Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tvö brons í hús á NMU

06.12.2013

Úrslitahluta dagsins er nú lokið og krakkarnir komnir inn á herbergi. Árangur eftirmiðdagsins var ágætur og mun betri en í morgun en tvö brons komu í hús. Þau Ragga og Kjell hafa þó sagt að þau búist við enn meiru af þeim og tóku krakkarnir mjög vel í það.

Bryndís endaði í fjórða sæti í 200m skriðsundi með tímann 2:06,36. Íris Ósk synti 100m baksund á tímanum 1:04,31 og endaði í fimmta sæti. Steingerður synti í sömu grein á tímanum 1:07,94 sem skilaði henni í fimmta sæti eldri flokksins.

Nanna Björk synti svo í úrslitum í 200m fjórsundi og varð sjötta á tímanum 2:28,44.

Sunneva Dögg krækti sér svo í brons í 800m skriðsundi í yngri flokki en hún synti á 9:09,54. Birta María kom þar næst á eftir í fjórða sæti á tímanum 9:14,39. Þá kom í ljós að Bára Kristín hafði hafnað í þriðja sæti í eldri flokkinum eftir sundið í morgun og tók þar með bronsið á tímanum 9:19,30.

Þröstur Bjarnason synti þá 1500m skriðsund í beinum úrslitum og hafnaði í sjötta sæti, örfáum sekúndubrotum frá næsta manni, með tímann 15:56,64.

Þá var komið að boðsundum í beinum úrslitum og í kvöld var það 4x100m skriðsund. Stelpnasveitin okkar, skipuð af þeim Bryndísi, Sunnevu Dögg, Nönnu Björk og Írisi Ósk hafnaði í fimmta sæti á tímanum 4:04,31.

Strákasveitin hafnaði í sjötta sæti en þeir syntu á 3:31,02. Sveitina skipuðu þeir Aron Örn, Predrag, Hilmar Smári og Kristófer.

Morgunhlutinn á morgun hefst svo kl. 9:30 í fyrramálið og verður spennandi að sjá hvað gerist.

NMU síðan

Kv. Emil

Til baka