Beint á efnisyfirlit síðunnar

Norðurlandameistaramót Unglinga 2013

Keppendur:
Þröstur Bjarnason, ÍRB
Snær Jóhannsson, KR
Hilmar Smári Jónsson, Fjölnir
Predrag Milos, SH
Baldvin Sigmarsson, ÍRB
Kristófer Sigurðsson, ÍRB
Aron Örn Stefánsson, SH
Nanna Björk Barkardóttir, Óðinn
Bára Kristín Björgvinsdóttir, SH
Bryndís Bolladóttir, Óðinn
Birta María Falsdóttir, ÍRB
Sunneva Dögg Friðriksdóttir, ÍRB
Birta Lind Hallgrímsdóttir, Fjölnir
Steingerður Hauksdóttir, Fjölnir
Íris Ósk Hilmarsdóttir, ÍRB
Erla Sigurjónsdóttir, ÍRB
Svanfríður Steingrímsdóttir, ÍRB

Fylgdarfólk:
Ragnheiður Runólfsdóttir, þjálfari                                                                                                                    
Kjell Wormdal, þjálfari
Emil Örn Harðarson, fararstjóri

Keppni hefst í undanrásum kl. 9:30 föstudags, laugardags og sunnudagsmorgun.

Keppni hefst í úrslitum kl. 16:00 föstudag en 16:30 laugardag og sunnudag.

Úrslitum er sjónvarpað beint í Færeyska Ríkissjónvarpinu <<< Smellið á tengilinn til að horfa!

Bein úrslit hér

Heimasíða mótsins

Myndir frá mótinu munu birtast jafnt og þétt yfir helgina á síðunni og má nálgast þær í flipanum "Myndir" hér til vinstri.

09.12.2013 01:38

NMU lokið - Íris Norðurlandameistari

NMU lokið - Íris NorðurlandameistariÞriðja og síðasta degi er lokið hér á NMU í Færeyjum. Það sem bar hæst er að Íslendingar eignuðust Norðurlandameistara unglinga í 200m baksundi kvenna þegar Íris Ósk synti til sigurs á tímanum 2:14,55. Í undanrásum fyrr um daginn hafði hún náð bestum tíma inn í úrslitin með tímann 2:19,44. Dagurinn hófst á 50m skriðsundi kvenna og þar synti Erla á tímanum 27,93. Bryndís var einnig skráð í greinina en var ógild vegna þjófstarts. Predrag Milos náði níunda sæti á tímanum 23,79 í sömu grein, Aron Örn synti á 24,11 og Hilmar Smári synti á 24,69 en Snær var dæmdur ógildur fyrir þjófstart.
Nánar ...
08.12.2013 02:50

Íslenskt boðsundsbrons eftir dag tvö

Íslenskt boðsundsbrons eftir dag tvöFyrsta sund Íslendinga í úrslitum þennan daginn átti hún Bryndís þegar hún stakk sér til sunds í 100m skriðsundi. Hún synti á 59,42 og endaði í sjötta sæti. Aron Örn var næstur í 100m skriðsundi karla og endaði fimmti á tímanum 51,96. Nanna Björk synti svo 100m flugsund og endaði sjötta á tímanum 1:08,08, sem var þó bæting frá því í morgun.
Nánar ...
07.12.2013 20:58

Staðan eftir undanrásir annars dags á NMU

Staðan eftir undanrásir annars dags á NMUUndanrásum á degi tvö er lokið á NMU í Færeyjum. Nanna Björk byrjaði í 50m bringusundi og synti á tímanum 36,15. Svanfríður kom í næsta riðli og synti á 37,70. Aron Örn fór 100m bringusundið á 30,74. Birta María átti fínt
Nánar ...
06.12.2013 20:58

Tvö brons í hús á NMU

Tvö brons í hús á NMUÚrslitahluta dagsins er nú lokið og krakkarnir komnir inn á herbergi. Árangur eftirmiðdagsins var ágætur og mun betri en í morgun en tvö brons komu í hús. Þau Ragga og Kjell hafa þó sagt að þau búist við enn meiru af þeim og tóku krakkarnir mjög vel í það. Bryndís endaði í fjórða sæti í 200m skriðsundi með tímann 2:06,36. Íris Ósk
Nánar ...
06.12.2013 12:26

NMU - Staðan eftir undanrásir dagsins

NMU - Staðan eftir undanrásir dagsinsÍ morgun hófst keppni í undanrásum á NMU hér í Færeyjum. Birta María reið á vaðið og synti 200m skriðsund á 2:12,55. Bryndís fylgdi þá á eftir og synti sig í úrslit í sömu grein með tímann 2:08,63. Sunneva Dögg synti svo í síðasta riðli á tímanum 2:12,25. Í 200m skriðsundi karla syntu þeir
Nánar ...
05.12.2013 22:37

NMU hefst í fyrramálið - hlekkur á bein úrslit

NMU hefst í fyrramálið - hlekkur á bein úrslitTuttugu manna hópur lagði af stað upp úr hádegi í gær frá Keflavík til Færeyja til að keppa á Norðurlandameistaramóti Unglinga. Millilent var í Köben og gekk ferðin mjög vel, þrátt fyrir örlitla tímaþröng. Við lentum í Færeyjum í gærkvöldi uppúr 20:00 og tókum þaðan rútu beint upp á Hótel Føroyar þar sem við fengum hressingu. Krökkunum var þá raðað í herbergi og leyft að hvíla sig fyrir átök helgarinnar.
Nánar ...