Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bikarkeppni SSÍ 2025

 

Velkomin á upplýsingasíðu um Bikarkeppni SSÍ 2025.

 
Mótið fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði, í 25m laug í samstarfi við Sundfélag Hafnarfjarðar. 
 
 


Tímaáætlun gæti breyst með stuttum fyrirvara
 

Stuttur tæknifundur verður kl. 12:00 á Teams fimmtudaginn 25.9.2025.


 
Óskað er eftir starfsfólki á Bikarkeppnina 2025

 Skráning starfsfólks

XII. KAFLI – Reglugerðir um Bikarkeppni

a) Bikarkeppni SSÍ í sundi

1. grein – Almennt

Bikarkeppni Sundsambands Íslands (SSÍ) í 1. og 2. deild skal haldin árlega. Keppnin fer fram í 25m laug.

2. grein – Röðun liða í deildir

Fyrir keppnisárið 2025 verður liðum raðað í 1. og 2. deild út frá samanlögðum stigum í bikarkeppninni 2024.

Greinin er í vinnslu, en stefnt er að því að notast við sambærilega aðferð og danska sundsambandið notar. Röðun byggist á:

Samanlögðum stigafjölda úr 25 m afrekaskrá yfir sundárið (frá 15. ágúst til AMÍ).

Ákveðnum fjölda sundmanna frá hverju félagi.

Ákveðnum fjölda sunda hjá hverjum einstaklingi.

Starfsfólk SSÍ mun útfæra nákvæma aðferð út frá hvað tölvukerfið leyfir og kynna fyrir félögum.

3. grein – Þátttökutilkynning og skráningar

Lið skulu tilkynna þátttöku í bikarkeppninni að minnsta kosti 15 dögum fyrir mót.

Skráningum í einstakar greinar skal skila tveimur sólarhringum fyrir upphaf móts.

Skráningar eru trúnaðarmál þar til þær verða birtar 30 mínútum fyrir hvern mótshluta.

4. grein – Keppnisfyrirkomulag

1. deild: 4 lið.

  • Hvert lið má skrá 2 keppendur í hverja einstaklingsgrein.
  • 2 boðsundssveitir í hverja boðsundsgrein.

 

2. deild: Að hámarki 8 lið.

  • Hvert lið má skrá 1 keppanda í hverja einstaklingsgrein.
  • 1 boðsundssveit í hverja boðsundsgrein.

 

Takmörk:

  • Hver keppandi má taka þátt í að hámarki 4 einstaklingsgreinum og 3 boðsundum.
  • Allir keppendur skulu vera 12 ára eða eldri á árinu.

 

5. grein – Fjöldi keppenda

1. deild: Hámark 24 keppendur.

  • Fjöldi karla og kvenna á að vera á bilinu 8–12 af hvoru kyni.

 

2. deild: Hámark 16 keppendur.

  • Fjöldi karla og kvenna á að vera á bilinu 5–8 af hvoru kyni.

 

Nafnalisti keppenda skal fylgja með skráningu.

 

6. grein – Dagsetning og aðrir viðburðir

SSÍ tilkynnir mótsdagsetningu og staðsetningu með minnst tveggja mánaða fyrirvara.

Þegar bikarkeppnin fer fram er óheimilt að halda aðra sundkeppni á vegum aðildarfélaga SSÍ.


7. grein – Dagskrá mótsins

Keppnin fer fram á einum degi með tveimur keppnishlutum (fyrir hádegi og eftir hádegi).

Karla

Laugardagur f.h.

Kvenna

 

Karla

Laugardagur e.h.

Kvenna

1

4 x 50 fjór blandað

1

 

20

4 x 50 skrið blandað

20

2

200 skriðsund

3

 

21

200 flugsund

22

4

100 bringusund

5

 

23

100 baksund

24

6

50 baksund

7

 

25

50 bringusund

26

8

100 fjórsund

9

 

27

200 fjórsund

28

10

50 skriðsund

11

 

29

100 skriðsund

30

12

200 baksund

13

 

31

50 flugsund

32

14

100 flugsund

15

 

33

200 bringusund

34

16

400 fjórsund

17

 

35

400 skriðsund

36

18

4 x 100 skriðsund

19

 

37

4 x 50 fjórsund

38

 

 

8. grein – Stigakeppni og verðlaun

Keppnin er stigakeppni milli félaga. Stig eru veitt út frá sæti í hverri grein, byggt á tíma.

Stigagjöf:

Sæti

Einstaklingsgrein

Boðsundsgrein

1.

9 stig

18 stig

2.

7 stig

14 stig

3.

6 stig

12 stig

4.

5 stig

10 stig

5.

4 stig

8 stig

6.

3 stig

6 stig

7.

2 stig

4 stig

8.

1 stig

2 stig

Ógilt

0 stig

0 stig

 

Verðlaun:

1. deild:

  • 1. sæti: BIKARMEISTARI ÍSLANDS Í SUNDI og gullverðlaun
  • 2. sæti: Silfurverðlaun.

 

2. deild:

  • 1. sæti: Gullverðlaun
  • 2. sæti: Silfurverðlaun

 

Ef lið eru jöfn að stigum ákvarðast röðun út frá úrslitum í boðsundum. Ef enn jafnt þá út frá hlutkesti.

 

 

9. grein – Tæknifundur

Tæknifundur skal haldinn í samræmi við gildandi reglur SSÍ fyrir upphaf keppni.

 

 

Úrslit og stigastaða Bikars 2014


Lokastaða í annarri deild 2013:

Karla:
UMSK        11.405 stig
SH B          9.426 stig
Ármann      4.054 stig

Kvenna:
ÍRB B        12.269 stig
Fjölnir        11.694 stig
UMSK        11.330 stig
SH B           9.894 stig
Ármann      9.093 stig

Lokastaða í fyrstu deild 2013:

Karla:
SH            14.721 stig - BIKARMEISTARI KARLA 2013
ÍRB            13.179 stig
Fjölnir        12.136 stig
ÍA                9.959 stig
KR               8.749 stig
Ægir            8.359 stig

Kvenna:
ÍRB            15.312 stig - BIKARMEISTARI KVENNA 2013
SH            14.793 stig
Ægir           12.937 stig
ÍA                9.950 stig
KR               3.446 stig