Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dr Genadijus á Íslandi- fyrirlestrar

20.09.2019

Eins og fram hefur komið þá er Dr Genadijus Sokolovas með þjálfaranámskeið hér á landi á vegum FINA. 

 

  • SSÍ hefur ákveðið nýta tækifærið og býður upp á fyrirlestur hjá Dr Genadjus næsta laugardag (21. september) að loknu Ármanns móti  kl. ca 19:00. Dr. Genadjus mun fjalla um :  
    • Training of Top US Sprinters
    • Training of Top US Distance swimmers

 

Fyrirlesturinn fer fram í D- sal í húsakynnum ÍSÍ.  Vinsamlega sendið skráningu á ingibjorgha@iceswim.is fyrir kl 12 á laugardaginn 21. sept. til að hægt sé að áætla fjölda fyrir hressingu.

 

  • Sunnudagur 22. september kl 16:30 – 22:00 í Ásvallalaug mun fara fram POWER TEST á sundmönnum í EM25 hóp SSÍ. Þjálfarar og aðrir áhugasamir eru velkomnir að fylgjast með.

 

  • Mánudagskvöldið 23.september kl 19:30 er öllum sundmönnum 15. ára og eldri, öllum þjálfurum, einnig þeim sem eru að þjálfa yngri hópa félaganna og öðrum áhugasömum boðið í Ásvallalaug í Hafnarfirði þar sem Dr Genadijus mun halda fyrirlestur og verklegar æfingar um stungur og stört.

 

SSÍ hvetur ykkur öll til að nýta þetta einstaka tækifæri til að hlusta á og fylgjast með þessum frábæra sundsérfræðingi.

 

  • Þriðjudagskvöldið 24.september kl  20:15  mun Dr Genadijus halda fyrirlestur fyrir foreldra og þjálfara um „Longterm development and Nutrition for recovery“ Fyrirlesturinn fer fram í sal á efri hæð Ásvallalaugar í Hafnarfirði

 

Vinsamlega sendið þessar upplýsingar áfram til  þjálfara og foreldra, ekki síst til þjálfara yngri hópa félaganna.

 

Fáeinar upplýsingar um Dr Genadijus:

 

http://www.usmsswimmer.com/200901/sokolovas.pdf

 

https://www1.udel.edu/ICECP/facultystaff/faculty_sokolovas.html

Til baka