Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir

Nafn: Ingibjörg Kristín Jónsdóttir
Aldur: 25 ára
Félag: SH
Nokkrir punktar um Ingibjörgu:
Hún byrjaði æfa sund á Ísafirði, þá 8 ára og fór svo í SH þegar hún var 12 ára. Hún æfði og stundaði nám (business communication) í Arizona State háskólanum í Bandaríkjunum árin 2013-2017 þar sem hún æfði m.a. undir stjórn Bob Bowman, eitthvað sem hún mælir eindregið með fyrir alla enda að hennar sögn besti tími lífs hennar.

Eftir EM 25 árið 2017 hætti Ingibjörg að æfa sund en fór að hlaupa og æfa í Mjölni. Hún ákvað hinsvegar að keppa á ÍM 25 í ár, 11 dögum fyrir mótið og náði inn á HM! Eftir að hafa ráðfært sig við Klaus Jürgen-Ohk, yfirþjálfara SH, ákvað hún að taka slaginn og nýta keppnisrétt sinn á HM.

Þetta er í fyrsta skipti sem Ingibjörg tekur þátt á HM 25 en hún hefur hinsvegar farið á þrjú heimsmeistaramót í 50m laug. Hún er nú í Háskóla Íslands að klára mastersnámið í Stjórnun og stefnumótun, sem hún áætlar að útskrifast úr í febrúar 2019.

Ingibjörg elskar jólin og byrjar að hlusta á jólalög í september.


Greinar á mótinu:

Föstudagur, 14. des

  • 50m baksund

Laugardagur, 15. des

  • 50m skriðsund