Beint á efnisyfirlit síðunnar

NMU - Staðan eftir undanrásir dagsins

06.12.2013

Í morgun hófst keppni í undanrásum á NMU hér í Færeyjum. 

Birta María reið á vaðið og synti 200m skriðsund á 2:12,55. Bryndís fylgdi þá á eftir og synti sig í úrslit í sömu grein með tímann 2:08,63. Sunneva Dögg synti svo í síðasta riðli á tímanum 2:12,25.

Í 200m skriðsundi karla syntu þeir Snær, Hilmar Smári og Þröstur allir saman í fyrsta riðli og náðu tímunum 1:57,30 (Snær) - 1:55,86 (Hilmar) og 1:58,24 (Þröstur). Kristófer synti svo í þriðja riðli á tímanum 1:54,46.

Þá var komið að henni Svanfríði í 100m bringusundi. Hún synti á tímanum 1:17,22. Í karlaflokki synti Aron Örn Stefánsson 100m bringusundið á 1:08,12 en var dæmdur úr leik fyrir þjófstart.

Í 100m baksundi kvenna syntu þær Íris Ósk og Steingerður og náðu báðar í úrslit. Íris synti á tímanum 1:07,65 og Steingerður á 1:09,04.

Í 50m metra greinunum er keppt í opnum flokki (Junior og Pre-senior saman í úrslitum) og byrjaði Birta Lind í fyrsta riðli á tímanum 30,97. Erla og Bryndís komu svo í næsta riðli og syntu á 29,91 (Erla) og 29,61 (Bryndís). Í 50m flugsundi karla synti Predrag á tímanum 26,66.

Næst var 200m fjórsund og þar synti Íris Ósk á 2:28,31 og Nanna Björk á 2:29,77. Baldvin Sigmarsson synti svo karlamegin á 2:11,68.

Bára Kristín synti svo 800m skriðsund í fyrri riðli í beinum úrslitum í morgun en hefur ekki fengið útgefin staðfestan tíma á heimasíðunni og bíðum við eftir því að hinn riðillinn verði syntur í úrslitahlutanum. Þar verða einmitt þær Birta María og Sunneva Dögg á fyrstu og annarri braut. Einnig syndir Þröstur í seinni riðli 1500m skriðsunds í beinum úrslitum seinnipartinn.

Þá er keppt til beinna úrslita í boðsundum í úrslitahlutanum en þar eiga Íslendingar sitthvora sveitina, í karla og kvennaflokki.

Ekki mikið um bætingar þennan morguninn en augljóst að krakkarnir eru að venjast lauginni og eru þau staðráðin í að gera betur í næstu sundum.

Bein úrslit

BEIN ÚTSENDING FRÁ ÚRSLITAHLUTA - HEFST KL. 16:00

NMU síðan okkar

--

Emil

Til baka