Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sundþing SSÍ

 

Úr lögum SSÍ

5. grein (úr Lögum SSÍ, samþykkt á Sundþingi 2015)

Sundþing fer með æðsta vald í málum SSÍ. Sundþing sitja fulltrúar héraðssambanda og íþróttabandalaga ásamt fulltrúum félaga sem eiga aðild að SSÍ. 

Hvert héraðssamband/íþróttabandalag má senda einn fulltrúa á sundþing. Hvert félag sem á skráða iðkenndur við næstu áramót fyrir sundþing, á rétt á tveimur fulltrúum fyrir allt að 30 virka iðkenndur í sundíþróttum og einum fulltrúa fyrir hverja 30 iðkenndur í sundíþróttum eða brot úr þeirri tölu eftir það. Að auki mega félög sem eiga skráða keppendur í sundíþróttum senda 1 fulltrúa til viðbótar á sundþing fyrir hverja 50 keppendur eða brot úr þeirri tölu eftir það.

Sundþing skal haldið annað hvert ár, á oddatöluári, jafnan í febrúar eða mars. Stjórn SSÍ boðar og staðfestir staðsetningu og fyrirkomulag sundþings með minnst 6 vikna fyrirvara. Málefni og tillögur, sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu, skulu kynnt stjórn SSÍ minnst mánuði fyrir þing. Þá kynnir stjórn SSÍ sambandsaðilum dagskrá og málefni þingsins í síðasta lagi hálfum mánuði fyrir þingið.

Sundþing er lögmætt, ef löglega hefur verið til þess boðað. Rafræn boðun er lögmæt ásamt tilkynningu á heimasíðu SSÍ. Ekki er heimilt að stofna til keppni í sundíþróttum þá daga sem sundþing fer fram og þá er óheimilt er að halda sundþing á sömu dögum og íþróttaþing eða formannafundir ÍSÍ fara fram.

Þau ár sem sundþing er ekki haldið boðar stjórn til formannafundar í febrúar.

 

Þinggögn eru að berast inn hægt að sjá þau hér