Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

28.09.2015

Fundur um þjálfaramenntun

ÍSÍ hélt fund með fulltrúum sérsambanda og sérnefnda föstudaginn 25. september sl. Fundarefnið var þjálfaramenntun og gildi hennar. Fundurinn var sjálfstætt framhald fundar sem haldinn var um sama efni í maí sl. Á fundinum fór Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri, yfir samþykkt menntakerfi íþróttahreyfingarinnar í þjálfaramenntun. Viðar kom inn á gildi menntunar í íþróttaþjálfun og þær kröfur sem samfélagið í raun gerir til þessarra starfa. Hann fór yfir hlutverk sérsambanda og –nefnda í menntakerfinu og mikilvægi þess að þjálfarar eigi kost á að taka sérgreinaþátt námsins eins og almenna hlutann sem ÍSÍ kennir. Einnig renndi hann yfir mat á námi milli íþróttahreyfingarinnar og skólakerfisins og endurmenntun og gildi hennar. Fulltrúar tveggja sérsambanda voru einnig með erindi á fundinum, annars vegar var það Hlín Bjarnadóttir frá Fimleikasambandi Íslands og hins vegar Ágúst S. Björgvinsson frá Körfuknattleikssambandi Íslands. Erindi þeirra voru afar góð og í báðum tilvikum var komið skýrt inn á gildi þess að fylgja samþykktu menntakerfi og bjóða þjálfurum reglulega upp á menntun við hæfi. Hlín sagði einnig frá því að inn á gólfið í fimleikasalnum færu einungis menntaðir þjálfarar, það væri skýr stefna Fimleikasambandsins. Ágúst sagði m.a. frá könnun sem hann gerði um viðhorf körfuknattleiksþjálfara til menntunar og kom þar í ljós að langflestir þjálfarar telja menntunina nauðsynlega. Það er von ÍSÍ að öll sérsambönd og –nefndir bjóði þjálfurum sínum reglulega eða eftir þörfum upp á ségreinahluta menntakerfisins á öllum stigum þess þannig að íþróttaþjálfarar á Íslandi hafi þá menntun sem menntakerfið gerir kröfur um. Það er mikilvægur hlekkur í framþróun í íþróttaiðkun á Íslandi, iðkendum og íþróttastarfi almennt til heilla og framfara.
Nánar ...
25.08.2015

Sundfélag Akranes óskar eftir þjálfara

Sundfélag Akranes leitar að sundþjálfara fyrir Selhópa sem eru 7-10 ára iðkendur og hafa fengið grunnkennslu í sundi. Kennt er í þremur hópum frá kl 14.30-17.15 á mánudögum og fimmtudögum og kl 15- 17 á þriðjudögum. Nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu sundfelag@sundfelag.com
Nánar ...
22.08.2015

Viðeyjarsund fór fram í dag

Viðeyjarsund fór fram í dag en það er haldið af SJÓR, Sjósund- og sjóbaðfélagi Reykjavíkur. Fjölmargir tóku þátt og stór hlut þeirra sem syntu fóru fram og til baka.
Nánar ...
20.08.2015

Sundfélagið Ægir leitar að þjálfara

Sundfélagið Ægir leitar að sundþjálfara fyrir Bleikjuhópa í Breiðholtslaug. Í Bleikjuhópum eru börn á aldrinum 6-8 ára sem hafa þegar fengið grunn í sundi úr t.d. Gullfiskahópum félagsins. Kennt er í þremur hópum frá 16:45 og til 19:00 á mánudögum og miðvikudögum. Áhugasamir hafi samband á aegir@aegir.is.
Nánar ...
19.08.2015

Norðurlandameistaramót garpa 2-3. okt í Færeyjum

Norðurlandameistaramót garpa (NOM) verður haldið í Þórshöfn í Færeyjum dagana 2-3. október nk. Opið er fyrir skráningar og hvetjum við alla sem vilja og geta að skrá sig á mótið. Allar upplýsingar um mótið, hvernig skal skrá sig og fyrri úrslit er að finna á heimasíðu mótsins www.nom2015.org
Nánar ...
11.08.2015

Sigrún fyrst íslenskra kvenna yfir Ermarsundið

Sigrún Þuríður Geirsdóttir varð á laugardaginn fyrsta íslenska konan til að synda yfir Ermarsundið ein síns liðs. Upphaflega var haldið að hún hefði synt á 23 og hálfri klukkustund en í gær kom í ljós að sundtíminn var klukkutíma styttri, 22 og hálf klukkustund og helgaðist það af því að skipstjórinn gleymdi að breyta klukkunni þegar komið var í land í Frakklandi.
Nánar ...
11.08.2015

Sunddeild Skallagríms auglýsir eftir sundþjálfurum!

Um er að ræða þjálfun bæði yngri og eldri hópa. Við leitum að: ... * Einstaklingi eldri en 20 ára sem gæti t.d. tekið að sér yfirumsjón með starfi allra hópa auk þjálfunar elsta hópsins. Reynsla af þjálfun og/eða menntun á sviði íþróttafræða nauðsynleg. * Einstaklingi eldri en 18 ára til að þjálfa yngri hópa, getur verið á hendi eins eða fleiri einstaklinga. Reynsla af þjálfun æskileg eða menntun á sviði íþróttafræða. * Aðstoðarþjálfara fyrir yngri og eldri hópa. Tækifæri til að vinna í góðu teymi þjálfara. Metnaður er fyrir því að halda áfram að byggja upp góða sunddeild hjá Skallagrími, halda vel utan um þann góða hóp iðkenda sem er til staðar auk þess að fjölga þeim enn frekar. Við viljum bjóða upp á metnaðarfullt og skemmtilegt starf fyrir krakkana og leitum því eftir einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt í því með okkur. Áhugasamir sendið póst á sund@skallagrimur.is eða hafið samband við Helgu í síma 8611661
Nánar ...
09.08.2015

Hrafnhildur Lúthersdóttir sjöunda best í 50m bringusundi í Heiminum í dag.

Hrafnhildur hefur átt frábært heimsmeistaramót ! Hún er sjöunda best í heimi í 50 m bringusundi í dag! Hún synti sína síðustu grein á mótinu í úrslitum rétt í þessu og endaði í 7. sæti á tímanum 31:12. Sigurvegarinn var Jennie Johannson frá Svíþjóð. Þá hefur Íslenska sundfólkið lokið keppni á Heimsmeistaramótinu í Kazan og allir staðið sig með miklum sóma. Það verður virkilega gaman að fylgjast með þeim áfram á komandi Ólympíuári þar sem við erum nú þegar komin með 3 sundmenn til Rio.
Nánar ...
09.08.2015

Nýtt Íslandsmet hjá stelpunum í Kazan í 4x100m fjórsundi

Nýtt Íslandsmet í 4x100m fjórsundi hjá stelpunum í Kazan ! Íslensku stelpurnar syntu í morgun 4x100m fjórsund á tímanum 4.04.43 á nýju Íslandsmeti. Gamla metið var 4.06.64 sett í Debrecen 27.05.2012. Sveitin lenti í 18 sæti af 25 sveitum. Sveitin var skipuð Eygló Ósk Gústafsdóttur, Hrafnhildi Lúthersdóttur, Jóhönnu Gerðu Gústafsdóttur og Bryndísi Rún Hansen. Seinnpartinn í dag er það svo úrslitasundið 50m bringusund hjá Hrafnhildi Lúthersdóttur.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum