Beint á efnisyfirlit síðunnar

ÍM25 2019

10.10.2019

Íslandsmeistaramótið í 25m laug verður haldið í Ásvallalaug dagana 8-10. nóvember nk. í samstarfi við Sundfélag Hafnarfjarðar.

Í sumar var farið í vinnu við að endurskipuleggja greinaröðunina á mótinu og er hægt að sjá nýja greinaröðun hér. Að öðru leyti er mótið hefðbundið í sniðum, 3 mótsdagar, undanrásir að morgni og úrslit að kvöldi. Þá heldur samstarf SSÍ og Íþróttasambands Fatlaðra áfram á mótinu.

ÍM25 síðan er komin upp en á henni verður hægt að nálgast allar nauðsynlegar upplýsingar um mótið. 

Skráningafrestur rennur út þriðjudaginn 29. október 2019.
Þjálfarar fá senda keppendalista, hver fyrir sitt félag og hafa eftir það 1 sólarhring til að gera leiðréttingar vegna augljósra mistaka í skráningum.

Mótið er keyrt á Splash mótaforritinu og ber félögum að skila skráningum á því formi.

Þeir sem ekki hafa yfir að ráða mótaforriti skulu skila skráningum á Excel skjali með nöfnum, kennitölum, greinum, tímum og sönnun á tíma eigi síðar en mánudaginn 28. október.

Skráningum skal skilað með rafrænum hætti á skraning@iceswim.is ásamt proof of time.

Dómarar skrá sig með pósti á skraningssimot@gmail.com
Allir aðrir starfsmenn geta skráð sig beint í starfsmannaskjalið hér.

Gert er ráð fyrir að keppni í morgunhlutum hefjist kl. 9:30 alla daga og í úrslitum kl. 16:30.
Nánari upplýsingar munu birtast hér á síðunni þegar nær dregur.

Tímaáætlun gæti breyst.
Til baka
Á döfinni

21