Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bikar 2019 - skráningafrestur

06.09.2019

Bikarkeppni SSÍ 2019 fer fram í Vatnaveröld í Reykjanesbæ dagana 27. og 28. september, í samvinnu við Íþróttabandalag Reykjanesbæjar. Keppt verður á 6 brautum og komi nægar skráningar til að hafa 2. deild, fer sú keppni fram í sömu hlutum og 1. deild, líkt og síðustu 2 ár.

Þau lið sem eiga keppnisrétt í 1. deild eru eftirfarandi:

Karlar:
Breiðablik, ÍA, ÍBR, ÍRB, SH og UMSK

Konur:
Breiðablik, ÍA, ÍBR, ÍRB, Óðinn, SH

Önnur lið ásamt b-liðum sem tilkynna þátttöku sína synda í 2. deild.

ATH: Skráningar sendist í tölvupósti á skraning@iceswim.is - Tilkynna skal þátttöku í síðasta lagi fimmtudaginn 12. september. Þátttökutilkynning skal innihalda lista yfir keppendur og varamenn.

Meðfylgjandi eru upplýsingaskjal mótsins, en þar eru helstu dagsetningar og skráningafrestir listaðir. Þá er greinaröðun einnig í viðhengi en þar er einnig hægt að sjá tímaáætlunina. Splash-skrá verður aðgengileg á heimasíðu mótsins þegar nær dregur. Félög skulu skila skráningum í greinar úr Splash eigi síðar en kl. 15:00, miðvikudaginn 25. september.

Gisting og matur:
Nánari upplýsingar veitir Sundráð ÍRB - sundradirb@gmail.com.


Heimasíða mótsins: http://www.sundsamband.is/sundithrottir/sundmot/bikarkeppnin/

Skráning sjálfboðaliða: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1i46fw9ARKsAklpHNUKMPSuRIGm2lqBRn_JH_1jWJq9E/edit?usp=sharing

SSÍ óskar eftir skráningum dómara og annarra starfsmanna úr röðum þátttökuliða. Dómarar senda póst á skraningssimot@gmail.com en aðrir geta skráð sig beint á mótshluta í GoogleDrive skjalinu hér að ofan.

Myndin er af liði SH, ríkjandi Bikarmeisturum í karla- og kvennaflokki.

Til baka