Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

13.12.2015

Norðurlandameistarmótinu í Bergen lokið.

Í kvöld lauk Norðurlandameistarmótinu í sundi sem haldið var í Bergen. Fjórir sundmenn syntu til úrslita í síðasta hlutanum. Kristinn Þórarinsson Fjölni varð 6. í 200m baksundi í eldriflokki, synti á 2:02,54mín. Sunneva Dögg Friðriksdóttir ÍRB varð 6. í 400m. skriðsundi í unglinaflokki, synti á 4:19,96mín. Brynjólfur Óli Karlsson Breiðabliki varð 8. í 200m. baksundi í yngriflokki, synti á 2:06,88mín. Katarína Róbertsdóttir SH varð 8. í 200m. baksundii á 2:20,25mín.
Nánar ...
12.12.2015

Hrafnhildur á nýju íslandsmeti í 100m bringusundi

Hrafnhildur Lúthersdóttir var rétt í þessu að synda á nýju íslandsmeti á Duel in the pool með Evrópuúrvalinu. Hrafnhildur synti á tímanum 1.05.92 en gamla metið átti hún sjálf 1.06.12, sem hún setti í nóvember s.l Hrafnhildur varð sjötta í sundinu.
Nánar ...
12.12.2015

Snæfríður sjötta í 100m skriðsundi á NM 2015

Snæfríður Sól Jórunnardóttir, varð í 6. sæti í 100m. skriðsundi í yngri flokki (Junior) á Norurlandamótinu í sundi. Snæfríður Sól synti á 0:57,39mín. en var með skráðan tíma inn á mótið 0:59,22mín. Góð bæting hjá Snæfríði. Þess má geta að Snæfríður á eitt ár eftir í þessum flokki.
Nánar ...
12.12.2015

Norðurlandameistarmótið í Bergen

Í morgun hófst annar dagur Norðurlandamótsins í sundi í Bergen, Noregi. Nokkrir sundmenn voru í eldlínunni fyrir íslands hönd. Þrír sundmenn komust í úrslit úr sundum morgunsins. Það eru þau Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Hamar, í 100m skriðsundi en hún varð 7. Inn í úrslitin. Kristinn Þórarinsson, Fjölni, varð svo 8. Inn í úrslit í 100m skriðsundi. Kolbeinn Hrafnkelsson úr SH varð sjöundi inn í úrslit í 50m baksundi. Karen Mist Arngeirsdóttir, ÍRB, varð svo 9.í 50m bringusundi Sunneva Dögg Friðriksdóttir, ÍRB varð 9. Í 100m skriðsundi Bryndís Bolladóttir, Óðinn, varð í 10. Í 100m skriðsundi Alexander Jóhannesson, KR, varð 9. Í 100m skriðsundi Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, ÍRB, varð 9. Í 400m fjórsundi Þessi fimm sundmenn eru því varamenn fyrir úrslitasund kvöldsins Enn og aftur er beinn linkur á sjónvarp mótsins http://livestream.com/livetiming-tv/nordic2015 og á úrslit og annað í tengslum við mótið er að finna http://livetiming.medley.no/stevnedetaljer.aspx?stevnenr=2066
Nánar ...
12.12.2015

Eygló Ósk á Duel in the pool

Eygló Ósk Gústafsdóttir synti 200m. baksund á 2:06,01mín. Íslandsmet Eyglóar frá því um síðustu helgi er 2:03,53,mín. Eygló varð sjötta í sundinu.
Nánar ...
12.12.2015

Hrafnhildur á Duel in the pool.

Fyrri degi á Duel in the pool sundmótinu í Indianapolis er lokið: Hrafnhildur Lúthersdóttir var rétt við Íslandsmet sitt í 200m. bringusundi, synti á 2:23,19mín en metið er 2:22,69mín. ákkúrat hálfri sek. frá metinu. Mjög gott sund hjá Hrafnhildi sem varð 6. í þessu geysi sterka sundi. Úrslit sundsins Hrafnhildur syndir 100m bringusund í dag. Mótið hefst kl. 19:00 Heimasíða mótsins bein útsending
Nánar ...
11.12.2015

Kristinn þriðji í 200m fjórsundi

Krist­inn Þór­ar­ins­son, sundmaður úr Fjölni, varð í þriðja sæti í 200m fjór­sundi á Norður­landa­meist­ara­móts­ins sem haldið er í Al­ex­and­er Dale Oen Ar­ena í Ber­gen. Krist­inn synti á tím­an­um 2:02,02 sek­únd­um í úr­slita­sund­inu, en hann synti á tím­an­um á 2:01,45 sek­únd­um í undanúr­slit­um í morg­un. Besti tími Krist­ins fyr­ir mótið var 2:01,74 sek­únd­ur. Þess má geta að Ólymp­íulág­markið í þess­ari grein er 2:00,28 sek­únd­ur.
Nánar ...
11.12.2015

Norðulandameistaramót í Bergen

Fyrsta hluta Norðurlandameistarmótsins sem haldið er í Alexander Dale Oen Arena í Bergen er lokið. Það voru 4 sundsem komust áfram í úrslit í kvöld í fimm greinum. Sunneva Dögg Friðriksdótmenn tir, ÍRB – 4. sæti inn í úrslit í 200m skriðsundi yngri sundmanna Steingerður Hauksdóttir Fjölni – 4. sæti inn í í úrslit í 100m bringu eldri sundmanna Kristinn Þórarinsson Fjölni – varð 6. nn í úrslit í 100m baksundi og 3. inn í úrslit í 200m fjórsundi eldri sundmanna Kolbeinn Hrafnkelsson SH – 8. inn í úrslit í 100m baksundi eldri sundmanna Einnig voru Karen Mist Arngeirsdóttir ÍRB (100m bringu), Katarina Róbertsdóttir ÍRB (100m bak) og Brynjólfur Óli Karlsson (100m bak) afar nálægt því að komast inn í sínum greinum en öll eru þau varamenn í úrslit kvöldsins – þannig ef að keppandi skráir sig úr keppni í úrslitum í kvöld komast þau inn í sínar greinar.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum