Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frá stjórn SSÍ

09.01.2014Stjórn SSÍ hélt í gærkvöldi reglubundinn fund, en þeir eru haldnir mánaðarlega og kynntir á atburðadagatali.  

 Á fundinum var farið yfir starfið undanfarinn mánuð, fjármál og fjáröflun rædd og staðfestar þrjár reglugerðir; Reglugerð um Grunnskólamót SSÍ, Almennar sundreglur SSÍ um skólakeppni og Reglugerð um Íslandsmót félagsliða.  

Það var farið yfir uppgjör á styrkjum Afrekssjóðs, nýjar umsóknir í sjóðinn og möguleika okkar að auka fræðslu og þjónustu við sundfólk.  

Landsliðsþjálfari var á fundinum og ræddi framhald á atburðadagatali SSÍ fram yfir næstu áramót og einnig hugmyndafræði í uppbyggingu landsliða á Íslandi.  Við áætlum að starfandi þjálfarar muni hittast í tengslum við stefnumörkun SSÍ í febrúar og ræða þessar hugmyndir á breiðum grunni.  Við munum láta atburðadagatalið lengjast jafnóðum og við sjáum hvar og hvenær alþjóðamótin eru sett.

Á fundinum var farið yfir erindisbréf allra nefnda SSÍ og þau endurstaðfest.  Þá var staðfestur listi þeirra sem starfa í nefndum - bæði þeir sem hafa verið og nýjir sem bætast inn.  Í tengslum við það staðfestum við þýðingu á sundreglum FINA sem hægt er að finna hér.

Smáþjóðaleikar voru ræddir og útnefning lykilfólks staðfest.

Fundargerðir stjórnar er hægt að finna hér.

Til baka