Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrsti útskirftarhópur FINA í level 3

22.09.2019

Sundsamband Íslands sótti haustið 2018 um að fá að halda tvö þjálfaranámskeið á vegum FINA hér á landi, level 2 og 3, sem bæði hafa nú verið haldin hér á þessu ári.      

Það er ánægjulegt að segja frá því að í dag útskrifaðist fyrsti hópurinn sem hefur setið level 3 námskeið FINA hér á Íslandi. Það var mikil gleði í hópnum við lok þessa fimm daga námskeiðs og voru þau öll sammála um að hafa lært gríðarlega mikið. Ekki spillti fyrir að hafa frábæran kennara sem kom hingað til lands frá Bandaríkjunum sérstaklega til að kenna. Flestir þjálfarar sem sátu námskeiðið komu frá Færeyjum eða 5 talsins, 1 kom frá Noregi og 3 eru frá Íslandi.

Til viðbótar við námskeiðið sátu þeir sem komu erlendis frá fyrirlestur á vegum SSÍ um þjálfun afrekssundmanna í Bandarikjunum, bæði fyrir styttri og lengri greinar. Í dag fengu þau svo að fylgjast með Dr Genadijus, sem kennir á námskeiðinu framkvæma sk. Power test á EM25 hópi SSÍ..

Að mati okkar hjá SSÍ eru það mikil forréttindi fyrir alla þá sem koma að sundi á Íslandi að hafa fengið þennan mikla sérfræðing, Dr Genadijus, hingað til lands. Fyrir á sem vilja heyra hvað hann hefur fram að færa bendum við á fyrirlestur sem hann mun halda á morgun mánudag og aftur á þriðjudagskvöldið í Ásvallalaug. Verið öll velkomin !: 

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2019/09/20/Dr-Genadijus-a-Islandi-fyrirlestrar-/

 

 

Myndir með frétt

Til baka