Beint á efnisyfirlit síðunnar

Yfir 100 manns á fræðsludegi SSÍ

04.01.2014Fræðsludagur SSÍ var haldinn í dag í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Yfir 100 manns tóku þátt í deginum sem stóð frá kl. 12:00 til 16:00. Fyrirlesarar voru þrír, þær Helga Sigurðardóttir næringarfræðingur og sundkona, Erla Dögg Haraldsdóttir afrekskona í sundi og Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og sundkona. Góður rómur var gerður að máli þeirra. Sundsamband Íslands hefur uppi áætlanir að gera fræðsludaga að reglulegum viðburðum á Atburðadagatali sambandsins og einnig er verið að kanna með að útbúa efnið í gagnvirkt margmiðlunarform.

Myndir með frétt

Til baka