárkróki leitar að þjálfara/þjálfurum fyrir alla aldurshópa fyrir komandi sundtímabil (sept-júní). Um er að ræða 2 aldurshópa (2.-3. Bekkur) og (4.-10.bekkur). Æfingar hafa verið tvisvar í viku hjá yngri hópnum og þrisvar hjá elsta hópnum. Starfið telst vera 35 % starf og getur hentað vel með annarri vinnu sem og skóla. Höfum Líka áhuga að fá þjálfara til okkar 1-2 i mánuði til að þjálfa, markmið og fl. Gerð er krafa um : - Reynsla af sundíþróttinni - Sjálfstæð vinnubrögð - Frumkvæði, jákvæðni - Viðkomandi þarf að eiga auðvelt með samskipti við börn og unglinga og vera þeim góð fyrirmynd. Góð laun getum við boðið. Erum með öfluga stjórn, gerum margt á sundtímabilinu, leitum eftir góðum þjálfara/þjálfurum sem hefur áhuga að starfa hjá okkur. Áhugasamir aðilar hafi samband við formann sunddeildar Tindastóls, Þorgerði Evu Þórhallsdóttir, í síma 856-1812
Nánar ...
13.09.2014

Flottur hópur á leið í æfingabúðir

Í dag laugardag heldur stór hópur sundmanna á aldrinum 13- 15 ára í æfingabúðir í Hveragerði. Hópurinn var valinn eftir FINA stigum. Stelpur fæddar 2000 og 2001 þurftu að vera búnar að ná 450 Fina stigum en stelpur fæddar 1999 þurftu að vera búnar að ná 500 Fina stigum. Strákar fæddir 2000 og 2001 þurftu að vera búnir að ná 400 stigum en þeir sem eru fæddir 1999 þurftu að vera búnir að ná 450 stigum. Dagurinn býrjaði kl 10.15 með erindi frá Evu Hannesdóttur fyrrum Ólympíufara í sundi, en hún fór á Ólympíuleikana í London 2012. Síðan verður haldið í Hveragerði þar sem davalið verður til hádegis á morgun sunnudag. Þjálfarar verða Jacky Pellerin, Mladen Tepacevic og Ragnheiður Runólfsdóttir. Fararstjóri verður Ingibjörg H Arnardóttir síðan mun Magnús Tryggvason hitta okkur í Hveragerði. Hér að neðan er upptalning á hópunum: Afturelding: Bjartur Þórhallsson Ármann: Ásta Kristín Jónsdóttir Breiðablik: Brynjólfur Óli Karlsson Ragnheiður Karlsdóttir Elín Ylfa Viðarsdóttir Óskar Gauti Lund Fjölni : Berglind Bjarnadóttir Gunnhildur Gunnlaugsdóttir Rakel Guðjónsdóttir Kristján Gylfi Þórisson ÍA: Brynhildur Traustadóttir Una Lára Lárusdóttir SH: Harpa Ingþórsdóttir Katarina Róbertsdóttir Eyrún Friðriksdóttir María Fanney Kristjánsdóttir Sunna Svanlaug Vilhjálmsdóttir Ólafur Sigurðsson ÍRB: Stefanía Sigurþórsdóttir Jóhanna Matthea Anika Mjöll Júlíusdóttir Klaudia Malesa Karen Mist Arngeirsdóttir Eydís Ósk Kolbeinsdóttir Gunnhildur Björg Baldursdóttir Bjarndís Sól Helenudótti Rakel Ýr Ottósdótti Sunneva Dögg Friðriksdóttir Eiríkur Ingi Ólafsson Sylwia Sienkiewicz Jóna Halla Egilsdóttir Svanfríður Árný Steingrímsdóttir Ingi þór Ólafsson Óðinn : Bryndís Bolladóttir Elín Kata Sigurgeirsdóttir KR: Ásgeir Beinteinn Árnason Ari Friðriksson Ægir: Marta Buchanevic Gabríela Rut Vale Ingibjörg Erla Garðarsdóttir Hólmsteinn Hallgrímsson Telma Brá Gunnarsdóttir Hilmar Örn Ólafsson
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum