Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hópurinn á HM25 2018

Heimsmeistaramótið í sundi í 25m laug 2018 fer fram í Hangzhou í Kína í ár.

Ísland á fjóra keppendur á mótinu en með þeim fer Klaus Jürgen-Ohk þjálfari, Unnur Sædís Jónsdóttir og Hörður J. Oddfríðarson og Bjarney Guðbjörnsdóttir sem fararstjórar. Fulltrúar SSÍ munu einnig sækja ráðstefnu FINA sem haldin er áður en mótið hefst.

Á vinstri hluta síðunnar er hægt að sjá upplýsingar um keppendur.

Á myndina vantar Hörð, sem var fjarri góðu gamni og þau Anton Svein McKee og Unni sjúkraþjálfara en þau týnast inn í hópinn á leiðinni út.